Bjarni segir að KR hafi vantað samkeppni um stöður í sumar Anton Ingi Leifsson skrifar 3. nóvember 2020 17:46 Bjarni Guðjónsson er aðstoðarþjálfari KR. vísir/bára Íslandsmeistararnir í fótbolta árið 2019, KR, lentu í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar í ár. Aðstoðarþjálfarinn Bjarni Guðjónsson segir að það hafi vantað samkeppni um stöður og sterkari leikmannahóp. Bjarni var í símaviðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu um helgina og gerði upp tímabilið hjá KR. Fótboltinn var eins og flestum er kunnugt um flautaður af fyrir helgi. „Við erum alls ekki sáttir með tímabilið. Rúnar er búinn að vinna þrjá Íslandsmeistaratitla og hefur skapast ákveðinn reynsla í hvað gerist árið á eftir svo við pældum mikið í því,“ sagði Bjarni. „Við ræddum það ekkert mikið við leikmennina en við pældum samt mikið í því hvað við þyrftum að gera og hvað væri hægt að gera öðruvísi en hin árin og svo framvegis. Það eru margir þættir í þessu.“ Hinn reynslumikli Bjarni segir að það hafi vantað samkeppni um stöður hjá Vesturbæjarstórveldinu í sumar. „Hópurinn hjá okkur var því miður ekki nægilega sterkur og í fyrra. Þar af leiðandi var samkeppnin um stöður ekki mikil. Á miðju sumri var samkeppni um tvær til þrjár stöður en í fyrra þá voru samkeppni um átta til tíu stöður. Það eitt og sér breytir miklu.“ „Svo held ég að það sé ljóst að þessi „stopp og start“ hafi ekki farið vel í eldri leikmenn. Það fer betur í yngri leikmenn sem bregðast betur við. Á endanum erum við samt að spila við lið sem eru líka í þessu. Valsmenn eru líka með eldri leikmenn og þeir fóru í gegnum þetta.“ „Núna þurfum við, eftir að þetta er búið, að setjast niður og fara yfir það sem fór ekki eins og við vildum og ástæðurnar fyrir því,“ sagði Bjarni. Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Íslandsmeistararnir í fótbolta árið 2019, KR, lentu í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar í ár. Aðstoðarþjálfarinn Bjarni Guðjónsson segir að það hafi vantað samkeppni um stöður og sterkari leikmannahóp. Bjarni var í símaviðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu um helgina og gerði upp tímabilið hjá KR. Fótboltinn var eins og flestum er kunnugt um flautaður af fyrir helgi. „Við erum alls ekki sáttir með tímabilið. Rúnar er búinn að vinna þrjá Íslandsmeistaratitla og hefur skapast ákveðinn reynsla í hvað gerist árið á eftir svo við pældum mikið í því,“ sagði Bjarni. „Við ræddum það ekkert mikið við leikmennina en við pældum samt mikið í því hvað við þyrftum að gera og hvað væri hægt að gera öðruvísi en hin árin og svo framvegis. Það eru margir þættir í þessu.“ Hinn reynslumikli Bjarni segir að það hafi vantað samkeppni um stöður hjá Vesturbæjarstórveldinu í sumar. „Hópurinn hjá okkur var því miður ekki nægilega sterkur og í fyrra. Þar af leiðandi var samkeppnin um stöður ekki mikil. Á miðju sumri var samkeppni um tvær til þrjár stöður en í fyrra þá voru samkeppni um átta til tíu stöður. Það eitt og sér breytir miklu.“ „Svo held ég að það sé ljóst að þessi „stopp og start“ hafi ekki farið vel í eldri leikmenn. Það fer betur í yngri leikmenn sem bregðast betur við. Á endanum erum við samt að spila við lið sem eru líka í þessu. Valsmenn eru líka með eldri leikmenn og þeir fóru í gegnum þetta.“ „Núna þurfum við, eftir að þetta er búið, að setjast niður og fara yfir það sem fór ekki eins og við vildum og ástæðurnar fyrir því,“ sagði Bjarni.
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira