Biður presta að bjóða skólunum húsnæði kirkjunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2020 17:07 Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands. Vísir/Baldur Hrafnkell Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, hvetur presta og sóknarnefndir landsins til að bjóða fram aðstoð kirkjunnar á þessum fordæmalausu tímum verði það til að koma að lausn þess vanda sem blasir við skólastjórnendum og skólastarfi. Starfsdagur hefur verið í grunnskólum um allt land í dag vegna hertra aðgerða í skólum í nýrri reglugerð ráðherra. Meðal annars þurfa börn í 5. bekk og eldri að nota grímur þar sem ekki er hægt að framfylgja tveggja metra reglu. Biskup vísar í orð Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um þröf fyrir aukið rými fyrir skólastarfið, í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða. „Ég beini því til ykkar, kæra forystufólk í sóknum landsins, að bjóða fram húsnæði kirkjunnar, safnaðarheimilin, til skólastjórnenda í ykkar hverfi, til kennslu, verði því við komið. Nú þurfum við öll að snúa bökum saman og þarna gætu sóknir kirkjunnar lagt dýrmætt lóð á vogaskálarnar í baráttunni við þessa vá, skólastarfinu til heilla og til þjónustu við börn þessa lands.“ Kirkja og skóli hafi í aldir verið samverkamenn í uppeldi og fræðslu komandi kynslóða. Stundum hafi gefið á bátinn í þeim samskiptum og í því samstarfi, og þá kannski sérstaklega undanfarin ár, þar sem sumstaðar hefur myndast gjá milli þessara máttarstólpa samfélagsins. „Ég hvet ykkur, kæru prestar og kæru sóknarnefndir, til að bjóða fram aðstoð kirkjunnar, á þessum fordæmalausu tímum, verði það til að koma að lausn þess vanda sem blasir við skólastjórnendum og skólastarfinu.“ Biskup sendi bréf sitt til presta í gær og hvatti þá til að heyra í skólastjórnendum í dag og bjóða aðstöðu kirkjunnar strax fram. Þjóðkirkjan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, hvetur presta og sóknarnefndir landsins til að bjóða fram aðstoð kirkjunnar á þessum fordæmalausu tímum verði það til að koma að lausn þess vanda sem blasir við skólastjórnendum og skólastarfi. Starfsdagur hefur verið í grunnskólum um allt land í dag vegna hertra aðgerða í skólum í nýrri reglugerð ráðherra. Meðal annars þurfa börn í 5. bekk og eldri að nota grímur þar sem ekki er hægt að framfylgja tveggja metra reglu. Biskup vísar í orð Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um þröf fyrir aukið rými fyrir skólastarfið, í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða. „Ég beini því til ykkar, kæra forystufólk í sóknum landsins, að bjóða fram húsnæði kirkjunnar, safnaðarheimilin, til skólastjórnenda í ykkar hverfi, til kennslu, verði því við komið. Nú þurfum við öll að snúa bökum saman og þarna gætu sóknir kirkjunnar lagt dýrmætt lóð á vogaskálarnar í baráttunni við þessa vá, skólastarfinu til heilla og til þjónustu við börn þessa lands.“ Kirkja og skóli hafi í aldir verið samverkamenn í uppeldi og fræðslu komandi kynslóða. Stundum hafi gefið á bátinn í þeim samskiptum og í því samstarfi, og þá kannski sérstaklega undanfarin ár, þar sem sumstaðar hefur myndast gjá milli þessara máttarstólpa samfélagsins. „Ég hvet ykkur, kæru prestar og kæru sóknarnefndir, til að bjóða fram aðstoð kirkjunnar, á þessum fordæmalausu tímum, verði það til að koma að lausn þess vanda sem blasir við skólastjórnendum og skólastarfinu.“ Biskup sendi bréf sitt til presta í gær og hvatti þá til að heyra í skólastjórnendum í dag og bjóða aðstöðu kirkjunnar strax fram.
Þjóðkirkjan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira