Johnson segir litlar líkur á samningi Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2020 15:32 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Breska þingið/Jessica Taylor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretar eigi að undirbúa sig fyrir að vera án fríverslunarsamnings við Evrópusambandið þann 1. janúar. Hann sakar ráðmenn í Brussel um að hafa „yfirgefið“ samningaviðræður við Breta og segir að þeir verði að breyta um stefnu. Annars séu viðræður tilgangslausar. Nái Bretar og ESB ekki saman fyrir áramótin eru líkur á því að breskar birgðakeðjur munu raskast verulega og verð hækka. Það mun jafnvel leiða til mikillar óreiðu þar. Það yrði þá á sama tíma og hagkerfi Bretlands hefur þegar tekið á sig mikið högg vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í yfirlýsingu sagði Johnson í dag að Bretar muni undirbúa sig vel og í kjölfarið muni Bretland vaxa og dafna sem frjáls viðskiptaþjóð sem setji sín eigin lög. Í millitíðinni muni ríkisstjórn hans einbeita sér að því að berjast gegn faraldri nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Ríkisstjórn Johnson hefur gert breytingar á lögum sem eru í tra´ssi við alþjóðalög og og eru í raun breyting á útgöngusamningi sem ríkisstjórn hans var búin að gera við ESB. Johnson fundaði í dag með forsvarsmönnum ESB í gær og heldur hann því fram að sambandið vilji áfram hafa stjórn á lögum Bretlands og fiskimiðum. Það sé óásættanlegt. Hann sakar ESB sömuleiðis um að hafa neitað að semja af fullri alvöru. Eftir leiðtogafund ESB í Brussel í dag voru skilaboðin þaðan að þeir vildu að viðræður héldu áfram. Hins vegar þyrftu Bretar að endurhugsa einhverjar kröfur, samkvæmt frétt Reuters. Í kjölfarið sagði talsmaður Johnson að með þeim yfirlýsingum væri ESB í raun að stöðva viðræðurnar. Leiðtogar ESB eru þó ekki sannfærðir um það að viðræðum sé lokið og telja mögulegt að um samningabragð Breta sé að ræða. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði viðræðurnar ekki hafa strandað á veiðum. Þær hefðu strandað á mun fleiri atriðum en það. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretar eigi að undirbúa sig fyrir að vera án fríverslunarsamnings við Evrópusambandið þann 1. janúar. Hann sakar ráðmenn í Brussel um að hafa „yfirgefið“ samningaviðræður við Breta og segir að þeir verði að breyta um stefnu. Annars séu viðræður tilgangslausar. Nái Bretar og ESB ekki saman fyrir áramótin eru líkur á því að breskar birgðakeðjur munu raskast verulega og verð hækka. Það mun jafnvel leiða til mikillar óreiðu þar. Það yrði þá á sama tíma og hagkerfi Bretlands hefur þegar tekið á sig mikið högg vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í yfirlýsingu sagði Johnson í dag að Bretar muni undirbúa sig vel og í kjölfarið muni Bretland vaxa og dafna sem frjáls viðskiptaþjóð sem setji sín eigin lög. Í millitíðinni muni ríkisstjórn hans einbeita sér að því að berjast gegn faraldri nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Ríkisstjórn Johnson hefur gert breytingar á lögum sem eru í tra´ssi við alþjóðalög og og eru í raun breyting á útgöngusamningi sem ríkisstjórn hans var búin að gera við ESB. Johnson fundaði í dag með forsvarsmönnum ESB í gær og heldur hann því fram að sambandið vilji áfram hafa stjórn á lögum Bretlands og fiskimiðum. Það sé óásættanlegt. Hann sakar ESB sömuleiðis um að hafa neitað að semja af fullri alvöru. Eftir leiðtogafund ESB í Brussel í dag voru skilaboðin þaðan að þeir vildu að viðræður héldu áfram. Hins vegar þyrftu Bretar að endurhugsa einhverjar kröfur, samkvæmt frétt Reuters. Í kjölfarið sagði talsmaður Johnson að með þeim yfirlýsingum væri ESB í raun að stöðva viðræðurnar. Leiðtogar ESB eru þó ekki sannfærðir um það að viðræðum sé lokið og telja mögulegt að um samningabragð Breta sé að ræða. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði viðræðurnar ekki hafa strandað á veiðum. Þær hefðu strandað á mun fleiri atriðum en það.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira