Vill virkja eineltisráð betur og auka sýnileika þess Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. október 2020 06:35 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, vill leggja aukna áherslu á eineltismál innan ráðuneytisins. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, menntamálráðherra, ætlar að leggja aukna áherslu á eineltismál innan menntamálaráðuneytisins og virkja eineltisráð betur. Þá sé hún sem menntamálaráðherra ósátt við að barn þurfi að hætta í skólanum sínum vegna eineltis. Einelti sé mikil meinsemd og geti haft langtímaáhrif á framtíð fólks. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við ráðherra. Umræða um eineltismál hefur verið mikil undanfarna daga eftir að Sigríður Elín Ásmundsdóttir, móðir drengs í 6. bekk í Sjálandsskóla, lýsti alvarlegu einelti sem sonur hennar varð fyrir í skólanum. Sigríður brá á það ráð að taka son sinn úr Sjálandsskóla. Fram kemur í Morgunblaðinu að Lilja hafi sett sig í samband við Sigríði. Þá hafi hún einnig rætt við forráðamenn í Sjálandsskóla. Auk þess að virkja betur fagráð eineltismála verður farið í aðgerðir í samvinnu við Vöndu Sigurgeirsdóttur, lektor við Háskóla Íslands, en hún hefur sérhæft sig í málaflokknum. Hlutverk eineltisráðsins er að veita skólasamfélaginu stuðning vegna eineltismála með leiðbeiningum, ráðgjöf og upplýsingagjöf. Þá er hægt að vísa málum þangað ef ekki tekst að leysa eineltismál á fullnægjandi hátt innan skólans eða sveitarfélagsins, eða vegna meints aðgerðarleysis sömu aðila. Eineltisráðið kom ekki að fyrrnefndu máli í Sjálandsskóla. Lilja segir að auka þurfi sýnileika ráðsins og kynna það betur. Til standi að gera það. „Ég vil að við getum styrkt kerfið okkar þannig að þessi mál fari í betri farveg. Við höfum sett á fót fagráð eineltismála inni í menntamálastofnun og þegar málin eru komin í öngstræti þá þarf fagráðið að koma að málinu. Mig langar að þróa þennan feril betur í samvinnu við skólasamfélagið og við foreldrasamfélagið,“ segir Lilja í Morgunblaðinu í dag. Skóla - og menntamál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálráðherra, ætlar að leggja aukna áherslu á eineltismál innan menntamálaráðuneytisins og virkja eineltisráð betur. Þá sé hún sem menntamálaráðherra ósátt við að barn þurfi að hætta í skólanum sínum vegna eineltis. Einelti sé mikil meinsemd og geti haft langtímaáhrif á framtíð fólks. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við ráðherra. Umræða um eineltismál hefur verið mikil undanfarna daga eftir að Sigríður Elín Ásmundsdóttir, móðir drengs í 6. bekk í Sjálandsskóla, lýsti alvarlegu einelti sem sonur hennar varð fyrir í skólanum. Sigríður brá á það ráð að taka son sinn úr Sjálandsskóla. Fram kemur í Morgunblaðinu að Lilja hafi sett sig í samband við Sigríði. Þá hafi hún einnig rætt við forráðamenn í Sjálandsskóla. Auk þess að virkja betur fagráð eineltismála verður farið í aðgerðir í samvinnu við Vöndu Sigurgeirsdóttur, lektor við Háskóla Íslands, en hún hefur sérhæft sig í málaflokknum. Hlutverk eineltisráðsins er að veita skólasamfélaginu stuðning vegna eineltismála með leiðbeiningum, ráðgjöf og upplýsingagjöf. Þá er hægt að vísa málum þangað ef ekki tekst að leysa eineltismál á fullnægjandi hátt innan skólans eða sveitarfélagsins, eða vegna meints aðgerðarleysis sömu aðila. Eineltisráðið kom ekki að fyrrnefndu máli í Sjálandsskóla. Lilja segir að auka þurfi sýnileika ráðsins og kynna það betur. Til standi að gera það. „Ég vil að við getum styrkt kerfið okkar þannig að þessi mál fari í betri farveg. Við höfum sett á fót fagráð eineltismála inni í menntamálastofnun og þegar málin eru komin í öngstræti þá þarf fagráðið að koma að málinu. Mig langar að þróa þennan feril betur í samvinnu við skólasamfélagið og við foreldrasamfélagið,“ segir Lilja í Morgunblaðinu í dag.
Skóla - og menntamál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira