Steypa um stjórnarskrá Einar Steingrímsson skrifar 17. október 2020 18:00 Vilji kjósenda hefur verið skýr í 10-15 ár: Yfirgnæfandi meirihluti er sammála helstu breytingum sem frumvarp Stjórnlagaráðs felur í sér. Og yfirgnæfandi meirihluti telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá. Gegn þessu er teflt furðurökum: „Það er hættulegt að gera hraðar breytingar.“ En umræðan hefur staðið í tíu ár, með aðkomu gríðarlegs fjölda lærðra og leikra, og kröfurnar um helstu breytingar eru áratugagamlar. „Það eru stórir gallar á frumvarpinu, t.d. X, Y og Z.“ En þau sem þetta segja búa ekki yfir stórasannleik, bara eigin skoðunum. Það verður aldrei alger sátt um stjórnarskrá, en það er stórkostlegur meirihluti fyrir helstu breytingunum. „Þetta er ekki lengur gamla stjórnarskráin frá Danakóngi; það hafa verið gerðar miklar breytingar.“ Það eru reyndar ýkjur, en málið er þær breytingar sem ekki hafa verið gerðar, þrátt fyrir vilja stöðugs yfirgnæfandi meirihluta kjósenda. „Það er ólöglegt að breyta stjórnarskránni nema með samþykki tveggja þinga.“ Já, en af því þjóðin á að vera stjórnarskrárgjafinn, hvorki kóngur né þing, hvað þá eigendur stjórnarflokkanna, þá ætti þingið að sjá sóma sinn í að láta vilja kjósenda ráða. „Frumvarpið veitir forsætisráðherra alræðisvald yfir öðrum ráðherrum.“ En þingið getur sett ráðherra af á einum degi. Hins vegar tekur það marga mánuði að losna við forseta sem samkvæmt núgildandi stjórnarskrá getur skipað og rekið forsætisráðherra eftir geðþótta. Stjórnarskrá verður aldrei fullkomin í augum einstakra borgara. En vilji meirihlutans hlýtur að ráða; þjóðin á að setja stjórnarskrá, ekki þingið eða lítil klíka valdafólks. Þess vegna á þingið að samþykkja það sem meirihluti kjósenda vill, og hætta að hunsa það sem kom fram með skýrum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum. Á mánudag er síðasti séns að skrifa undir kröfuna um nýja stjórnarskrá: listar.island.is/Stydjum/74 Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Einar Steingrímsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Vilji kjósenda hefur verið skýr í 10-15 ár: Yfirgnæfandi meirihluti er sammála helstu breytingum sem frumvarp Stjórnlagaráðs felur í sér. Og yfirgnæfandi meirihluti telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá. Gegn þessu er teflt furðurökum: „Það er hættulegt að gera hraðar breytingar.“ En umræðan hefur staðið í tíu ár, með aðkomu gríðarlegs fjölda lærðra og leikra, og kröfurnar um helstu breytingar eru áratugagamlar. „Það eru stórir gallar á frumvarpinu, t.d. X, Y og Z.“ En þau sem þetta segja búa ekki yfir stórasannleik, bara eigin skoðunum. Það verður aldrei alger sátt um stjórnarskrá, en það er stórkostlegur meirihluti fyrir helstu breytingunum. „Þetta er ekki lengur gamla stjórnarskráin frá Danakóngi; það hafa verið gerðar miklar breytingar.“ Það eru reyndar ýkjur, en málið er þær breytingar sem ekki hafa verið gerðar, þrátt fyrir vilja stöðugs yfirgnæfandi meirihluta kjósenda. „Það er ólöglegt að breyta stjórnarskránni nema með samþykki tveggja þinga.“ Já, en af því þjóðin á að vera stjórnarskrárgjafinn, hvorki kóngur né þing, hvað þá eigendur stjórnarflokkanna, þá ætti þingið að sjá sóma sinn í að láta vilja kjósenda ráða. „Frumvarpið veitir forsætisráðherra alræðisvald yfir öðrum ráðherrum.“ En þingið getur sett ráðherra af á einum degi. Hins vegar tekur það marga mánuði að losna við forseta sem samkvæmt núgildandi stjórnarskrá getur skipað og rekið forsætisráðherra eftir geðþótta. Stjórnarskrá verður aldrei fullkomin í augum einstakra borgara. En vilji meirihlutans hlýtur að ráða; þjóðin á að setja stjórnarskrá, ekki þingið eða lítil klíka valdafólks. Þess vegna á þingið að samþykkja það sem meirihluti kjósenda vill, og hætta að hunsa það sem kom fram með skýrum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum. Á mánudag er síðasti séns að skrifa undir kröfuna um nýja stjórnarskrá: listar.island.is/Stydjum/74 Höfundur er stærðfræðingur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar