Reyna að afstýra stórslysi í heilbrigðiskerfinu með fjögurra vikna útgöngubanni Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 22:45 Boris Johnson sagði engan ábyrgan forsætisráðherra geta litið fram hjá þeirri stöðu sem nú væri uppi. Getty/Alberto Pezzali-Pool Útgöngubann tekur gildi í Bretlandi á fimmtudag og stendur til að minnsta kosti 2. desember næstkomandi. Boris Johnson forsætisráðherra sagði nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða til þess að koma í veg fyrir „læknisfræðilegt og siðferðilegt stórslys“ í heilbrigðiskerfinu. Illa færi ef ekkert yrði að gert. „Miðað við þá gífurlegu fjölgun sjúklinga, sem eru engan veginn allir aldraðir, myndu læknar og hjúkrunarfræðingar neyðast til þess að velja hvaða sjúklingum ætti að sinna. Hverjir ættu að fá öndunarvél og hverjir ekki. Hverjir fengju að lifa, og hverjir myndu deyja,“ sagði Johnson á blaðamannafundi í dag. Að hans mati gæti enginn ábyrgur forsætisráðherra litið fram hjá þeirri alvarlegu stöðu sem væri uppi, enda væri það óhugnanleg staða að þurfa að velja hvort sinna ætti þeim sem væru veikir vegna kórónuveirunnar og þeim sem glímdu við önnur veikindi. Ef faraldurinn héldi áfram að þróast í sömu átt myndu hundruð þúsunda, og mögulega milljónir, eiga í hættu á að fá ekki nauðsynlega læknisþjónustu. „Þá er hætta á því að í fyrsta skipti í okkar lífstíð myndi heilbrigðiskerfið ekki vera til staðar fyrir okkur og fjölskyldur okkar.“ “Doctors and nurses would be forced to choose between saving Covid patients and non-Covid patients”Prime Minister Boris Johnson says without the national lockdown “the risk is, for the first time in our lives, the NHS will not be there for us”https://t.co/XQtxCRfWaw pic.twitter.com/dzmtI3mWNq— BBC News (UK) (@BBCNews) October 31, 2020 Hættulegast að hundsa veiruna Johnson beindi orðum sínum að efasemdaröddum samfélagsins og sagði nauðsynlegt að bregðast við með réttum hætti. Það væri ekki ógn við heilsu þjóðarinnar að einblína um of á veiruna, heldur væri hin raunverulega hætta fólgin í því að missa tökin. „Svo núna er tíminn til þess að grípa til aðgerða því það er enginn annar valkostur. Frá fimmtudeginum og fram til byrjun desembermánaðar, þá verðið þið að halda ykkur heima.“ Ólíkt því sem var í vor verða skólar opnir. Þá má fólk fara til vinnu ef fjarvinna er ekki möguleiki og fólki er heimilt að stunda líkamsrækt utandyra með fjölskyldumeðlimum eða einni annarri manneskju af öðru heimili. Læknisheimsóknir verða leyfðar og fólk má fara í matvöruverslanir til þess að versla nauðsynjavörur. Krám, skemmtistöðum og veitingastöðum verður gert að loka en mega þó bjóða upp á heimsendingu og selja mat sem tekinn er með heim. Bretar fylgdust með blaðamannafundi dagsins, enda lá fyrir að hertar aðgerðir yrðu kynntar til sögunnar.Getty/Peter Summers Vilja að fjölskyldur geti haldið jól saman Fjöldi staðfestra smita í Bretlandi fór í dag yfir milljón. Tæplega 22 þúsund smit voru staðfest í dag og hefur þeim fjölgað ört undanfarna daga með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið. Ráðgjafar ríkisstjórnarinnar höfðu tilkynnt þeim að núverandi þróun væri nú farin fram úr þeirra svörtustu spám. Þrátt fyrir erfiða stöðu vonast forsætisráðherrann til þess að yfirvöld geti gripið til tilslakana í desembermánuði. Hann varaði þó landsmenn við því að jólin yrði mjög frábrugðin því sem þeir væru vanir, en aðgerðirnar miðuðu að því að fjölskyldur gætu komið saman yfir hátíðirnar. Án aðgerða gæti fjöldi látinna á Bretlandseyjum náð 4 þúsund á einum degi samkvæmt spálíkönum, sem BBC vitnar í. Það er þó svartasta spáin, en flest þeirra gera ráð fyrir að um tvö þúsund gætu dáið daglega. Þegar fyrsta bylgjan var sem verst í Bretlandi í vor létust meira en þúsund á hverjum degi. Sérfræðingar fóru yfir þróunina og mögulegar sviðsmyndir á blaðamannafundi dagsins.Getty/Alberto Pezzali-Pool „Við munum komast í gegnum þetta“ Johnson ítrekaði hversu leitt honum þætti að grípa til þessara aðgerða. Þær myndu fyrirsjáanlega hafa verulega neikvæð áhrif á fyrirtæki en til þess að bregðast við því hefðu stjórnvöld ákveðið að framlengja úrræði sem líkist hlutabótaleiðinni, þar sem 80 prósent launa starfsmanna eru greidd af ríkinu „Við munum komast í gegnum þetta, en við verðum að bregðast við núna til þess að ná tökum á þessari haustmánaðafjölgun,“ sagði Johnson en bætti þó við að þessar aðgerðir væru ekki jafn strangar og í vor. „En frá og með fimmtudeginum eru grunnskilaboðin þau sömu: Höldum okkur heima. Verndum heilbrigðiskerfið. Björgum lífum.“ Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris boðar til blaðamannafundar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til blaðamannafundar nú síðdegis þar sem líklegt þykir að hann boði hertari aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins 31. október 2020 16:24 Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44 Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Útgöngubann tekur gildi í Bretlandi á fimmtudag og stendur til að minnsta kosti 2. desember næstkomandi. Boris Johnson forsætisráðherra sagði nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða til þess að koma í veg fyrir „læknisfræðilegt og siðferðilegt stórslys“ í heilbrigðiskerfinu. Illa færi ef ekkert yrði að gert. „Miðað við þá gífurlegu fjölgun sjúklinga, sem eru engan veginn allir aldraðir, myndu læknar og hjúkrunarfræðingar neyðast til þess að velja hvaða sjúklingum ætti að sinna. Hverjir ættu að fá öndunarvél og hverjir ekki. Hverjir fengju að lifa, og hverjir myndu deyja,“ sagði Johnson á blaðamannafundi í dag. Að hans mati gæti enginn ábyrgur forsætisráðherra litið fram hjá þeirri alvarlegu stöðu sem væri uppi, enda væri það óhugnanleg staða að þurfa að velja hvort sinna ætti þeim sem væru veikir vegna kórónuveirunnar og þeim sem glímdu við önnur veikindi. Ef faraldurinn héldi áfram að þróast í sömu átt myndu hundruð þúsunda, og mögulega milljónir, eiga í hættu á að fá ekki nauðsynlega læknisþjónustu. „Þá er hætta á því að í fyrsta skipti í okkar lífstíð myndi heilbrigðiskerfið ekki vera til staðar fyrir okkur og fjölskyldur okkar.“ “Doctors and nurses would be forced to choose between saving Covid patients and non-Covid patients”Prime Minister Boris Johnson says without the national lockdown “the risk is, for the first time in our lives, the NHS will not be there for us”https://t.co/XQtxCRfWaw pic.twitter.com/dzmtI3mWNq— BBC News (UK) (@BBCNews) October 31, 2020 Hættulegast að hundsa veiruna Johnson beindi orðum sínum að efasemdaröddum samfélagsins og sagði nauðsynlegt að bregðast við með réttum hætti. Það væri ekki ógn við heilsu þjóðarinnar að einblína um of á veiruna, heldur væri hin raunverulega hætta fólgin í því að missa tökin. „Svo núna er tíminn til þess að grípa til aðgerða því það er enginn annar valkostur. Frá fimmtudeginum og fram til byrjun desembermánaðar, þá verðið þið að halda ykkur heima.“ Ólíkt því sem var í vor verða skólar opnir. Þá má fólk fara til vinnu ef fjarvinna er ekki möguleiki og fólki er heimilt að stunda líkamsrækt utandyra með fjölskyldumeðlimum eða einni annarri manneskju af öðru heimili. Læknisheimsóknir verða leyfðar og fólk má fara í matvöruverslanir til þess að versla nauðsynjavörur. Krám, skemmtistöðum og veitingastöðum verður gert að loka en mega þó bjóða upp á heimsendingu og selja mat sem tekinn er með heim. Bretar fylgdust með blaðamannafundi dagsins, enda lá fyrir að hertar aðgerðir yrðu kynntar til sögunnar.Getty/Peter Summers Vilja að fjölskyldur geti haldið jól saman Fjöldi staðfestra smita í Bretlandi fór í dag yfir milljón. Tæplega 22 þúsund smit voru staðfest í dag og hefur þeim fjölgað ört undanfarna daga með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið. Ráðgjafar ríkisstjórnarinnar höfðu tilkynnt þeim að núverandi þróun væri nú farin fram úr þeirra svörtustu spám. Þrátt fyrir erfiða stöðu vonast forsætisráðherrann til þess að yfirvöld geti gripið til tilslakana í desembermánuði. Hann varaði þó landsmenn við því að jólin yrði mjög frábrugðin því sem þeir væru vanir, en aðgerðirnar miðuðu að því að fjölskyldur gætu komið saman yfir hátíðirnar. Án aðgerða gæti fjöldi látinna á Bretlandseyjum náð 4 þúsund á einum degi samkvæmt spálíkönum, sem BBC vitnar í. Það er þó svartasta spáin, en flest þeirra gera ráð fyrir að um tvö þúsund gætu dáið daglega. Þegar fyrsta bylgjan var sem verst í Bretlandi í vor létust meira en þúsund á hverjum degi. Sérfræðingar fóru yfir þróunina og mögulegar sviðsmyndir á blaðamannafundi dagsins.Getty/Alberto Pezzali-Pool „Við munum komast í gegnum þetta“ Johnson ítrekaði hversu leitt honum þætti að grípa til þessara aðgerða. Þær myndu fyrirsjáanlega hafa verulega neikvæð áhrif á fyrirtæki en til þess að bregðast við því hefðu stjórnvöld ákveðið að framlengja úrræði sem líkist hlutabótaleiðinni, þar sem 80 prósent launa starfsmanna eru greidd af ríkinu „Við munum komast í gegnum þetta, en við verðum að bregðast við núna til þess að ná tökum á þessari haustmánaðafjölgun,“ sagði Johnson en bætti þó við að þessar aðgerðir væru ekki jafn strangar og í vor. „En frá og með fimmtudeginum eru grunnskilaboðin þau sömu: Höldum okkur heima. Verndum heilbrigðiskerfið. Björgum lífum.“ Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris boðar til blaðamannafundar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til blaðamannafundar nú síðdegis þar sem líklegt þykir að hann boði hertari aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins 31. október 2020 16:24 Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44 Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Boris boðar til blaðamannafundar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til blaðamannafundar nú síðdegis þar sem líklegt þykir að hann boði hertari aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins 31. október 2020 16:24
Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44
Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32