Tugþúsundir barna heima meðan kennarar ráða ráðum sínum Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2020 07:32 Leik- og grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu og víðar eru lokaðir í dag vegna skipulagsdags. Vísir/Vilhelm Tugir þúsunda barna víðs vegar um landið verða heima í dag vegna þess skipulagsdags sem komið var á í mörgum leik- og grunnskólum til að skólastjórnendur geti skipulagt starfið framundan í ljósi nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi. Skipulagsdagur hefur þannig verið boðaður í öllum leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Í Reykjanesbæ er skipulagsdagur í grunnskólum, en leikskólar verða ekki með skipulagsdag eins og grunnskólarnir fyrir utan Stapaskóla þar sem þar þarf að taka tillit til sameiginlegrar starfsemi leik- og grunnskólastigins sem er í sömu byggingunni. Á Ísafirði og í Múlaþingi verður starfsdagur í öllum grunnskólum. Leikskólar þar verða hins vegar opnir. Leikskólabörn á landinu voru árið 2019 alls um 18.700 talsins, en börn í grunnskóla um 46 þúsund. Eðlilegt að stjórnendur og kennarar fái svigrúm og tíma Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði í Víglínunni á Stöð 2 í gær að í leikskólum verði, líkt og í grunnskólum, sóttvarnahólf og að það sé mjög eðlilegt að stjórnendur og kennarar fái þennan tíma til að skipuleggja sig. „Þetta eru auðvitað hertar aðgerðir í öllu samfélaginu og mér það skipta mjög miklu máli, til þess að ná ákveðinni samheldni og að við getum nálgast þessa stóru áskorun í sameiningu að við gefum þeim þetta svigrúm,“ sagði Lilja. Hún segir það rétt að verkefnið sé erfitt, að skipuleggja sóttvarnahólfin, en að það sé vel gerlegt. „Við sýndum það í vor, eitt fárra ríkja, að við lokuðum ekki skólunum okkar. Það voru við og Svíþjóð sem héldum alveg fast í það grundvallarsjónarmið, í þágu hvers við vildum forgangsraða. Það verður að segjast eins og er, að það gekk mjög vel í vor. Það eru auðvitað svolítið breyttar forsendur núna og við verðum að hafa skilning á því. Við viljum hins vegar tryggja það að þau börn sem eru að upplifa þessa tíma að þau hljóti viðunandi menntun. Við erum að fylgjast mjög vel með framvindunni, það er hvernig þeim líður, hvernig við gætum mögulega stutt betur við alla nemendur,“ sagði Lilja. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Aldrei réttlætanlegt“ að gera minni kröfur til sóttvarna meðal barna Stjórn Félags grunnskólakennara fer fram á að menntamála- og heilbrigðisráðherra endurskoði undanþágur frá sóttvarnareglum í grunnskólum. 1. nóvember 2020 22:55 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
Tugir þúsunda barna víðs vegar um landið verða heima í dag vegna þess skipulagsdags sem komið var á í mörgum leik- og grunnskólum til að skólastjórnendur geti skipulagt starfið framundan í ljósi nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi. Skipulagsdagur hefur þannig verið boðaður í öllum leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Í Reykjanesbæ er skipulagsdagur í grunnskólum, en leikskólar verða ekki með skipulagsdag eins og grunnskólarnir fyrir utan Stapaskóla þar sem þar þarf að taka tillit til sameiginlegrar starfsemi leik- og grunnskólastigins sem er í sömu byggingunni. Á Ísafirði og í Múlaþingi verður starfsdagur í öllum grunnskólum. Leikskólar þar verða hins vegar opnir. Leikskólabörn á landinu voru árið 2019 alls um 18.700 talsins, en börn í grunnskóla um 46 þúsund. Eðlilegt að stjórnendur og kennarar fái svigrúm og tíma Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði í Víglínunni á Stöð 2 í gær að í leikskólum verði, líkt og í grunnskólum, sóttvarnahólf og að það sé mjög eðlilegt að stjórnendur og kennarar fái þennan tíma til að skipuleggja sig. „Þetta eru auðvitað hertar aðgerðir í öllu samfélaginu og mér það skipta mjög miklu máli, til þess að ná ákveðinni samheldni og að við getum nálgast þessa stóru áskorun í sameiningu að við gefum þeim þetta svigrúm,“ sagði Lilja. Hún segir það rétt að verkefnið sé erfitt, að skipuleggja sóttvarnahólfin, en að það sé vel gerlegt. „Við sýndum það í vor, eitt fárra ríkja, að við lokuðum ekki skólunum okkar. Það voru við og Svíþjóð sem héldum alveg fast í það grundvallarsjónarmið, í þágu hvers við vildum forgangsraða. Það verður að segjast eins og er, að það gekk mjög vel í vor. Það eru auðvitað svolítið breyttar forsendur núna og við verðum að hafa skilning á því. Við viljum hins vegar tryggja það að þau börn sem eru að upplifa þessa tíma að þau hljóti viðunandi menntun. Við erum að fylgjast mjög vel með framvindunni, það er hvernig þeim líður, hvernig við gætum mögulega stutt betur við alla nemendur,“ sagði Lilja.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Aldrei réttlætanlegt“ að gera minni kröfur til sóttvarna meðal barna Stjórn Félags grunnskólakennara fer fram á að menntamála- og heilbrigðisráðherra endurskoði undanþágur frá sóttvarnareglum í grunnskólum. 1. nóvember 2020 22:55 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
„Aldrei réttlætanlegt“ að gera minni kröfur til sóttvarna meðal barna Stjórn Félags grunnskólakennara fer fram á að menntamála- og heilbrigðisráðherra endurskoði undanþágur frá sóttvarnareglum í grunnskólum. 1. nóvember 2020 22:55
Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26
Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24