Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2020 22:30 Bóluefni gegn árlegri inflúensu er að verða uppurið á heilsugæslustöðvum landsins, rúmri viku eftir að bólusetningar hófust. Kallað er eftir skömmtum frá fyrirtækjum sem hyggjast bjóða starfsfólki upp á bólusetningar. Þá er búið að óska eftir fleiri skömmtum að utan og er svars að vænta í næstu viku. Um sjötíu þúsund skammtar af bóluefninu Vaxigrip Tetra voru pantaðir til landsins í ársbyrjun, þar af fóru um átján þúsund skammtar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Byrjað var að bólusetja fyrir rúmri viku og eru áhættuhópar í forgangi. „Það hefur verið mjög mikil aðsókn í bólusetningar og við erum mjög ánægð með að fólk vilji koma í bólusetningar, sem við höfum alltaf lagt mjög mikla áherslu á. En núna, því miður, fór eftirspurnin fram úr öllum okkar áætlunum þannig að við erum að verða uppiskroppa á bóluefni,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ekki komið fyrir áður Hún segir að pantað hafi verið umtalsvert meira magn í ár en fyrri ár - en að pöntunin hafi verið gerð áður en kórónuveirufaraldurinn skall þegar ómögulegt var að vita hversu mikil eftirspurnin yrði. Allt kapp sé lagt á að fá fleiri skammta eins fljótt og auðið sé.„Við höfum ekki lent í þessu áður og það sýnir bara hvað fólk er meðvitað um heilsuna. Það vill gera vel og er jákvætt út í bólusetningar. Við munum að sjálfsögðu ekki láta það gerast aftur að verða uppiskroppa með bóluefni.“ Inflúensan sé sem betur fer ekki farin að gera vart við sig en að breytt hegðun fólks í heimsfaraldrinum gæti dregið úr líkum á inflúensusmitum. Sóttvarnir séu alltaf mikilvægar. Ákall til fyrirtækja „Inflúensan kemur yfirleitt ekki fyrr en upp úr áramótum svo við getum alveg verið róleg. Það er engin flensa komin,“ segir Sigríður. Hins vegar séu enn til skammtar hjá fyrirtækjum. „Það er yfirleitt ungt og frískt fólk sem verið er að bólusetja til að halda fyrirtækjunum gangandi en við myndum gjarnan vilja sjá þetta bóluefni hjá okkur til að geta bólusett forgangshópana.“ Bólusetningar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Bóluefni gegn árlegri inflúensu er að verða uppurið á heilsugæslustöðvum landsins, rúmri viku eftir að bólusetningar hófust. Kallað er eftir skömmtum frá fyrirtækjum sem hyggjast bjóða starfsfólki upp á bólusetningar. Þá er búið að óska eftir fleiri skömmtum að utan og er svars að vænta í næstu viku. Um sjötíu þúsund skammtar af bóluefninu Vaxigrip Tetra voru pantaðir til landsins í ársbyrjun, þar af fóru um átján þúsund skammtar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Byrjað var að bólusetja fyrir rúmri viku og eru áhættuhópar í forgangi. „Það hefur verið mjög mikil aðsókn í bólusetningar og við erum mjög ánægð með að fólk vilji koma í bólusetningar, sem við höfum alltaf lagt mjög mikla áherslu á. En núna, því miður, fór eftirspurnin fram úr öllum okkar áætlunum þannig að við erum að verða uppiskroppa á bóluefni,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ekki komið fyrir áður Hún segir að pantað hafi verið umtalsvert meira magn í ár en fyrri ár - en að pöntunin hafi verið gerð áður en kórónuveirufaraldurinn skall þegar ómögulegt var að vita hversu mikil eftirspurnin yrði. Allt kapp sé lagt á að fá fleiri skammta eins fljótt og auðið sé.„Við höfum ekki lent í þessu áður og það sýnir bara hvað fólk er meðvitað um heilsuna. Það vill gera vel og er jákvætt út í bólusetningar. Við munum að sjálfsögðu ekki láta það gerast aftur að verða uppiskroppa með bóluefni.“ Inflúensan sé sem betur fer ekki farin að gera vart við sig en að breytt hegðun fólks í heimsfaraldrinum gæti dregið úr líkum á inflúensusmitum. Sóttvarnir séu alltaf mikilvægar. Ákall til fyrirtækja „Inflúensan kemur yfirleitt ekki fyrr en upp úr áramótum svo við getum alveg verið róleg. Það er engin flensa komin,“ segir Sigríður. Hins vegar séu enn til skammtar hjá fyrirtækjum. „Það er yfirleitt ungt og frískt fólk sem verið er að bólusetja til að halda fyrirtækjunum gangandi en við myndum gjarnan vilja sjá þetta bóluefni hjá okkur til að geta bólusett forgangshópana.“
Bólusetningar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira