Allt bendir til öruggs sigurs sósíalista í Bólivíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2020 07:50 Luis Arce sést hér fyrir miðri mynd fagna sigri með stuðningsmönnum sínum. Getty/Gaston Brito Miserocch Allt bendir til þess að Luis Arce, frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum sem fram fóru í Bólivíu um helgina, hafi unnið öruggan sigur, þannig að ekki þurfi að kjósa á ná á milli tveggja efstu manna. Kosningarnar fóru friðsamlega fram og útgönguspár benda til þess að Arce hafi fengið 52,4 prósent atkvæða í kosningunum, rúmum 20 prósentum meira en hægrimaðurinn Carlos Mesa, sem er fyrrverandi forseti landsins. Þó á eftir að telja mikinn meirihluta atkvæða í landinu og því óljóst hvernig atkvæði munu nákvæmlega skiptast. Í Bólivíu þarf frambjóðandi að ná að minnsta kosti 40 prósentum atkvæða og tíu prósenta forskoti á næsta mann til að ná kjöri í fyrstu atrennu. Luis Arce er frambjóðandi flokks fyrrverandi forseta Bólivíu, Evo Morales, sem hrökklaðist frá völdum og í útlegð til Argentínu í fyrra vegna ásakana um kosningasvindl og blóðug mótmæli. Morales hafði þá verið forseti í fjórtán ár. Arce er fyrrverandi efnahagsmálaráðherra Morales sem hefur stutt við bakið á lærisveini sínum með ráð og dáð úr útlegðinni. Kosningarnar nú eru sagðar ákveðinn prófsteinn á lýðræðið í landinu og sagði Arce í ræðu sinni þegar hann lýsti yfir sigri að lýðræðið hefði verið endurheimt í Bólivíu. Hann lofaði að standa við fyrirætlanir sínar og sagði að ríkisstjórn sín yrði ríkisstjórn allra íbúa Bólivíu. Bólivía Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Allt bendir til þess að Luis Arce, frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum sem fram fóru í Bólivíu um helgina, hafi unnið öruggan sigur, þannig að ekki þurfi að kjósa á ná á milli tveggja efstu manna. Kosningarnar fóru friðsamlega fram og útgönguspár benda til þess að Arce hafi fengið 52,4 prósent atkvæða í kosningunum, rúmum 20 prósentum meira en hægrimaðurinn Carlos Mesa, sem er fyrrverandi forseti landsins. Þó á eftir að telja mikinn meirihluta atkvæða í landinu og því óljóst hvernig atkvæði munu nákvæmlega skiptast. Í Bólivíu þarf frambjóðandi að ná að minnsta kosti 40 prósentum atkvæða og tíu prósenta forskoti á næsta mann til að ná kjöri í fyrstu atrennu. Luis Arce er frambjóðandi flokks fyrrverandi forseta Bólivíu, Evo Morales, sem hrökklaðist frá völdum og í útlegð til Argentínu í fyrra vegna ásakana um kosningasvindl og blóðug mótmæli. Morales hafði þá verið forseti í fjórtán ár. Arce er fyrrverandi efnahagsmálaráðherra Morales sem hefur stutt við bakið á lærisveini sínum með ráð og dáð úr útlegðinni. Kosningarnar nú eru sagðar ákveðinn prófsteinn á lýðræðið í landinu og sagði Arce í ræðu sinni þegar hann lýsti yfir sigri að lýðræðið hefði verið endurheimt í Bólivíu. Hann lofaði að standa við fyrirætlanir sínar og sagði að ríkisstjórn sín yrði ríkisstjórn allra íbúa Bólivíu.
Bólivía Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira