Áfengisneysla aldraða og úrræðaleysi Aníta Runólfsdóttir skrifar 27. október 2020 09:30 Við lifum á tímum þar sem heilbrigðisþjónustan okkar er undir miklu álagi. Við erum að kljást við heimsfaraldur. Þrátt fyrir þessa erfiðu tíma þá hættir öldruðum ekki að veikjast. Ég hef komist að því að aldraðir sem glíma við vímuefnavanda standa höllum fæti í samfélaginu. Heilbrigðiskerfið okkar grípur þessa einstaklinga ekki. Við lifum á tímum þar sem gert er ráð fyrir að aldraðir einstaklingar sem ánetjast vímuefnum á eldri árum eigi langa sögu innan kerfisins. Þegar sannleikurinn er sá að það eru einstaklingar sem eiga við vímuefnavanda að etja og leita sér ekki aðstoðar fyrr en vandinn er orðin djúpstæður og farin að draga dilk á eftir sér. Jafnvel er einstaklingurinn farin að vera sjálfum sér og öðrum til ama. Hvað er til ráða? Ekkert. Hann er ekki tilbúinn til að hætta, vill það ekki en langar heldur ekki að líða svona ílla. Hann mætir til heimilislæknis sem vísar málinu áfram til öldrunarlækninga þar sem sálræn líðan er farin að líða fyrir lífernið. Þar fær hann neitun um áframhaldandi stuðning fyrr en hann hefur verið þurr í þrjá mánuði. Það gengur ekki upp. Óraunhæft með öllu. Aðstandendur leita ráða og eina sem í boði er, að sækja um á sjúkrahúsinu Vogi í afeitrun. En einstaklingurinn vill ekki afeitrun. Hann vill stuðning. Stuðning við að lifa af. Það vantar heildræna nálgun, meira utanumhald og stuðning fyrir aldraða einstaklinga sem eru í raunverulegri hættu vegna einangrunar og vanlíðunnar. Lausnin væri að efla geðheilbrigðiskerfið fyrir aldraða, sama hvort vandamálið kemur upp snemma eða seint á lífsleiðinni. Við eigum öll rétt á sömu þjónustu. Við þurfum að horfast í augun við að þetta er nútíminn. Höfundur er sjúkraliði, félagsráðgjafanemi og aðstandendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Eldri borgarar Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem heilbrigðisþjónustan okkar er undir miklu álagi. Við erum að kljást við heimsfaraldur. Þrátt fyrir þessa erfiðu tíma þá hættir öldruðum ekki að veikjast. Ég hef komist að því að aldraðir sem glíma við vímuefnavanda standa höllum fæti í samfélaginu. Heilbrigðiskerfið okkar grípur þessa einstaklinga ekki. Við lifum á tímum þar sem gert er ráð fyrir að aldraðir einstaklingar sem ánetjast vímuefnum á eldri árum eigi langa sögu innan kerfisins. Þegar sannleikurinn er sá að það eru einstaklingar sem eiga við vímuefnavanda að etja og leita sér ekki aðstoðar fyrr en vandinn er orðin djúpstæður og farin að draga dilk á eftir sér. Jafnvel er einstaklingurinn farin að vera sjálfum sér og öðrum til ama. Hvað er til ráða? Ekkert. Hann er ekki tilbúinn til að hætta, vill það ekki en langar heldur ekki að líða svona ílla. Hann mætir til heimilislæknis sem vísar málinu áfram til öldrunarlækninga þar sem sálræn líðan er farin að líða fyrir lífernið. Þar fær hann neitun um áframhaldandi stuðning fyrr en hann hefur verið þurr í þrjá mánuði. Það gengur ekki upp. Óraunhæft með öllu. Aðstandendur leita ráða og eina sem í boði er, að sækja um á sjúkrahúsinu Vogi í afeitrun. En einstaklingurinn vill ekki afeitrun. Hann vill stuðning. Stuðning við að lifa af. Það vantar heildræna nálgun, meira utanumhald og stuðning fyrir aldraða einstaklinga sem eru í raunverulegri hættu vegna einangrunar og vanlíðunnar. Lausnin væri að efla geðheilbrigðiskerfið fyrir aldraða, sama hvort vandamálið kemur upp snemma eða seint á lífsleiðinni. Við eigum öll rétt á sömu þjónustu. Við þurfum að horfast í augun við að þetta er nútíminn. Höfundur er sjúkraliði, félagsráðgjafanemi og aðstandendi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar