Ronald Koeman um VAR: Bara notað til að dæma gegn Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 10:31 Ronald Koeman á hliðarlínunni í leik Barcelona og Real Madrid um helgina. AP/Joan Monfort Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, var mjög ósáttur með vítið sem Varsjáin gaf Real Madrid í El Clasico um helgina. Real Madrid vann leikinn 3-1. Lykilatriði í leiknum var þegar Sergio Ramos fékk og skoraði úr vítaspyrnu sem kom Real Madrid yfir í 2-1. Dómarinn sá ekki brotið en það var tekið fyrir af myndbandadómurum. Þeir dæmdu að Clement Lenglet hefði togað í treyju Sergio Ramos og Real Madrid fékk víti sem Ramos skoraði úr sjálfur af öryggi. Barcelona vildi tvisvar sinnum fá vítaspyrnu en ekkert var dæmdi, hvorki af dómara leiksins eða Varsjánni. „Ég skil ekki VAR. Ég held að það sé bara notað til að dæma gegn Barcelona,“ sagði Ronald Koeman fúll eftir leikinn en BBC segir frá. Hér fyrir neðan má sjá það sem Barcelona setti inn á Twitter síðu sína þar sem Koeman var að tala um dómarann. Ronald Koeman speaks about the VAR pic.twitter.com/TThcUzzsGD— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 24, 2020 Barcelona liðið hefur aðeins náð í sjö stig úr fyrstu fimm leikjum sínum sem þykir ekki gott á þeim bænum en Ronald Koeman er á sínu fyrsta tímabili með liðið. „Það er alltaf svona peysutog í gangi í teignum og mér fannst Ramos brjóta fyrst á Lenglet. Það var vissulega peysutog en ekki svo mikið að hann þyrfti að falla í jörðina eins og hann gerði. Að mínu mati þá var þetta ekki vítaspyrna,“ sagði Koeman. „Við erum búnir að spila fimm leiki og VAR hefur bara verið notað gegn okkur. Það hefur aldrei neitt fallið með okkur,“ sagði Koeman. „Þessi ákvörðun hefur risa áhrif á niðurstöðu leiksins því við vorum að spila vel fram að vítaspyrnudómnum,“ sagði Koeman. Sergio Ramos gaf lítið fyrir þá skoðun hollenska knattspyrnustjórans. „Þetta var augljós vítaspyrna. Hann hélt í treyjuna mína þegar ég var að hoppa upp í boltann. Þetta gæti ekki verið augljósara. Það er ósanngjarnt að gagnrýna dómarann fyrir svona pottþétta ákvörðun,“ sagði Sergio Ramos. Real Madrid náði sex stiga forystu á Barcelona með þessum sigri en Real liðið er í öðru sæti deildarinnar einu stigi á eftir Real Sociedad. Spænski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Sjá meira
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, var mjög ósáttur með vítið sem Varsjáin gaf Real Madrid í El Clasico um helgina. Real Madrid vann leikinn 3-1. Lykilatriði í leiknum var þegar Sergio Ramos fékk og skoraði úr vítaspyrnu sem kom Real Madrid yfir í 2-1. Dómarinn sá ekki brotið en það var tekið fyrir af myndbandadómurum. Þeir dæmdu að Clement Lenglet hefði togað í treyju Sergio Ramos og Real Madrid fékk víti sem Ramos skoraði úr sjálfur af öryggi. Barcelona vildi tvisvar sinnum fá vítaspyrnu en ekkert var dæmdi, hvorki af dómara leiksins eða Varsjánni. „Ég skil ekki VAR. Ég held að það sé bara notað til að dæma gegn Barcelona,“ sagði Ronald Koeman fúll eftir leikinn en BBC segir frá. Hér fyrir neðan má sjá það sem Barcelona setti inn á Twitter síðu sína þar sem Koeman var að tala um dómarann. Ronald Koeman speaks about the VAR pic.twitter.com/TThcUzzsGD— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 24, 2020 Barcelona liðið hefur aðeins náð í sjö stig úr fyrstu fimm leikjum sínum sem þykir ekki gott á þeim bænum en Ronald Koeman er á sínu fyrsta tímabili með liðið. „Það er alltaf svona peysutog í gangi í teignum og mér fannst Ramos brjóta fyrst á Lenglet. Það var vissulega peysutog en ekki svo mikið að hann þyrfti að falla í jörðina eins og hann gerði. Að mínu mati þá var þetta ekki vítaspyrna,“ sagði Koeman. „Við erum búnir að spila fimm leiki og VAR hefur bara verið notað gegn okkur. Það hefur aldrei neitt fallið með okkur,“ sagði Koeman. „Þessi ákvörðun hefur risa áhrif á niðurstöðu leiksins því við vorum að spila vel fram að vítaspyrnudómnum,“ sagði Koeman. Sergio Ramos gaf lítið fyrir þá skoðun hollenska knattspyrnustjórans. „Þetta var augljós vítaspyrna. Hann hélt í treyjuna mína þegar ég var að hoppa upp í boltann. Þetta gæti ekki verið augljósara. Það er ósanngjarnt að gagnrýna dómarann fyrir svona pottþétta ákvörðun,“ sagði Sergio Ramos. Real Madrid náði sex stiga forystu á Barcelona með þessum sigri en Real liðið er í öðru sæti deildarinnar einu stigi á eftir Real Sociedad.
Spænski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Sjá meira