Þórólfur sóttvarnalæknir og Gummi Gumm „alveg eins“ Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2020 10:00 Guðmundur Guðmundsson er á vinstri myndinni en Þórólfur Guðnason þeirri hægri. Samsett/Vilhelm „Þeir eru bara alveg eins,“ segir Rúnar Sigtryggsson um Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta. Guðmundur er þekktur fyrir að sýna hverju landsliðsverkefni sömu virðingu og forðast vanmat eins og hægt er, hversu lágt skrifaðir sem mótherjarnir eru. Varfærinn og vill ekki fagna sigri fyrir fram, frekar en Þórólfur í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ísland er nú á leið í leiki við Litháen og Ísrael 4. og 7. nóvember, í undankeppni EM, en þar eru á ferð tvö lið sem örsjaldan hafa komist á stórmót á meðan að Ísland hefur verið fastagestur á stórmótum í mörg ár. „Verðum að vera meðvitaðir um eigin getu“ Landsliðið var til umræðu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Rúnar tók til máls: „Við getum ekki verið í tuttugu ár að tala einhver léleg lið upp á okkar „level“. Þá verðum við bara jafnlélegir og þau. Þetta er leikur þar sem við ætlumst til að okkar lið mæti og sýni úr hverju menn eru gerðir. Þetta er bara formsatriði, þannig lagað. Við þurfum að vera meðvitaðir um eigin getu. En við vitum alveg að Gummi mun tala þá [andstæðingana] upp, halda öllum á jörðinni og svo framvegis,“ sagði Rúnar. Rúnar er fyrrverandi landsliðsmaður og spilaði á sínum tíma undir stjórn Guðmundar. Hann segir gamla landsliðsfundi rifjast upp fyrir sér þessa dagana þegar hann horfi á upplýsingafundina í sjónvarpinu vegna kórónuveirufaraldursins. „Þórólfur sóttvarnalæknir minnir mig oft á Gumma Gumm. Hann heldur öllum niðri, engar væntingar, og þeir eru bara alveg eins. Manni finnst stundum þegar maður horfir á þessar útsendingar að maður sé kominn inn í búningsklefa fyrir 20 árum síðan,“ sagði Rúnar og uppskar mikinn hlátur. Klippa: Seinni bylgjan - Rúnar um landsliðsþjálfarann og væntingar Handbolti Seinni bylgjan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01 „Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
„Þeir eru bara alveg eins,“ segir Rúnar Sigtryggsson um Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta. Guðmundur er þekktur fyrir að sýna hverju landsliðsverkefni sömu virðingu og forðast vanmat eins og hægt er, hversu lágt skrifaðir sem mótherjarnir eru. Varfærinn og vill ekki fagna sigri fyrir fram, frekar en Þórólfur í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ísland er nú á leið í leiki við Litháen og Ísrael 4. og 7. nóvember, í undankeppni EM, en þar eru á ferð tvö lið sem örsjaldan hafa komist á stórmót á meðan að Ísland hefur verið fastagestur á stórmótum í mörg ár. „Verðum að vera meðvitaðir um eigin getu“ Landsliðið var til umræðu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Rúnar tók til máls: „Við getum ekki verið í tuttugu ár að tala einhver léleg lið upp á okkar „level“. Þá verðum við bara jafnlélegir og þau. Þetta er leikur þar sem við ætlumst til að okkar lið mæti og sýni úr hverju menn eru gerðir. Þetta er bara formsatriði, þannig lagað. Við þurfum að vera meðvitaðir um eigin getu. En við vitum alveg að Gummi mun tala þá [andstæðingana] upp, halda öllum á jörðinni og svo framvegis,“ sagði Rúnar. Rúnar er fyrrverandi landsliðsmaður og spilaði á sínum tíma undir stjórn Guðmundar. Hann segir gamla landsliðsfundi rifjast upp fyrir sér þessa dagana þegar hann horfi á upplýsingafundina í sjónvarpinu vegna kórónuveirufaraldursins. „Þórólfur sóttvarnalæknir minnir mig oft á Gumma Gumm. Hann heldur öllum niðri, engar væntingar, og þeir eru bara alveg eins. Manni finnst stundum þegar maður horfir á þessar útsendingar að maður sé kominn inn í búningsklefa fyrir 20 árum síðan,“ sagði Rúnar og uppskar mikinn hlátur. Klippa: Seinni bylgjan - Rúnar um landsliðsþjálfarann og væntingar
Handbolti Seinni bylgjan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01 „Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01
„Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00