Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 18:31 Verði þingsályktunartillagan samþykkt geta konur sem eru handhafar Evrópska sjúkratryggingakortsins og mega lögum samkvæmt ekki gangast undir þungunarrof í heimalandinu fengið heilbrigðisþjónustuna hér á landi. Lagt er til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu geti komið til Íslands og notið heilbrigðisþjónustunnar hér á landi. Þetta er efni þingsályktunartillögu sem Rósa Björk Brynjólfsdótti stendur að baki en hana styðja jafnframt átján þingmenn úr Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri Grænum. „Tillagan er til komin vegna þeirrar stöðu sem ríkir í Póllandi og niðurstöðu stjórnlagadómstóls Póllands sem er áfall fyrir kvenréttindi í Evrópu,“ segir Rósa Björk. Dómstólinn komst nýverið að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins. Dómurinn hefur þau áhrif að þungunarrof er nær alfarið bannað, eða einungis heimilt þegar um er að ræða nauðgun, sifjaspell, eða ef kona er talin í lífshættu. Dómnum hefur verið harðlega mótmælt, meðal annars hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tillögunni yrði aðgerðin gjaldfrjáls og í boði fyrir handhafa Evrópska sjúkratryggingakortsins. „Það eru aðeins tvö lönd í Evrópu sem þessi þingsályktunartillaga myndi ná yfir. Það eru Pólland og Malta, þar sem réttindi kvenna til að gangast undir þungunarrof eru mun síðri en í öðrum löndum. Þannig það yrði ekki mikill kostnaður við þessa leið,“ segir Rósa. Í tillögunni er skilyrðið sem konur þurfa að uppfylla orðað þannig að „viðkomandi megi ekki gangast undir þungunarrof vegna lögbundinna hindrana í heimalandinu og uppfylli skilyrði í lögum um þungunarrof.“ Rósa Björk telur einboðið að Íslendingar sýni Pólverjum stuðning vegna mikils sambands ríkjanna. Þrátt fyrir álag á heilbrigðiskerfinu vegna faraldursins sé þetta einmitt tíminn til að standa vörð um mannréttindi. „Mörg stjórnvöld hafa einmitt verið að nýta covid til að læða að skerðingum á mannréttindum fólks, því miður.“ Hún vonar að tillagan hljóti brautargengi á þinginu og að heilbrigðisráðherra tryggi að konur geti leitað til Íslands. „Við getum sýnt í verki að við stöndum með kvenréttindum og að við séum að spyrna gegn þessari ömurlegu þróun,“ segir Rósa Björk. Alþingi Pólland Þungunarrof Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Lagt er til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu geti komið til Íslands og notið heilbrigðisþjónustunnar hér á landi. Þetta er efni þingsályktunartillögu sem Rósa Björk Brynjólfsdótti stendur að baki en hana styðja jafnframt átján þingmenn úr Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri Grænum. „Tillagan er til komin vegna þeirrar stöðu sem ríkir í Póllandi og niðurstöðu stjórnlagadómstóls Póllands sem er áfall fyrir kvenréttindi í Evrópu,“ segir Rósa Björk. Dómstólinn komst nýverið að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins. Dómurinn hefur þau áhrif að þungunarrof er nær alfarið bannað, eða einungis heimilt þegar um er að ræða nauðgun, sifjaspell, eða ef kona er talin í lífshættu. Dómnum hefur verið harðlega mótmælt, meðal annars hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tillögunni yrði aðgerðin gjaldfrjáls og í boði fyrir handhafa Evrópska sjúkratryggingakortsins. „Það eru aðeins tvö lönd í Evrópu sem þessi þingsályktunartillaga myndi ná yfir. Það eru Pólland og Malta, þar sem réttindi kvenna til að gangast undir þungunarrof eru mun síðri en í öðrum löndum. Þannig það yrði ekki mikill kostnaður við þessa leið,“ segir Rósa. Í tillögunni er skilyrðið sem konur þurfa að uppfylla orðað þannig að „viðkomandi megi ekki gangast undir þungunarrof vegna lögbundinna hindrana í heimalandinu og uppfylli skilyrði í lögum um þungunarrof.“ Rósa Björk telur einboðið að Íslendingar sýni Pólverjum stuðning vegna mikils sambands ríkjanna. Þrátt fyrir álag á heilbrigðiskerfinu vegna faraldursins sé þetta einmitt tíminn til að standa vörð um mannréttindi. „Mörg stjórnvöld hafa einmitt verið að nýta covid til að læða að skerðingum á mannréttindum fólks, því miður.“ Hún vonar að tillagan hljóti brautargengi á þinginu og að heilbrigðisráðherra tryggi að konur geti leitað til Íslands. „Við getum sýnt í verki að við stöndum með kvenréttindum og að við séum að spyrna gegn þessari ömurlegu þróun,“ segir Rósa Björk.
Alþingi Pólland Þungunarrof Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira