Vonandi undantekning að börn verði með grímu í skólanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 12:39 Grímuskylda hefur verið í mörgum menntaskólum en nú eiga einnig nemendur í 5.-10. bekk að bera grímur þegar ekki er unnt að tryggja tveggja metra regluna. Formaður félags grunnskólakennara vonar að það muni heyra til undantekninga. Vísir/Vilhelm Grunnskólanemar þurfa vonandi einungis að bera andlitsgrímur í undantekningartilvikum að sögn formanns félags grunnskólakennara. Áhersla verður lögð á að viðhalda tveggja metra reglunni. Hún telur óeðlilegt að minni kröfur séu gerðar til sóttvarna hjá yngri börnum. Skólahald féll niður í dag hjá tugþúsundum barna vegna skipulagsdags í mörgum leik- og grunskólum. Unnið er að því að útfæra starfið í samræmi við reglugerð sem var birt í gær. Samkvæmt henni mega fimmtíu nemendur í fyrsta til fjórða bekk vera saman í rými. Börnin eru undanþegin tveggja metra reglunni og þurfa ekki að nota andlitsgrímur. Í fimmta til tíunda bekk mega tuttugu og fimm börn vera saman í rými. Þau eiga að bera grímur þegar ekki er unnt að tryggja nándarregluna. Þorgerður Laufey Friðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakenna. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara, segir óeðlilegt að gera minni kröfur til sóttvarna barna en annarra. „Við hefðum talið eðlilegt að 25 barna mörkin giltu um allan grunnskólann og að það hefði verið horft til þess að reyna eftir fremsta megni að tryggja tveggja metra regluna,“ segir hún. Útfærsla á takmörkunum í skólum falli ef til vill ekki að markmiði þeirra hörðu aðgerða sem voru kynntar fyrir helgi. „Sem eiga að gilda í tvær viku og eru gerðar til þess að keyra veiruna niður eins mikið og mögulegt er og sérstaklega á meðan Landspítalinn er á neyðarstigi. Það er sú umræða sem við höfum verið í á síðustu dögum. Hvort það sé samræmi þarna á milli.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að reglurnar hefðu tekið breytingum í meðferð mennta- og heilbrigðisráðherra. Það væri ekki óeðlilegt að útfærslan breytist þar sem stjórnvöld séu að huga að öðrum og fleiri þáttum en hann. Sýnist að börn geti mætt með hefðbundnum hætti Stefna stjórnvalda er að öll börn geti sótt skóla með hefðbundnum hætti og sýnist Þorgerði að það muni nást með þessari útfærslu. Hún segir megináherslu lagða á tveggja metra regluna og að vonandi verði hægt að tryggja hana í flestum tilfellum. „Það verður vonadi undantekning að það þurfi að óska eftir því að nemendur verði með grímu og þá þarf auðvitað að gera það samkvæmt leiðbeiningum sem um það gilda og þá á það ekki síður við um fullorðna fólkið en börnin,“ segir Þorgerður. „Þetta er niðurstaðan núna og nú erum við búin að koma þessum sjónarmiðum á framfæri. Kennarar munu auðvitað sinna þessu verkefni að alúð. Við erum framlínufólk og höldum áfram að sinna nemendum eins vel og við getum.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Grunnskólanemar þurfa vonandi einungis að bera andlitsgrímur í undantekningartilvikum að sögn formanns félags grunnskólakennara. Áhersla verður lögð á að viðhalda tveggja metra reglunni. Hún telur óeðlilegt að minni kröfur séu gerðar til sóttvarna hjá yngri börnum. Skólahald féll niður í dag hjá tugþúsundum barna vegna skipulagsdags í mörgum leik- og grunskólum. Unnið er að því að útfæra starfið í samræmi við reglugerð sem var birt í gær. Samkvæmt henni mega fimmtíu nemendur í fyrsta til fjórða bekk vera saman í rými. Börnin eru undanþegin tveggja metra reglunni og þurfa ekki að nota andlitsgrímur. Í fimmta til tíunda bekk mega tuttugu og fimm börn vera saman í rými. Þau eiga að bera grímur þegar ekki er unnt að tryggja nándarregluna. Þorgerður Laufey Friðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakenna. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara, segir óeðlilegt að gera minni kröfur til sóttvarna barna en annarra. „Við hefðum talið eðlilegt að 25 barna mörkin giltu um allan grunnskólann og að það hefði verið horft til þess að reyna eftir fremsta megni að tryggja tveggja metra regluna,“ segir hún. Útfærsla á takmörkunum í skólum falli ef til vill ekki að markmiði þeirra hörðu aðgerða sem voru kynntar fyrir helgi. „Sem eiga að gilda í tvær viku og eru gerðar til þess að keyra veiruna niður eins mikið og mögulegt er og sérstaklega á meðan Landspítalinn er á neyðarstigi. Það er sú umræða sem við höfum verið í á síðustu dögum. Hvort það sé samræmi þarna á milli.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að reglurnar hefðu tekið breytingum í meðferð mennta- og heilbrigðisráðherra. Það væri ekki óeðlilegt að útfærslan breytist þar sem stjórnvöld séu að huga að öðrum og fleiri þáttum en hann. Sýnist að börn geti mætt með hefðbundnum hætti Stefna stjórnvalda er að öll börn geti sótt skóla með hefðbundnum hætti og sýnist Þorgerði að það muni nást með þessari útfærslu. Hún segir megináherslu lagða á tveggja metra regluna og að vonandi verði hægt að tryggja hana í flestum tilfellum. „Það verður vonadi undantekning að það þurfi að óska eftir því að nemendur verði með grímu og þá þarf auðvitað að gera það samkvæmt leiðbeiningum sem um það gilda og þá á það ekki síður við um fullorðna fólkið en börnin,“ segir Þorgerður. „Þetta er niðurstaðan núna og nú erum við búin að koma þessum sjónarmiðum á framfæri. Kennarar munu auðvitað sinna þessu verkefni að alúð. Við erum framlínufólk og höldum áfram að sinna nemendum eins vel og við getum.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira