„Peningaleysi er ekki skýringin“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 19:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. Vísir/Einar Árnason Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fylgjast grannt með stöðu mála á Landspítalaunum eftir að spítalinn var settur á neyðarstig. Helsti óttinn hafi ræst í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Hún segir að skort á starfsfólki sé ekki hægt að rekja til skorts á fjármagni í heilbrigðiskerfinu. „Kannski gerðist það akkúrat þarna sem við óttuðumst öll að gæti gerst og við sjáum það að þessi veira er lúmsk. Hún í raun og veru skýtur upp kollinum hvar sem er og þarna eiginlega þar sem síst skyldi, þar sem að viðkvæmasta fólkið okkar er statt. Þannig að það voru auðvitað mikil vonbrigði en ég treysti Landspítalanum vel til þess að fara í saumana á málinu og þessari atburðarás,“ sagði Svandís í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hún fylgist vel með stöðunni en það sé stórmál þegar Landspítalinn sé kominn á neyðarstig. „Það er ekki í raun og veru staða sem við höfum séð áður og það þýðir það að það taka við algjörlega ný nálgun á daglegan rekstur spítalans,“ segir Svandís. Forstjóri Landspítalans sagði í pistli sem birtist á heimasíðu Landspítalans á föstudaginn að mannekla sé ein helsta ástæðan fyrir því að ekki hafi verið hægt að hólfaskipta deildum á Landakoti. Svandís kveðst meðvituð um þann vanda sem fylgir manneklu. „Það er mjög alvarlegt og það er kannski nákvæmlega það sem er eitt af stærstu áskorununum okkar í íslenska heilbrigðiskerfinu, og ekki bara hér heldur líka í löndunum í kringum okkur, það eru mönnunarmálin. Ekki síst í stöðu eins og við erum í núna þegar það eru milli tvö og þrjú hundruð heilbrigðisstarfsmenn sem eru í sóttkví,“ segir Svandís. Það segi sig sjálft að erfitt sé að bregðast við slíku. Bakvarðasveitin vegi upp á móti en staðan sé engu að síður flókin. Hún ítrekaði þó að á Landakoti hafi verið unnið gott starf í þágu sýkingavarna og að starfsfólk þar sé vel meðvitað og hafi unnið gott starf í þeim efnum. „Ég vil bara senda þeim mínar bestu baráttukveðjur því ég veit að þar er fólk sem að virkilega vill gera vel,“ segir Svandís. „Það er alveg klárt að við vitum covid-19 kostar peninga og kostar það í öllu samfélaginu en ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Og við höfum sagt það mjög skýrt, við sem erum í ríkisstjórninni hvort sem það er ég eða fjármálaráðherra eða forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í heild, að þau útgjöld sem þarf að ráðast í vegna covid-19 þau verða bætt,“ sagði Svandís, spurð hvort segja mætti að ástæðu manneklu mætti rekja til fjársveltis í heilbrigðiskerfinu. „Peningaleysi er ekki skýringin,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fylgjast grannt með stöðu mála á Landspítalaunum eftir að spítalinn var settur á neyðarstig. Helsti óttinn hafi ræst í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Hún segir að skort á starfsfólki sé ekki hægt að rekja til skorts á fjármagni í heilbrigðiskerfinu. „Kannski gerðist það akkúrat þarna sem við óttuðumst öll að gæti gerst og við sjáum það að þessi veira er lúmsk. Hún í raun og veru skýtur upp kollinum hvar sem er og þarna eiginlega þar sem síst skyldi, þar sem að viðkvæmasta fólkið okkar er statt. Þannig að það voru auðvitað mikil vonbrigði en ég treysti Landspítalanum vel til þess að fara í saumana á málinu og þessari atburðarás,“ sagði Svandís í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hún fylgist vel með stöðunni en það sé stórmál þegar Landspítalinn sé kominn á neyðarstig. „Það er ekki í raun og veru staða sem við höfum séð áður og það þýðir það að það taka við algjörlega ný nálgun á daglegan rekstur spítalans,“ segir Svandís. Forstjóri Landspítalans sagði í pistli sem birtist á heimasíðu Landspítalans á föstudaginn að mannekla sé ein helsta ástæðan fyrir því að ekki hafi verið hægt að hólfaskipta deildum á Landakoti. Svandís kveðst meðvituð um þann vanda sem fylgir manneklu. „Það er mjög alvarlegt og það er kannski nákvæmlega það sem er eitt af stærstu áskorununum okkar í íslenska heilbrigðiskerfinu, og ekki bara hér heldur líka í löndunum í kringum okkur, það eru mönnunarmálin. Ekki síst í stöðu eins og við erum í núna þegar það eru milli tvö og þrjú hundruð heilbrigðisstarfsmenn sem eru í sóttkví,“ segir Svandís. Það segi sig sjálft að erfitt sé að bregðast við slíku. Bakvarðasveitin vegi upp á móti en staðan sé engu að síður flókin. Hún ítrekaði þó að á Landakoti hafi verið unnið gott starf í þágu sýkingavarna og að starfsfólk þar sé vel meðvitað og hafi unnið gott starf í þeim efnum. „Ég vil bara senda þeim mínar bestu baráttukveðjur því ég veit að þar er fólk sem að virkilega vill gera vel,“ segir Svandís. „Það er alveg klárt að við vitum covid-19 kostar peninga og kostar það í öllu samfélaginu en ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Og við höfum sagt það mjög skýrt, við sem erum í ríkisstjórninni hvort sem það er ég eða fjármálaráðherra eða forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í heild, að þau útgjöld sem þarf að ráðast í vegna covid-19 þau verða bætt,“ sagði Svandís, spurð hvort segja mætti að ástæðu manneklu mætti rekja til fjársveltis í heilbrigðiskerfinu. „Peningaleysi er ekki skýringin,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira