Segja áhrif úðans óþekkt og að umfjöllunin komi á óvart Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2020 16:12 Landspítalinn í Fossvogi. Spítalinn segir áhrif úðans óþekkt og að umfjöllunin komi á óvart. Vísir/vilhelm Áhrif nef- og munnúða, sem lækningavörufyrirtækið Viruxal hefur sett á markað og auglýsir sem fyrirbyggjandi gegn kórónuveirunni, eru óþekkt, eftir því sem Landspítala er kunnugt um. Umfjöllunin um úðann kemur Landspítala á óvart. Þetta kom fram í tilkynningu frá Landspítala í dag. Þar sagði jafnframt að niðurstöður rannsókna í mönnum þurfi ávallt að liggja fyrir áður en fullyrt er um gagnsemi nýrra meðferða. Landspítalinn dró þá fullyrðingu til baka eftir athugasemd frá Kerecis á þeim forsendum að úðinn væri skilgreindur sem lækningatæki en ekki lyf í annarri tilkynningu. „Landspítali er háskólasjúkrahús. Auk þess að veita heilbrigðisþjónustu, sinnir starfsfólk spítalans margháttaðu vísindastarfi í samvinnu við innlenda og erlenda aðila, í samræmi við tilskilin leyfi siðanefnda og fleiri aðila. Vísindastarf fjallar um hið óþekkta, í þeim tilgangi að upplýsa það sem ekki er vitað og afla nýrrar þekkingar,“ sagði áfram í tilkynningunni. Fjölmiðlar hafa tekið umræddan nef- og munnúða til umfjöllunar síðustu daga. Íslenska lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., dótturfyrirtæki Kerecis hf., setti umræddan úða á markað. Úðinn er ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni. Í tilkynningu frá Viruxal um úðann kom fram að varnarlagið innihaldi örfínar fitusýrusameindir „sem samkvæmt mælingum á rannsóknarstofu eyðileggja SARS-CoV-2 með því að rjúfa ytri himnu veirunnar.“ Þá sagði í tilkynningunni að rannsóknir á virkni úðans á mönnum væru í gangi, meðal annars hjá Landspítalanum. „Í annarri bylgju, þegar nýgreindum fór að fjölga í ágúst og september var 128 Covid-19 smituðum boðin þátttaka í samanburðarrannsókn þar sem úðarnir eru gefnir helmingi þeirra og hinn helmingur fær óvirkan samanburðarúða (e. placebo). Covid-göngudeild Landspítalans hefur umsjón með rannsókninni,“ sagði í tilkynningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir setti í gær stórt spurningamerki við að úðinn væri auglýstur til notkunar á almennum markaði. Sýna þurfi á virkni slíkrar vöru með rannsóknum. „Þannig að ég tel það varhugavert að vera að auglýsa svona vörur hjá mönnum og gefa fólki von um að það verndi og virki á ákveðinn máta þegar ekki er búið að rannsaka það. […] Þannig að ég set stór spurningarmerki við þetta. Það kann vel að vera að þetta virki en það þarf þá að sýna fram á það með rannsóknum,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu í gær. Uppfært 20:30 Fréttin var uppfærð eftir að Landspítalinn sendi frá sér aðra tilkynningu um að hann drægi til baka setningu úr fyrri tilkynningu sinni um úðann eftir athugasemd Kerecis. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslenskir nef- og munnúðar gegn Covid-19 koma á markað Lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., sem er dótturfélag íslenska lækningavörufyrirtækisins Kerecis hf., hefur sett á markað nef- og munnúða sem gætu hjálpað til í baráttunni við Covid-19. 15. október 2020 09:09 Setur stórt spurningarmerki við auglýsta úða gegn veirunni Sóttvarnalæknir setur stórt spurningarmerki við að munn- og nefúði, sem sagður er gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni, sé auglýstur til notkunar á almennum markaði. 15. október 2020 14:30 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Áhrif nef- og munnúða, sem lækningavörufyrirtækið Viruxal hefur sett á markað og auglýsir sem fyrirbyggjandi gegn kórónuveirunni, eru óþekkt, eftir því sem Landspítala er kunnugt um. Umfjöllunin um úðann kemur Landspítala á óvart. Þetta kom fram í tilkynningu frá Landspítala í dag. Þar sagði jafnframt að niðurstöður rannsókna í mönnum þurfi ávallt að liggja fyrir áður en fullyrt er um gagnsemi nýrra meðferða. Landspítalinn dró þá fullyrðingu til baka eftir athugasemd frá Kerecis á þeim forsendum að úðinn væri skilgreindur sem lækningatæki en ekki lyf í annarri tilkynningu. „Landspítali er háskólasjúkrahús. Auk þess að veita heilbrigðisþjónustu, sinnir starfsfólk spítalans margháttaðu vísindastarfi í samvinnu við innlenda og erlenda aðila, í samræmi við tilskilin leyfi siðanefnda og fleiri aðila. Vísindastarf fjallar um hið óþekkta, í þeim tilgangi að upplýsa það sem ekki er vitað og afla nýrrar þekkingar,“ sagði áfram í tilkynningunni. Fjölmiðlar hafa tekið umræddan nef- og munnúða til umfjöllunar síðustu daga. Íslenska lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., dótturfyrirtæki Kerecis hf., setti umræddan úða á markað. Úðinn er ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni. Í tilkynningu frá Viruxal um úðann kom fram að varnarlagið innihaldi örfínar fitusýrusameindir „sem samkvæmt mælingum á rannsóknarstofu eyðileggja SARS-CoV-2 með því að rjúfa ytri himnu veirunnar.“ Þá sagði í tilkynningunni að rannsóknir á virkni úðans á mönnum væru í gangi, meðal annars hjá Landspítalanum. „Í annarri bylgju, þegar nýgreindum fór að fjölga í ágúst og september var 128 Covid-19 smituðum boðin þátttaka í samanburðarrannsókn þar sem úðarnir eru gefnir helmingi þeirra og hinn helmingur fær óvirkan samanburðarúða (e. placebo). Covid-göngudeild Landspítalans hefur umsjón með rannsókninni,“ sagði í tilkynningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir setti í gær stórt spurningamerki við að úðinn væri auglýstur til notkunar á almennum markaði. Sýna þurfi á virkni slíkrar vöru með rannsóknum. „Þannig að ég tel það varhugavert að vera að auglýsa svona vörur hjá mönnum og gefa fólki von um að það verndi og virki á ákveðinn máta þegar ekki er búið að rannsaka það. […] Þannig að ég set stór spurningarmerki við þetta. Það kann vel að vera að þetta virki en það þarf þá að sýna fram á það með rannsóknum,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu í gær. Uppfært 20:30 Fréttin var uppfærð eftir að Landspítalinn sendi frá sér aðra tilkynningu um að hann drægi til baka setningu úr fyrri tilkynningu sinni um úðann eftir athugasemd Kerecis.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslenskir nef- og munnúðar gegn Covid-19 koma á markað Lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., sem er dótturfélag íslenska lækningavörufyrirtækisins Kerecis hf., hefur sett á markað nef- og munnúða sem gætu hjálpað til í baráttunni við Covid-19. 15. október 2020 09:09 Setur stórt spurningarmerki við auglýsta úða gegn veirunni Sóttvarnalæknir setur stórt spurningarmerki við að munn- og nefúði, sem sagður er gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni, sé auglýstur til notkunar á almennum markaði. 15. október 2020 14:30 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Íslenskir nef- og munnúðar gegn Covid-19 koma á markað Lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., sem er dótturfélag íslenska lækningavörufyrirtækisins Kerecis hf., hefur sett á markað nef- og munnúða sem gætu hjálpað til í baráttunni við Covid-19. 15. október 2020 09:09
Setur stórt spurningarmerki við auglýsta úða gegn veirunni Sóttvarnalæknir setur stórt spurningarmerki við að munn- og nefúði, sem sagður er gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni, sé auglýstur til notkunar á almennum markaði. 15. október 2020 14:30