Vaktin: Hertar aðgerðir kynntar í Hörpu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2020 10:05 Ráðherrabílar lagðir fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun. Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan níu, hálftíma fyrr en vanalega, þar sem minnisblað sóttvarnalæknis er á dagskrá. Vísir/vilhelm Áframhaldandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar verða kynntar í dag en boðað hefur verið að þær verði hertar frá því sem nú er. Fylgst verður með framvindu dagsins í beinni útsendingu hér á Vísi. Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku frá honum í heild sinni. Helstu aðgerðir sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti á blaðamannafundinum og taka munu gildi strax á miðnætti eru þessar: Þyngst vegur það að samkomutakmarkanir fara úr tuttugu manns í tíu. Áfram gildir tveggja metra regla og aukin áhersla verður á grímunotkun. Krár og skemmtistaðir verða lokaðir, sundlaugar verða lokaðar, íþróttastarf leggst af og börn fædd 2015 og seinna eru undanskilin tveggja metra reglu, fjöldatakmarkanir og grímuskyldu. Gert er ráð fyrir að fleiri en tíu megi koma saman í matvöruverslunum og apótekum en í öðrum verslunum eru tíu manna takmörk. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en þar verði einhverjar takmarkanir. Þær verði kynntar um helgina. Þá hafi ríkisstjórnin stóraukið fjárframlög til menntakerfisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki hafi verið erfitt að ná samstöðu um aðgerðirnar. Hún bendir á að á fundinum hafi verið ræddar frekari efnahagsaðgerðir vegna faraldursins, til dæmis útvíkkun á tekjufallsstyrkjum og styrki til íþróttahreyfingarinnar. Fundur ríkisstjórnarinnar hófst klukkan níu í morgun í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tillögu að aðgerðum er á dagskrá. Þórólfur sagðist eftir blaðamannafundinn í Hörpu bjartsýnn á að aðgerðirnar beri árangur eftir eina til tvær vikur, taki allir þátt. Fylgst var með helstu tíðindum dagsins í vaktinni hér fyrir neðan.
Áframhaldandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar verða kynntar í dag en boðað hefur verið að þær verði hertar frá því sem nú er. Fylgst verður með framvindu dagsins í beinni útsendingu hér á Vísi. Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku frá honum í heild sinni. Helstu aðgerðir sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti á blaðamannafundinum og taka munu gildi strax á miðnætti eru þessar: Þyngst vegur það að samkomutakmarkanir fara úr tuttugu manns í tíu. Áfram gildir tveggja metra regla og aukin áhersla verður á grímunotkun. Krár og skemmtistaðir verða lokaðir, sundlaugar verða lokaðar, íþróttastarf leggst af og börn fædd 2015 og seinna eru undanskilin tveggja metra reglu, fjöldatakmarkanir og grímuskyldu. Gert er ráð fyrir að fleiri en tíu megi koma saman í matvöruverslunum og apótekum en í öðrum verslunum eru tíu manna takmörk. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en þar verði einhverjar takmarkanir. Þær verði kynntar um helgina. Þá hafi ríkisstjórnin stóraukið fjárframlög til menntakerfisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki hafi verið erfitt að ná samstöðu um aðgerðirnar. Hún bendir á að á fundinum hafi verið ræddar frekari efnahagsaðgerðir vegna faraldursins, til dæmis útvíkkun á tekjufallsstyrkjum og styrki til íþróttahreyfingarinnar. Fundur ríkisstjórnarinnar hófst klukkan níu í morgun í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tillögu að aðgerðum er á dagskrá. Þórólfur sagðist eftir blaðamannafundinn í Hörpu bjartsýnn á að aðgerðirnar beri árangur eftir eina til tvær vikur, taki allir þátt. Fylgst var með helstu tíðindum dagsins í vaktinni hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira