Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2020 08:12 Duda forseti er 48 ára gamall. Talsmaður hans segir honum líða vel í einangrun. AP/Beata Zawrzal Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. Sýni sem var tekið úr Duda í gær greindist jákvætt. Fyrr um daginn hafði hann meðal annars heimsótt þjóðarleikvanginn í Varsjá sem verið er að breyta í bráðabirgðasjúkrahús og hitt Iga Swiatek, nítján ára gamlan pólskan tennisleikmann sem vann Opna franska mótið fyrr í þessum mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Faraldurinn var ekki eins skæður í Póllandi í vor og víða annars staðar í Evrópu. Verulegur uppgangur er hins vegar í faraldrinum nú. Í gær var slegið met þegar 13.600 manns greindust smitaðir á einum degi og 153 létu lífið. Alls hafa nú fleiri en 4.170 látið af völdum faraldursins í Póllandi. Álag á heilbrigðiskerfi landsins fer ört vaxandi. Læknar segja að sjúklingar deyi nú ekki aðeins af völdum Covid-19 heldur úr öðrum kvillum sem sjúkrahús ná ekki að sinna sem skyldi. Ríkisstjórnin reynir nú að opna bráðabirgðasjúkrahús líkt og í Varsjá en hefur ekki enn tekist að finna lækna og hjúkrunarfræðinga til þess að manna þau. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra, hvatti landa sína til þess að virða sóttvarnareglur til þess að bjarga mannslífum. Pólland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. Sýni sem var tekið úr Duda í gær greindist jákvætt. Fyrr um daginn hafði hann meðal annars heimsótt þjóðarleikvanginn í Varsjá sem verið er að breyta í bráðabirgðasjúkrahús og hitt Iga Swiatek, nítján ára gamlan pólskan tennisleikmann sem vann Opna franska mótið fyrr í þessum mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Faraldurinn var ekki eins skæður í Póllandi í vor og víða annars staðar í Evrópu. Verulegur uppgangur er hins vegar í faraldrinum nú. Í gær var slegið met þegar 13.600 manns greindust smitaðir á einum degi og 153 létu lífið. Alls hafa nú fleiri en 4.170 látið af völdum faraldursins í Póllandi. Álag á heilbrigðiskerfi landsins fer ört vaxandi. Læknar segja að sjúklingar deyi nú ekki aðeins af völdum Covid-19 heldur úr öðrum kvillum sem sjúkrahús ná ekki að sinna sem skyldi. Ríkisstjórnin reynir nú að opna bráðabirgðasjúkrahús líkt og í Varsjá en hefur ekki enn tekist að finna lækna og hjúkrunarfræðinga til þess að manna þau. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra, hvatti landa sína til þess að virða sóttvarnareglur til þess að bjarga mannslífum.
Pólland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira