Gísli Þorgeir með gleðifréttir: Ég finn ekki fyrir neinu núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 17:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með SC Magdeburg á móti Bergischer HC í þýsku deildinni á dögunum. Getty/Ronny Hartmann Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er kominn af stað á nýjan leik eftir hafa glímt við erfið meiðsli á báðum öxlum á fyrstu tveimur tímabilum sínum í Þýskalandi. Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskan handbolta enda hafa erfið meiðsli hægt mikið á ferli þessa efnilega handboltamanns á síðustu árum. Gísli Þorgeir fór meðal tvisvar úr lið á vinstri öxl með nokkra mínútna millibili en í síðara skiptið í febrúar í leik með Magdeburg gegn Flensburg. Fyrra skiptið var í leik með Kiel gegn Rhein-Neckar Löwen í nóvember fyrir ellefu mánuðum. Gísli hafði áður meiðst á hægri öxl í leik með FH á móti ÍBV í lokaúrslitum Olís deildar karla. Gísli Þorgeir Kristjánsson ræddi stöðuna á sér í viðtali við Ívar Benediktsson á vefsíðunni handbolti.is og það var gott hljóð í þessum 21 árs gamla handboltamanni sem verður vonandi með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi á næsta ári. Ég er sæll, glaður og þakklátur https://t.co/jnXRq1zW8V— @handboltiis (@handboltiis) October 14, 2020 „Endurhæfingin eftir seinni aðgerðina á þessu ári gekk ótrúlega vel og ég finn ekki fyrir neinu núna. Ég hef reynt að líta á það jákvæða í öllu þessu ferli sem hefur tekið langan tíma,“ segir Gísli Þorgeir í viðtalinn en hann er kominn á fulla ferð með SC Magdeburg og hefur þegar tekið þátt í þremur fyrstu leikjum liðsins í deildarkeppninni. Gísli var þakklátur læknunum Brynjólfi Jónssyni og Örnólfi Valdimarssyni sem gerðu við axlirnar hans og þá hefur Magdeburg staðið vel við bak við hann í öllu ferlinu og framlengdi sem dæmi samning hans umsvifalaust í kjölfar þess að hann fór öðru sinni úr axlarlið í febrúar. View this post on Instagram Markmiðið er að na heilu keppnisti mabili og njo ta þess bara að spila handbolta eftir allt það sem a undan er gengið hja me r, segir handknattleiksmaðurinn Gi sli Þorgeir Kristja nsson, leikmaður Magdeburg i Þy skalandi þar sem hann hefur komið se r vel fyrir og leggur stund a fjarna m i verkfræði við HI samhliða handboltanum. Sja na nar a www.handbolti.is. #handboltiis #handball #ha ndboll #ha ndbold #balonmano #pallamano #handebol #grawpi ke re czna #þrautseigja #handboltafre ttir #okkarfo lku ti #breytumleiknum @scmagdeburg @gislithorgeir SC Magdeburg A post shared by handbolti.is (@handboltiis) on Oct 14, 2020 at 1:37am PDT „Ég er bara orðinn heill heilsu sem mjög sérstök tilfinning eftir allt það sem á undan er gengið. Í fyrst sinn í nærri tvö og hálft ár er ekkert að plaga mig,“ sagði Gísli Þorgeir sem horfir bjartsýnn og jákvæður á framhaldið en það má finna allt viðtalið hann á handbolti.is með því að smella hér. Gísli Þorgeir Kristjánsson er með 2 mörk og 5 stoðsendingar í fyrstu þremur deildarleikjum sínum með SC Magdeburg á leiktíðinni. Þýski handboltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er kominn af stað á nýjan leik eftir hafa glímt við erfið meiðsli á báðum öxlum á fyrstu tveimur tímabilum sínum í Þýskalandi. Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskan handbolta enda hafa erfið meiðsli hægt mikið á ferli þessa efnilega handboltamanns á síðustu árum. Gísli Þorgeir fór meðal tvisvar úr lið á vinstri öxl með nokkra mínútna millibili en í síðara skiptið í febrúar í leik með Magdeburg gegn Flensburg. Fyrra skiptið var í leik með Kiel gegn Rhein-Neckar Löwen í nóvember fyrir ellefu mánuðum. Gísli hafði áður meiðst á hægri öxl í leik með FH á móti ÍBV í lokaúrslitum Olís deildar karla. Gísli Þorgeir Kristjánsson ræddi stöðuna á sér í viðtali við Ívar Benediktsson á vefsíðunni handbolti.is og það var gott hljóð í þessum 21 árs gamla handboltamanni sem verður vonandi með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi á næsta ári. Ég er sæll, glaður og þakklátur https://t.co/jnXRq1zW8V— @handboltiis (@handboltiis) October 14, 2020 „Endurhæfingin eftir seinni aðgerðina á þessu ári gekk ótrúlega vel og ég finn ekki fyrir neinu núna. Ég hef reynt að líta á það jákvæða í öllu þessu ferli sem hefur tekið langan tíma,“ segir Gísli Þorgeir í viðtalinn en hann er kominn á fulla ferð með SC Magdeburg og hefur þegar tekið þátt í þremur fyrstu leikjum liðsins í deildarkeppninni. Gísli var þakklátur læknunum Brynjólfi Jónssyni og Örnólfi Valdimarssyni sem gerðu við axlirnar hans og þá hefur Magdeburg staðið vel við bak við hann í öllu ferlinu og framlengdi sem dæmi samning hans umsvifalaust í kjölfar þess að hann fór öðru sinni úr axlarlið í febrúar. View this post on Instagram Markmiðið er að na heilu keppnisti mabili og njo ta þess bara að spila handbolta eftir allt það sem a undan er gengið hja me r, segir handknattleiksmaðurinn Gi sli Þorgeir Kristja nsson, leikmaður Magdeburg i Þy skalandi þar sem hann hefur komið se r vel fyrir og leggur stund a fjarna m i verkfræði við HI samhliða handboltanum. Sja na nar a www.handbolti.is. #handboltiis #handball #ha ndboll #ha ndbold #balonmano #pallamano #handebol #grawpi ke re czna #þrautseigja #handboltafre ttir #okkarfo lku ti #breytumleiknum @scmagdeburg @gislithorgeir SC Magdeburg A post shared by handbolti.is (@handboltiis) on Oct 14, 2020 at 1:37am PDT „Ég er bara orðinn heill heilsu sem mjög sérstök tilfinning eftir allt það sem á undan er gengið. Í fyrst sinn í nærri tvö og hálft ár er ekkert að plaga mig,“ sagði Gísli Þorgeir sem horfir bjartsýnn og jákvæður á framhaldið en það má finna allt viðtalið hann á handbolti.is með því að smella hér. Gísli Þorgeir Kristjánsson er með 2 mörk og 5 stoðsendingar í fyrstu þremur deildarleikjum sínum með SC Magdeburg á leiktíðinni.
Þýski handboltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira