Réttlætið er ekki einfalt Þröstur Friðfinnsson skrifar 23. október 2020 10:01 Í fréttum síðustu dagana hefur nokkuð borið á því sem kalla má umræðu um réttlæti. Réttlæti og jafnræði í okkar ágæta samfélagi. Margir telja það mannréttindi að atkvæðavægi í Alþingiskosningum sé jafnt. Þó er það fátítt að svo sé meðal lýðræðisþjóða. Það skapar sjálfkrafa misvægi á marga hluti þegar þorri þjóðar býr á mjög litlum hluta stórs lands. Á annan veginn ætti það að gefa og gerir það að mörgu leyti, aukin lífgæði í formi mikils þjónustuframboðs, sem hægt er að sinna með hagkvæmari hætti en í dreifðum byggðum. Hins vegar eru það líka lífsgæði sem margir kjósa, að lifa nærri náttúrunni og geta notið friðsældar og frjálsrar útivistar við þær aðstæður. Spyrja má hvort landið sjálft þurfi sér ekki málsvara? Eftir því sem vægið verður meira í þéttbýlinu verður fjöldinn fjarlægari hinum dreifðu byggðum og óbyggðum. Skilningur minnkar á landinu, lífinu og atvinnuvegunum sem hafa lengi verið grunnur búsetu í landinu. Þess sér ansi víða stað og íbúar út um landið finna fyrir þessu á hverjum degi. Segja má að ójafn atkvæðisréttur hafi ekki komið í veg fyrir þessa þróun, en spyrja má hvort hún væri jafnvel enn hraðari ef svo hefði ekki verið? Núverandi kjördæmaskipan er þó meingölluð. Þingmenn hafa að verulegu leyti glatað sambandi við sitt kjördæmi miðað við sem var þegar þau voru minni að umfangi. Það er líklega engin einföld leið til að bæta úr þessu. Ein hugmynd sem gæti hleypt nýju lífi í stjórnmálaumræðu og mögulega jafnað einhver sjónarmið er að skipta kosningum í tvo hluta, jafnvel með deildaskiptingu Alþingis. Það mætti kjósa um 40 til 50 þingmenn af landslistum, þar sem landið væri eitt kjördæmi. Síðan mætti kjósa um ca. 20 þingmenn í einmenningskjördæmum. Gæti verið líflegt og virkt form. Ein frétt sem vakti athygli er mismunur á fjölda heimsókna til sérgreinalækna eftir landshlutum. Þar er misvægið raunar meira en á atkvæðavægi og þá á hinn veginn. Svo geta menn velt fyrir sér hvort vegur þyngra þegar menn velja sér búsetu, að hafa greiðan aðgang að bestu þjónustu, eða hafa meira vægi í kosningum. Mig grunar að þjónustan vegi þyngra, enda bendir búsetuþróun til þess. Réttlætið er nefnilega margskonar og stundum er eins réttlæti annars ranglæti eins og þar segir. Áhætta er orð sem menn gleyma stundum að hafi merkingu. Okkar vísindamenn hafa sagt um árabil að við getum átt von á 200 til 300 ára eldsumbrotahrinu á Reykjanesi. Á sama tíma hefur verið rætt í fullri alvöru að auka enn uppbyggingu á þessu svæði. Með nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni, jafnvel nýjum alþjóðaflugvelli. Væru þá tveir aðalflugvellir okkar undir þessari raunverulegu áhættu. Heilbrigðisþjónustan hefur einnig markvisst verið færð á einn blett. Er þetta skynsamleg stefna? Sem betur fer er aðeins að rofa til og uppbygging á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli að komast á dagskrá. En væri ekki ráð að horfa á áhættu við staðsetningu heilbrigðisþjónustu einnig. Hvernig væri að stórefla Sjúkrahúsið á Akureyri sem háskólasjúkrahús í tengslum við Háskólann á Akureyri? Og byggja þar jafnhliða upp öfluga sérgreinaþjónustu lækna. Það er ekkert dýrara að flytja eitthvað af sjúklingum norður í þjónustu en að flytja fjöldann suður! Þetta myndi styrkja búsetu á öllu Norðausturlandi til lengri tíma og auka á sama tíma öryggi landsmanna allra. Jafnvægi og jafnræði er margvíslegt og mikilvægt að umræðan sé í takt við þá staðreynd. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Byggðamál Alþingi Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í fréttum síðustu dagana hefur nokkuð borið á því sem kalla má umræðu um réttlæti. Réttlæti og jafnræði í okkar ágæta samfélagi. Margir telja það mannréttindi að atkvæðavægi í Alþingiskosningum sé jafnt. Þó er það fátítt að svo sé meðal lýðræðisþjóða. Það skapar sjálfkrafa misvægi á marga hluti þegar þorri þjóðar býr á mjög litlum hluta stórs lands. Á annan veginn ætti það að gefa og gerir það að mörgu leyti, aukin lífgæði í formi mikils þjónustuframboðs, sem hægt er að sinna með hagkvæmari hætti en í dreifðum byggðum. Hins vegar eru það líka lífsgæði sem margir kjósa, að lifa nærri náttúrunni og geta notið friðsældar og frjálsrar útivistar við þær aðstæður. Spyrja má hvort landið sjálft þurfi sér ekki málsvara? Eftir því sem vægið verður meira í þéttbýlinu verður fjöldinn fjarlægari hinum dreifðu byggðum og óbyggðum. Skilningur minnkar á landinu, lífinu og atvinnuvegunum sem hafa lengi verið grunnur búsetu í landinu. Þess sér ansi víða stað og íbúar út um landið finna fyrir þessu á hverjum degi. Segja má að ójafn atkvæðisréttur hafi ekki komið í veg fyrir þessa þróun, en spyrja má hvort hún væri jafnvel enn hraðari ef svo hefði ekki verið? Núverandi kjördæmaskipan er þó meingölluð. Þingmenn hafa að verulegu leyti glatað sambandi við sitt kjördæmi miðað við sem var þegar þau voru minni að umfangi. Það er líklega engin einföld leið til að bæta úr þessu. Ein hugmynd sem gæti hleypt nýju lífi í stjórnmálaumræðu og mögulega jafnað einhver sjónarmið er að skipta kosningum í tvo hluta, jafnvel með deildaskiptingu Alþingis. Það mætti kjósa um 40 til 50 þingmenn af landslistum, þar sem landið væri eitt kjördæmi. Síðan mætti kjósa um ca. 20 þingmenn í einmenningskjördæmum. Gæti verið líflegt og virkt form. Ein frétt sem vakti athygli er mismunur á fjölda heimsókna til sérgreinalækna eftir landshlutum. Þar er misvægið raunar meira en á atkvæðavægi og þá á hinn veginn. Svo geta menn velt fyrir sér hvort vegur þyngra þegar menn velja sér búsetu, að hafa greiðan aðgang að bestu þjónustu, eða hafa meira vægi í kosningum. Mig grunar að þjónustan vegi þyngra, enda bendir búsetuþróun til þess. Réttlætið er nefnilega margskonar og stundum er eins réttlæti annars ranglæti eins og þar segir. Áhætta er orð sem menn gleyma stundum að hafi merkingu. Okkar vísindamenn hafa sagt um árabil að við getum átt von á 200 til 300 ára eldsumbrotahrinu á Reykjanesi. Á sama tíma hefur verið rætt í fullri alvöru að auka enn uppbyggingu á þessu svæði. Með nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni, jafnvel nýjum alþjóðaflugvelli. Væru þá tveir aðalflugvellir okkar undir þessari raunverulegu áhættu. Heilbrigðisþjónustan hefur einnig markvisst verið færð á einn blett. Er þetta skynsamleg stefna? Sem betur fer er aðeins að rofa til og uppbygging á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli að komast á dagskrá. En væri ekki ráð að horfa á áhættu við staðsetningu heilbrigðisþjónustu einnig. Hvernig væri að stórefla Sjúkrahúsið á Akureyri sem háskólasjúkrahús í tengslum við Háskólann á Akureyri? Og byggja þar jafnhliða upp öfluga sérgreinaþjónustu lækna. Það er ekkert dýrara að flytja eitthvað af sjúklingum norður í þjónustu en að flytja fjöldann suður! Þetta myndi styrkja búsetu á öllu Norðausturlandi til lengri tíma og auka á sama tíma öryggi landsmanna allra. Jafnvægi og jafnræði er margvíslegt og mikilvægt að umræðan sé í takt við þá staðreynd. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun