Haukur um meiðslin: Mikill skellur en algjör klassi að fá að koma heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 12:00 Haukur Þrastarson verður heima á Íslandi á næstunni um leið og hann byrjar á löngu ferðalagi sínu aftur inn á handboltavöllinn. Skjámynd/S2 Sport Vonarstjarna íslenska handboltans meiddist á hné eftir aðeins nokkra mánuði í atvinnumennsku. Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður án Hauks Þrastarsonar næstu mánuðina en næsta verkefni landsliðsins er í byrjun næsta mánaðar. „Þar verður enginn Haukur Þrastarson, því miður. Vonarstjarnan okkar lenti i mjög erfiðum meiðslum og spilar væntanlega ekki handbolta á þessum vetri. Ég hitti Hauk sem er kominn heim á Selfoss og ræddi aðeins við hann um meiðslin og framhaldið,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. Haukur var nýfarinn af stað í atvinnumennsku með pólska liðinu Lomza Vive Kielce þegar hann sleit krossband. Var þetta ekki ofboðslegt áfall? Var að komast í gang eftir hin meiðslin „Jú, ég get alveg viðurkennt það. Ég var að komast í gang eftir hin meiðslin sem ég mætti út með. Ég var að komast almennilega í gang og aðlagast hlutunum. Þetta var því mikill skellur og svolítið sjokk,“ sagði Haukur Þrastarson við Henry Birgir. Haukur meiddist á hné í Meistaradeildarleik á móti norska félaginu Elverum sem fór fram 2. október síðastliðinn. Gerði Haukur sér strax grein fyrir alvarleika meiðslanna? Mig grunaði það. Ég fann alveg um leið að eitthvað gerðist en ég hafði ekkert til að miða við. Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður en ég fann um leið og ég lendi að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Ég var nánast viss um það að þetta væri frekar slæmt,“ sagði Haukur. „Ég fór í skoðun um kvöldið og það leit allt vel út. Ég var samt aldrei viss og grunaði alltaf að þetta væri eitthvað verra,“ sagði Haukur. Komunikat odno nie kontuzji Haukura Thrastarsona https://t.co/8pnhFAZMLlJeste my z Tob "Haki" #gramyRAZEM #dawajDAWAJ pic.twitter.com/ZaN6bYuJzq— om a Vive Kielce (@kielcehandball) October 6, 2020 Fyrstu dagarnir eftir þetta voru erfiðir „Fyrstu dagarnir eftir þetta voru erfiðir og ég var langt niðri til að byrja með. Síðan þýðir ekkert að staldra við það og leggjast niður og fara að væla. Ég ætla að skilja það eftir. Ég fékk að koma heim sem er geggjað. Svo verð ég bara að tækla þetta,“ sagði Haukur en hvenær fer hann í aðgerð? „Staðan er bara fín núna. Ég er laus úr sóttkví og get farið að vinna með Jónda [Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari] og við munum vinna saman fram að aðgerð sem verður vonandi eftir um það bil tvær vikur. Annars er ég bara með Jónda fram að því sem er frábært. Hann er geggjaður og ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að koma heima og vera með honum og Örnólfi í þessu í staðinn fyrir að vera allan tímann úti,“ sagði Haukur. Félagið mjög skilningsríkt Pólska félagið Lomza Vive Kielce var mjög skilningsríkt. Það leyfði Hauki að koma heim, fara í aðgerðina hér og taka hluta af endurhæfingunni heima á Íslandi. „Eins og staðan er núna þá er það pælingin að ég taki einhvern hluta af endurhæfingunni hérna. Ég veit ekki alveg hversu langur tími það verður en ég held ég fái að vera hér stærsta hlutann af henni. Alla vega til að byrja með og það er algjör klassi,“ sagði Haukur. „Það þýðir ekki að láta þetta hafa alltof mikil áhrif á sig. Auðvitað er þetta hundleiðinlegt og allt það en ég verð bara að tækla þetta. Þetta er langur tími og grautfúlt en það er ekkert annað í stöðunni en að koma sterkari til baka,“ sagði Haukur Þrastarson en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Haukur Þrastarson um meiðslin sín Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Vonarstjarna íslenska handboltans meiddist á hné eftir aðeins nokkra mánuði í atvinnumennsku. Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður án Hauks Þrastarsonar næstu mánuðina en næsta verkefni landsliðsins er í byrjun næsta mánaðar. „Þar verður enginn Haukur Þrastarson, því miður. Vonarstjarnan okkar lenti i mjög erfiðum meiðslum og spilar væntanlega ekki handbolta á þessum vetri. Ég hitti Hauk sem er kominn heim á Selfoss og ræddi aðeins við hann um meiðslin og framhaldið,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. Haukur var nýfarinn af stað í atvinnumennsku með pólska liðinu Lomza Vive Kielce þegar hann sleit krossband. Var þetta ekki ofboðslegt áfall? Var að komast í gang eftir hin meiðslin „Jú, ég get alveg viðurkennt það. Ég var að komast í gang eftir hin meiðslin sem ég mætti út með. Ég var að komast almennilega í gang og aðlagast hlutunum. Þetta var því mikill skellur og svolítið sjokk,“ sagði Haukur Þrastarson við Henry Birgir. Haukur meiddist á hné í Meistaradeildarleik á móti norska félaginu Elverum sem fór fram 2. október síðastliðinn. Gerði Haukur sér strax grein fyrir alvarleika meiðslanna? Mig grunaði það. Ég fann alveg um leið að eitthvað gerðist en ég hafði ekkert til að miða við. Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður en ég fann um leið og ég lendi að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Ég var nánast viss um það að þetta væri frekar slæmt,“ sagði Haukur. „Ég fór í skoðun um kvöldið og það leit allt vel út. Ég var samt aldrei viss og grunaði alltaf að þetta væri eitthvað verra,“ sagði Haukur. Komunikat odno nie kontuzji Haukura Thrastarsona https://t.co/8pnhFAZMLlJeste my z Tob "Haki" #gramyRAZEM #dawajDAWAJ pic.twitter.com/ZaN6bYuJzq— om a Vive Kielce (@kielcehandball) October 6, 2020 Fyrstu dagarnir eftir þetta voru erfiðir „Fyrstu dagarnir eftir þetta voru erfiðir og ég var langt niðri til að byrja með. Síðan þýðir ekkert að staldra við það og leggjast niður og fara að væla. Ég ætla að skilja það eftir. Ég fékk að koma heim sem er geggjað. Svo verð ég bara að tækla þetta,“ sagði Haukur en hvenær fer hann í aðgerð? „Staðan er bara fín núna. Ég er laus úr sóttkví og get farið að vinna með Jónda [Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari] og við munum vinna saman fram að aðgerð sem verður vonandi eftir um það bil tvær vikur. Annars er ég bara með Jónda fram að því sem er frábært. Hann er geggjaður og ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að koma heima og vera með honum og Örnólfi í þessu í staðinn fyrir að vera allan tímann úti,“ sagði Haukur. Félagið mjög skilningsríkt Pólska félagið Lomza Vive Kielce var mjög skilningsríkt. Það leyfði Hauki að koma heim, fara í aðgerðina hér og taka hluta af endurhæfingunni heima á Íslandi. „Eins og staðan er núna þá er það pælingin að ég taki einhvern hluta af endurhæfingunni hérna. Ég veit ekki alveg hversu langur tími það verður en ég held ég fái að vera hér stærsta hlutann af henni. Alla vega til að byrja með og það er algjör klassi,“ sagði Haukur. „Það þýðir ekki að láta þetta hafa alltof mikil áhrif á sig. Auðvitað er þetta hundleiðinlegt og allt það en ég verð bara að tækla þetta. Þetta er langur tími og grautfúlt en það er ekkert annað í stöðunni en að koma sterkari til baka,“ sagði Haukur Þrastarson en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Haukur Þrastarson um meiðslin sín
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira