Ísland á tvo markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 10:00 Landsliðsmennirnir Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru að gera góða hluti í þýsku deildinni en næstu leikur þeirra verður í íslenska landsliðsbúningnum. Getty/Samsett Íslensku landsliðsmennirnir Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru í dag í efstu tveimur sætunum á listanum yfir markahæstu leikmenn þýsku bundesligunnar í handbolta. Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson voru báðir markahæstir hjá sínum liðum í gærkvöldi. Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk fyrir TVB Stuttgart í 30-24 heimasigri á hans gamla félagi DHfK Leipzig. Bjarki Már Elísson skoraði líka sjö mörk þegar lið hans TBV Lemgo gerði 28-29 jafntefli við Göppingen á útivelli. Viggó Kristjánsson er markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 44 mörk í 6 leikjum eða 7,3 mörk að meðaltali í leik. Hann hefur tveggja marka forskot á Bjarka sem hefur einnig spilað sex leiki. Það eru síðan þrjú mörk í Svíann Niclas Ekberg sem á leiki inni á íslensku strákanna. Viggó Kristjánsson hefur nýtt 63,8 prósent skota sinna en 17 af 44 mörkum hans hafa komið af vítalínunni. Hann hefur síðan skorað 20 mörk með langskotum og 4 mörk úr hraðaupphlaupum. Viggó hefur nýtt 94 prósent af vítaskotum sínum. View this post on Instagram Guten Morgen! Unsere Torschützen von gestern Abend: Bjarki (7/1), Tim (6), Jonathan (5), Bobby (4), Ceder (4), Andrej (1) und Isa (1). Jürgen Weber #tbvlemgolippe #tbv #lemgo #lippe #handball #bundesliga #liquimolyhbl #tor #tore #GemeinsamStark A post shared by TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgo1911) on Oct 30, 2020 at 12:07am PDT Bjarki Már Elísson hefur nýtt 66,7 prósent skota sinna og aðeins 7 af 42 mörkum hans hafa komið af vítalínunni. Bjarki hefur skorað langflest hraðaupphlaupsmörk í deildinni eða tuttugu en hann er síðan með 9 mörk úr horni, 3 mörk af línu og 2 með langskotum. Bjarki þarf að bæta vítanýtingu sína en hún er aðeins 53,8% prósent í fyrstu sex umferðunum og Bjarki væri væntanlega markahæstur með betri vítanýtingu. Bjarki Már varð markakóngur þýsku deildarinnar í fyrra en hann skoraði þá 216 mörk í 27 leikjum. Sigurður Valur Sveinsson (1984-85) og Guðjón Valur Sigurðsson (2005-06) hafa einnig náð því að verða markakóngar deildarinnar. Næst á dagskrá hjá þeim félögum er að ferðast heim til Íslands til að spila með íslenska landsliðinu á móti Litháen í undankeppni EM. Sá leikur fer fram í næstu viku. View this post on Instagram @kristjansson73 freut sich über den ersten Heimsieg in der neuen Saison und @schesni22 spricht unter anderem über die Rückkehr in seine alte Wirkungsstätte. #stimmen #voices #sieg #win #handball #bundesliga #gostuttgart A post shared by TVB Stuttgart (@tvbstuttgart) on Oct 7, 2020 at 12:31pm PDT Þýski handboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru í dag í efstu tveimur sætunum á listanum yfir markahæstu leikmenn þýsku bundesligunnar í handbolta. Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson voru báðir markahæstir hjá sínum liðum í gærkvöldi. Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk fyrir TVB Stuttgart í 30-24 heimasigri á hans gamla félagi DHfK Leipzig. Bjarki Már Elísson skoraði líka sjö mörk þegar lið hans TBV Lemgo gerði 28-29 jafntefli við Göppingen á útivelli. Viggó Kristjánsson er markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 44 mörk í 6 leikjum eða 7,3 mörk að meðaltali í leik. Hann hefur tveggja marka forskot á Bjarka sem hefur einnig spilað sex leiki. Það eru síðan þrjú mörk í Svíann Niclas Ekberg sem á leiki inni á íslensku strákanna. Viggó Kristjánsson hefur nýtt 63,8 prósent skota sinna en 17 af 44 mörkum hans hafa komið af vítalínunni. Hann hefur síðan skorað 20 mörk með langskotum og 4 mörk úr hraðaupphlaupum. Viggó hefur nýtt 94 prósent af vítaskotum sínum. View this post on Instagram Guten Morgen! Unsere Torschützen von gestern Abend: Bjarki (7/1), Tim (6), Jonathan (5), Bobby (4), Ceder (4), Andrej (1) und Isa (1). Jürgen Weber #tbvlemgolippe #tbv #lemgo #lippe #handball #bundesliga #liquimolyhbl #tor #tore #GemeinsamStark A post shared by TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgo1911) on Oct 30, 2020 at 12:07am PDT Bjarki Már Elísson hefur nýtt 66,7 prósent skota sinna og aðeins 7 af 42 mörkum hans hafa komið af vítalínunni. Bjarki hefur skorað langflest hraðaupphlaupsmörk í deildinni eða tuttugu en hann er síðan með 9 mörk úr horni, 3 mörk af línu og 2 með langskotum. Bjarki þarf að bæta vítanýtingu sína en hún er aðeins 53,8% prósent í fyrstu sex umferðunum og Bjarki væri væntanlega markahæstur með betri vítanýtingu. Bjarki Már varð markakóngur þýsku deildarinnar í fyrra en hann skoraði þá 216 mörk í 27 leikjum. Sigurður Valur Sveinsson (1984-85) og Guðjón Valur Sigurðsson (2005-06) hafa einnig náð því að verða markakóngar deildarinnar. Næst á dagskrá hjá þeim félögum er að ferðast heim til Íslands til að spila með íslenska landsliðinu á móti Litháen í undankeppni EM. Sá leikur fer fram í næstu viku. View this post on Instagram @kristjansson73 freut sich über den ersten Heimsieg in der neuen Saison und @schesni22 spricht unter anderem über die Rückkehr in seine alte Wirkungsstätte. #stimmen #voices #sieg #win #handball #bundesliga #gostuttgart A post shared by TVB Stuttgart (@tvbstuttgart) on Oct 7, 2020 at 12:31pm PDT
Þýski handboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira