Rasimas nýtur lífsins á Selfossi en kveðst enn geta lært margt Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 13:31 Vilius Rasimas hefur byrjað tímabilið vel á Selfossi. stöð 2 sport Litáíski markmaðurinn Vilius Rasimas hefur smollið vel inn í lið Selfoss í Olís-deildinni í handbolta. Hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Seinni bylgjunni. Rasimas segist hafa notið sín vel hingað til á Íslandi og hann kann vel við sig í samfélaginu í Árborg. „Það er margt nýtt fyrir mér hérna en ég nýt þess að vera hér, sem og fjölskylda mín. Við reynum að ferðast mikið þegar við höfum tíma. Hingað til hefur allt verið gott,“ sagði Rasimas en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Kann mjög vel við sig á Selfossi Aðspurður hvernig honum hefði orðið við þegar tilboð barst frá Íslandi sagði markmaðurinn öflugi: „Þetta var nýtt fyrir mér þó að hér hafi þó vissulega spilað leikmenn frá Litáen. Ég velti þessu aðeins fyrir mér en ég er mjög ánægður núna með að vera hér. Selfoss er lítill bær en ég er vanur því og það er ekki vandamál. Ég kann vel við þetta vinalega samfélag og umhverfið er fallegt.“ Líkt og íslenska umhverfið þá er íslenski handboltinn nýr fyrir Rasimas sem er með 35,2% markvörslu að meðaltali eftir þær fjórar umferðir sem búnar eru af Olís-deildinni. „Hér eru góðir leikmenn, bæði ungir og reynslumiklir. Ég þarf enn að læra margt en ég hef notið þess hingað til,“ segir Rasimas sem hefur verið fljótur að stimpla sig inn á nýjum slóðum: „Ég legg hart að mér á æfingum og reyni að undirbúa mig vel fyrir hvern leik, horfa á andstæðingana og nýta þær upplýsingar sem ég fæ frá þjálfurunum.“ Rasimas segist vel geta hugsað sér að vera áfram á Selfossi enda njóti hann sín vel innan sem utan vallar. Klippa: Seinni bylgjan: Litáískur markmaður Selfoss Olís-deild karla UMF Selfoss Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Litáíski markmaðurinn Vilius Rasimas hefur smollið vel inn í lið Selfoss í Olís-deildinni í handbolta. Hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Seinni bylgjunni. Rasimas segist hafa notið sín vel hingað til á Íslandi og hann kann vel við sig í samfélaginu í Árborg. „Það er margt nýtt fyrir mér hérna en ég nýt þess að vera hér, sem og fjölskylda mín. Við reynum að ferðast mikið þegar við höfum tíma. Hingað til hefur allt verið gott,“ sagði Rasimas en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Kann mjög vel við sig á Selfossi Aðspurður hvernig honum hefði orðið við þegar tilboð barst frá Íslandi sagði markmaðurinn öflugi: „Þetta var nýtt fyrir mér þó að hér hafi þó vissulega spilað leikmenn frá Litáen. Ég velti þessu aðeins fyrir mér en ég er mjög ánægður núna með að vera hér. Selfoss er lítill bær en ég er vanur því og það er ekki vandamál. Ég kann vel við þetta vinalega samfélag og umhverfið er fallegt.“ Líkt og íslenska umhverfið þá er íslenski handboltinn nýr fyrir Rasimas sem er með 35,2% markvörslu að meðaltali eftir þær fjórar umferðir sem búnar eru af Olís-deildinni. „Hér eru góðir leikmenn, bæði ungir og reynslumiklir. Ég þarf enn að læra margt en ég hef notið þess hingað til,“ segir Rasimas sem hefur verið fljótur að stimpla sig inn á nýjum slóðum: „Ég legg hart að mér á æfingum og reyni að undirbúa mig vel fyrir hvern leik, horfa á andstæðingana og nýta þær upplýsingar sem ég fæ frá þjálfurunum.“ Rasimas segist vel geta hugsað sér að vera áfram á Selfossi enda njóti hann sín vel innan sem utan vallar. Klippa: Seinni bylgjan: Litáískur markmaður Selfoss
Olís-deild karla UMF Selfoss Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32