KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 19:30 Ljóst er að karlalið KR kemst ekki í Evrópukeppni að ári eftir KSÍ ákvað að hætta keppni á Íslandsmótinu sem og Mjólkurbikarnum. Vísir/Bára Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. Þetta snýst svo sem ekki aðeins um okkar eigin hagsmuni. Auðvitað fer þetta illa með okkur KR-inga, hvort sem er í karla- eða kvenna megin. Við teljum einfaldlega að ákvörðun sambandsins standist ekki lög sambandsins. Þessi reglugerð sem sambandið setti í júlí síðastliðnum – við teljum, erum þeirra skoðunar – að hún fari gegn ákvæðum laga knattspyrnusambandsins,“ sagði Páll í viðtali við Stöð 2 fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. „Við værum ekkert að hlaupa fram með svona í gamni okkar. Við teljum að hér sé brotið á skýrum ákvæðum knattspyrnulaga, þar er kveðið á hvernig skuli útkljá Íslandsmótið.“ „Við teljum að í reglugerðinni sé farið út fyrir þær heimildir sem lögin veita og stjórnin taki sér vald sem hún hefur ekki, með því að útkljá mótið með þessum hætti. Með því til dæmis að setja ákveðinn tímaramma, að mótið verði að klárast fyrir 1.desember eins og í þessu tilfelli. Eða þá að hægt sé að ljúka tímabilinu án þess að öll séu búin að leika sína leiki innbyrðis,“ sagði formaðurinn einnig. Kvennalið KR er fallið niður um deild eftir ákvörðun KSÍ. Hefur liðið farið alls þrisvar í sóttkví á tímabilinu og ekki verið neinn greiði gerður með fyrirkomulaginu í sumar.VÍSIR/VILHELM Athygli vekur að enginn mótmælti ákvörðun knattspyrnusambandsins í sumar þegar ákveðið var að mótið yrði leikið til 1. desember. „Það er nú þannig að ef reglugerð stenst ekki skoðun, ef reglugerð á sér ekki stoð í lögum þá getur hún að sjálfsögðu ekki staðið fyrir sínu. Ágreiningurinn kemur vissulega fyrst upp núna en það er ekki rétt að það hafi ekki verið búið að benda KSÍ á þetta. Áður en stjórnin tók ákvörðunina í gær þá var búið að senda stjórninni erindi þess efnis að við teldum ekki að hún hefði þessa heimild,“ svaraði Páll. „Ég tek það alveg sérstaklega fram að við höfum ákveðna samúð með stjórnarmönnum KSÍ. Þeir eru í erfiðri og hundleiðinlegri stöðu, það leikur sér enginn að gera þetta. En þeim mun mikilvægara er að vanda sig, þeim mun mikilvægara er að fara eftir lögum og stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum. Hún er ekki kosin til þess og hefur enga heimild til þess,“ sagði Páll að endingu. Klippa: KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins Fótbolti Íslenski boltinn KR KSÍ Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01 KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16 Framarar segja þetta „sorgardag í sögu fótboltans á Íslandi“ Fram situr eftir með sárt ennið í Lengjudeild karla eftir að KSÍ tilkynnti í dag að allt mótahald yrði blásið af vegna kórónuveirunnar. 30. október 2020 22:06 KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16 Guðni segir sátt hafa ríkt með 1. des viðmiðið þegar það var gefið út Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld að mikil sátt hefði ríkt með 1. desember viðmiðið þegar það var gefið út í sumar. Þá skilur hann gremju félaganna sem töpuðu á ákvörðun KSÍ. 31. október 2020 20:01 Fram og Magni taka undir með KR Stjórnir knattspyrnudeilda Fram og Magna hafa sent frá sér yfirlýsingu og líst yfir óánægju með ákvörðun KSÍ frá því í gær um að aflýsa mótinu. 31. október 2020 16:22 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. Þetta snýst svo sem ekki aðeins um okkar eigin hagsmuni. Auðvitað fer þetta illa með okkur KR-inga, hvort sem er í karla- eða kvenna megin. Við teljum einfaldlega að ákvörðun sambandsins standist ekki lög sambandsins. Þessi reglugerð sem sambandið setti í júlí síðastliðnum – við teljum, erum þeirra skoðunar – að hún fari gegn ákvæðum laga knattspyrnusambandsins,“ sagði Páll í viðtali við Stöð 2 fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. „Við værum ekkert að hlaupa fram með svona í gamni okkar. Við teljum að hér sé brotið á skýrum ákvæðum knattspyrnulaga, þar er kveðið á hvernig skuli útkljá Íslandsmótið.“ „Við teljum að í reglugerðinni sé farið út fyrir þær heimildir sem lögin veita og stjórnin taki sér vald sem hún hefur ekki, með því að útkljá mótið með þessum hætti. Með því til dæmis að setja ákveðinn tímaramma, að mótið verði að klárast fyrir 1.desember eins og í þessu tilfelli. Eða þá að hægt sé að ljúka tímabilinu án þess að öll séu búin að leika sína leiki innbyrðis,“ sagði formaðurinn einnig. Kvennalið KR er fallið niður um deild eftir ákvörðun KSÍ. Hefur liðið farið alls þrisvar í sóttkví á tímabilinu og ekki verið neinn greiði gerður með fyrirkomulaginu í sumar.VÍSIR/VILHELM Athygli vekur að enginn mótmælti ákvörðun knattspyrnusambandsins í sumar þegar ákveðið var að mótið yrði leikið til 1. desember. „Það er nú þannig að ef reglugerð stenst ekki skoðun, ef reglugerð á sér ekki stoð í lögum þá getur hún að sjálfsögðu ekki staðið fyrir sínu. Ágreiningurinn kemur vissulega fyrst upp núna en það er ekki rétt að það hafi ekki verið búið að benda KSÍ á þetta. Áður en stjórnin tók ákvörðunina í gær þá var búið að senda stjórninni erindi þess efnis að við teldum ekki að hún hefði þessa heimild,“ svaraði Páll. „Ég tek það alveg sérstaklega fram að við höfum ákveðna samúð með stjórnarmönnum KSÍ. Þeir eru í erfiðri og hundleiðinlegri stöðu, það leikur sér enginn að gera þetta. En þeim mun mikilvægara er að vanda sig, þeim mun mikilvægara er að fara eftir lögum og stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum. Hún er ekki kosin til þess og hefur enga heimild til þess,“ sagði Páll að endingu. Klippa: KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins
Fótbolti Íslenski boltinn KR KSÍ Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01 KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16 Framarar segja þetta „sorgardag í sögu fótboltans á Íslandi“ Fram situr eftir með sárt ennið í Lengjudeild karla eftir að KSÍ tilkynnti í dag að allt mótahald yrði blásið af vegna kórónuveirunnar. 30. október 2020 22:06 KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16 Guðni segir sátt hafa ríkt með 1. des viðmiðið þegar það var gefið út Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld að mikil sátt hefði ríkt með 1. desember viðmiðið þegar það var gefið út í sumar. Þá skilur hann gremju félaganna sem töpuðu á ákvörðun KSÍ. 31. október 2020 20:01 Fram og Magni taka undir með KR Stjórnir knattspyrnudeilda Fram og Magna hafa sent frá sér yfirlýsingu og líst yfir óánægju með ákvörðun KSÍ frá því í gær um að aflýsa mótinu. 31. október 2020 16:22 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50
Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48
Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01
KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16
Framarar segja þetta „sorgardag í sögu fótboltans á Íslandi“ Fram situr eftir með sárt ennið í Lengjudeild karla eftir að KSÍ tilkynnti í dag að allt mótahald yrði blásið af vegna kórónuveirunnar. 30. október 2020 22:06
KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16
Guðni segir sátt hafa ríkt með 1. des viðmiðið þegar það var gefið út Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld að mikil sátt hefði ríkt með 1. desember viðmiðið þegar það var gefið út í sumar. Þá skilur hann gremju félaganna sem töpuðu á ákvörðun KSÍ. 31. október 2020 20:01
Fram og Magni taka undir með KR Stjórnir knattspyrnudeilda Fram og Magna hafa sent frá sér yfirlýsingu og líst yfir óánægju með ákvörðun KSÍ frá því í gær um að aflýsa mótinu. 31. október 2020 16:22