Hjúkrunarfræðinemum hópað saman í próf þrátt fyrir neyðarstig: „Þetta er alveg út í hött og mjög óábyrgt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2020 20:59 Rakel Sif Magnúsdóttir er hjúkrunarfræðinemi á fjórða ári. Hún segir það afar óábyrt af hjúkrunarfræðideild að hópa saman nemendum í fyrramálið vegna prófs og minnir á að flestir vinni þeir á Landspítalanum sem er kominn á neyðarstig vegna faraldurs kórónuveirunnar. AÐSEND Á morgun munu tæplega hundrað hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands þreyta próf í lyfja- og vökvaútreikningum í húsakynnum Eirbergs. Rakel Sif Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðinemi á fjórða ári, er ein þeirra sem mun þreyta prófið á morgun. „Þetta er alveg út í hött og mjög óábyrgt af hjúkrunarfræðideild. Ég vil ekki eiga á hættu á að bera inn smit á spítalann þar sem ég vinn með fólki í áhættuhópi,” sagði Rakel Sif Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðinemi. Hún minnir á að flestir hjúkrunarfræðinemar starfi á Landspítalanum eða á hjúkrunarheimilum. Rakel segir að nemendur hafi ítrekað óskað eftir því að prófið fari fram rafrænt svo að nemendur þurfi ekki að koma saman. Einnig hafi þeir velt upp hugmyndum á borð við að seinka prófinu þar til smitum fækkar og að færa prófið inn í lokapróf áfangans. Ekki í samræmi við fyrirmæli þríeykisins Hún segir áætlun deildarinnar um að halda prófið á morgun engan vegin í samræmi við aðgerðir og fyrirmæli þríeykisins. „Maður hefði haldið að það væri skilningur innan heilbrigðisvísindasviðs á ástandinu sem nú er uppi en svo er greinilega ekki.” Samkvæmt pósti sem fréttastofa hefur undir höndum og sendur var á nemendur verður próftökum skipt í fjóra hópa. Í einum hópnum eru 28 nemendur sem munu þreyta prófið. Í næsta hópi 19 nemendur, þriðji hópurinn samanstendur af 27 nemendum og í þeim fjórða eru 19 nemendur. Segir húsnæðið ekki bjóða upp á hólfaskiptingu Rakel segist áhyggjufull þrátt fyrir þessa hópaskiptingu. „Húsnæðið einfaldlega býður ekki upp á algjöra hólfaskiptingu. Það eru bara þrír inngangar á byggingunni og svo er ekki hægt að halda salernum hópaskiptum.” Þá minnir hún á að Landspítalinn sé í fyrsta sinn í sögunni kominn á neyðarstig. Landspítalinn í Fossvogi.Vísir/Vilhelm Fyrst og fremst óábyrgt Rakel bendir á að flestar deildir hafi getað komið til móts við aðstæður í samfélaginu með því að útfæra próf á rafrænan hátt til að koma í veg fyrir hópamyndun. „Mér finnst þetta fyrst og fremst óábyrgt. Við vinnum felst innan heilbrigðiskerfisins og erum allan daginn í kringum fólk í áhættuhópum,” sagði Rakel Sif. Hún segir að nemendur hafi fundað með deildarforseta í síðustu viku. „Þar var ekki tekið tillit til okkar sjónarmiða.” Segir deildina ekki sýna gott fordæmi Hjúkrunarfræðineminn Berglins Rós Bergsdóttir tjáði sig um málið á Facebook. Hún telur hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands ekki sýna gott fordæmi. Íris Helgudóttir, hjúkrunarfræðinemi, tekur undir með Rakel og Berglindi í færslu á Facebook. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Á morgun munu tæplega hundrað hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands þreyta próf í lyfja- og vökvaútreikningum í húsakynnum Eirbergs. Rakel Sif Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðinemi á fjórða ári, er ein þeirra sem mun þreyta prófið á morgun. „Þetta er alveg út í hött og mjög óábyrgt af hjúkrunarfræðideild. Ég vil ekki eiga á hættu á að bera inn smit á spítalann þar sem ég vinn með fólki í áhættuhópi,” sagði Rakel Sif Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðinemi. Hún minnir á að flestir hjúkrunarfræðinemar starfi á Landspítalanum eða á hjúkrunarheimilum. Rakel segir að nemendur hafi ítrekað óskað eftir því að prófið fari fram rafrænt svo að nemendur þurfi ekki að koma saman. Einnig hafi þeir velt upp hugmyndum á borð við að seinka prófinu þar til smitum fækkar og að færa prófið inn í lokapróf áfangans. Ekki í samræmi við fyrirmæli þríeykisins Hún segir áætlun deildarinnar um að halda prófið á morgun engan vegin í samræmi við aðgerðir og fyrirmæli þríeykisins. „Maður hefði haldið að það væri skilningur innan heilbrigðisvísindasviðs á ástandinu sem nú er uppi en svo er greinilega ekki.” Samkvæmt pósti sem fréttastofa hefur undir höndum og sendur var á nemendur verður próftökum skipt í fjóra hópa. Í einum hópnum eru 28 nemendur sem munu þreyta prófið. Í næsta hópi 19 nemendur, þriðji hópurinn samanstendur af 27 nemendum og í þeim fjórða eru 19 nemendur. Segir húsnæðið ekki bjóða upp á hólfaskiptingu Rakel segist áhyggjufull þrátt fyrir þessa hópaskiptingu. „Húsnæðið einfaldlega býður ekki upp á algjöra hólfaskiptingu. Það eru bara þrír inngangar á byggingunni og svo er ekki hægt að halda salernum hópaskiptum.” Þá minnir hún á að Landspítalinn sé í fyrsta sinn í sögunni kominn á neyðarstig. Landspítalinn í Fossvogi.Vísir/Vilhelm Fyrst og fremst óábyrgt Rakel bendir á að flestar deildir hafi getað komið til móts við aðstæður í samfélaginu með því að útfæra próf á rafrænan hátt til að koma í veg fyrir hópamyndun. „Mér finnst þetta fyrst og fremst óábyrgt. Við vinnum felst innan heilbrigðiskerfisins og erum allan daginn í kringum fólk í áhættuhópum,” sagði Rakel Sif. Hún segir að nemendur hafi fundað með deildarforseta í síðustu viku. „Þar var ekki tekið tillit til okkar sjónarmiða.” Segir deildina ekki sýna gott fordæmi Hjúkrunarfræðineminn Berglins Rós Bergsdóttir tjáði sig um málið á Facebook. Hún telur hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands ekki sýna gott fordæmi. Íris Helgudóttir, hjúkrunarfræðinemi, tekur undir með Rakel og Berglindi í færslu á Facebook.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira