Að þora, geta og vilja Una Hildardóttir skrifar 19. október 2020 16:01 Um þessar mundir eru 50 ár síðan Rauðsokkuhreyfingin var stofnuð en 19. október 1970 kom hópur kvenna saman í kjallara Norræna hússins og hreyfing varð til. Fyrr sama ár hafi hópurinn byrjað að koma saman á sama stað til að ræða stöðu kvenna á Íslandi og tóku þátt i 1. maí göngunni. Þær báru risastóra styttu af konu með slagorðinu „Manneskja – ekki markaðsvara.“ Þungunarrof, getnaðarvarnir, barnaheimili og mat á heimilsstörfum kvenna voru meðal baráttumála hreyfingarinnar. Hálfri öld síðar eru þessi mál enn til umræðu, en sem betur fer höfum við séð miklar framfarir í kvenfrelsismálum. Hið persónulega er fyrir löngu orðið pólitískt og nú eru leikskólar, þungunarrof og fæðingarorlof mál sem rædd eru opinskátt á öllum stigum samfélagsins. Vorið 2019 samþykkti Alþingi lög um þungunarrof sem tryggðu loks sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama en réttur kvenna yfir eigin líkama var eitt fyrsta baráttumál rauðsokkuhreyfingarinnar. Þær tóku þátt í að skrifa löggjöf um fóstureyðingar og getnaðarvarnir en þá var sjálfsákvörðunarréttur kvenna ekki viðurkenndur, samfélagið var ekki til í að samþykkja þá róttæku hugmynd að konur réðu sér sjálfar. Það hafðist loksins, 49 árum seinna. Á spjalli við vinkonur mínar á dögunum rifjaðist upp fyrir mér menntaskólaverkefni sem við höfðum unnið saman fyrir um það bil tíu árum. Umfjöllunarefnið var hvernig kynlíf og þá sérstaklega nakinn kvenmannslíkami væri notaður í auglýsingum. Niðurstaðan var sú að kvenlíkaminn væri svo markaðsvæddur að samfélagið væri hætt að taka eftir því. Þetta var um það bil 40 árum eftir að rauðsokkurnar gengu með styttuna af konunni sem var manneskja en ekki markaðsvara á 1. maí. Við höfum komist svo ofboðslega langt. Fimmtíu ár hljómar eins og langur tími en í stóra samhenginu er þetta ekki mjög langt. Við eigum það til að gleyma því að það er ekki heil mannsævi liðin frá stærstu sigrunum í baráttunni fyrir mannréttindum. Sumir samfélagshópar þurfa enn að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum sínum. Á síðustu árum hafa sem betur fer stórir sigrar verið unnir hver á eftir öðrum. Það er mikilvægt að gleyma ekki hverjir ruddu brautina. Hverjir þorðu, gátu og vildu breyta samfélaginu til hins betra og börðust fyrir breytingum sem við njótum góðs af á hverju degi. Þegar loks sjást sprungur í glerþakinu er mikilvægt að þakka þeim sem létu fyrstu höggin dynja. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Jafnréttismál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru 50 ár síðan Rauðsokkuhreyfingin var stofnuð en 19. október 1970 kom hópur kvenna saman í kjallara Norræna hússins og hreyfing varð til. Fyrr sama ár hafi hópurinn byrjað að koma saman á sama stað til að ræða stöðu kvenna á Íslandi og tóku þátt i 1. maí göngunni. Þær báru risastóra styttu af konu með slagorðinu „Manneskja – ekki markaðsvara.“ Þungunarrof, getnaðarvarnir, barnaheimili og mat á heimilsstörfum kvenna voru meðal baráttumála hreyfingarinnar. Hálfri öld síðar eru þessi mál enn til umræðu, en sem betur fer höfum við séð miklar framfarir í kvenfrelsismálum. Hið persónulega er fyrir löngu orðið pólitískt og nú eru leikskólar, þungunarrof og fæðingarorlof mál sem rædd eru opinskátt á öllum stigum samfélagsins. Vorið 2019 samþykkti Alþingi lög um þungunarrof sem tryggðu loks sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama en réttur kvenna yfir eigin líkama var eitt fyrsta baráttumál rauðsokkuhreyfingarinnar. Þær tóku þátt í að skrifa löggjöf um fóstureyðingar og getnaðarvarnir en þá var sjálfsákvörðunarréttur kvenna ekki viðurkenndur, samfélagið var ekki til í að samþykkja þá róttæku hugmynd að konur réðu sér sjálfar. Það hafðist loksins, 49 árum seinna. Á spjalli við vinkonur mínar á dögunum rifjaðist upp fyrir mér menntaskólaverkefni sem við höfðum unnið saman fyrir um það bil tíu árum. Umfjöllunarefnið var hvernig kynlíf og þá sérstaklega nakinn kvenmannslíkami væri notaður í auglýsingum. Niðurstaðan var sú að kvenlíkaminn væri svo markaðsvæddur að samfélagið væri hætt að taka eftir því. Þetta var um það bil 40 árum eftir að rauðsokkurnar gengu með styttuna af konunni sem var manneskja en ekki markaðsvara á 1. maí. Við höfum komist svo ofboðslega langt. Fimmtíu ár hljómar eins og langur tími en í stóra samhenginu er þetta ekki mjög langt. Við eigum það til að gleyma því að það er ekki heil mannsævi liðin frá stærstu sigrunum í baráttunni fyrir mannréttindum. Sumir samfélagshópar þurfa enn að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum sínum. Á síðustu árum hafa sem betur fer stórir sigrar verið unnir hver á eftir öðrum. Það er mikilvægt að gleyma ekki hverjir ruddu brautina. Hverjir þorðu, gátu og vildu breyta samfélaginu til hins betra og börðust fyrir breytingum sem við njótum góðs af á hverju degi. Þegar loks sjást sprungur í glerþakinu er mikilvægt að þakka þeim sem létu fyrstu höggin dynja. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun