Opna rafræna allsherjargátt vegna ofbeldis Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2020 12:21 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sameiginleg rafræn gátt fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur ofbeldis var formlega tekin í notkun í dag. Vef 112 hefur þar með verið breytt í allsherjar upplýsingatorg um allt sem viðkemur ofbeldi. Ríkislögreglustjóri sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Þá verður einnig opnað á beint samtal við neyðarverði í netspjalli 112. Með þessu er leitast við að einfalda ferli við að leita sér aðstoðar og bjóða upp á úrræði til lausnar. Rafræna gáttin er ein af megintillögunum sem aðgerðateymi gegn ofbeldi, skipað af félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra, setti fram. Teymið var skipað til að stýra og samræma aðgerðir gegn ofbeldi á tímum efnahagsþrenginga og áfalla. Teyminu er stýrt af Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Eygló Harðardóttur. Jafnframt hefur Neyðarlínunni verið falið að skipuleggja vitundarvakningu um ofbeldi í samfélaginu þar sem fólk er hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar hjá 112. Verkefninu var hrundið af stað fyrir tíu vikum og mun þróun gáttarinnar halda áfram. Bætt verður við greiningartóli sem hjálpar fólki að átta sig á hvort um ofbeldi sé að ræða og það leitt beint að viðeigandi úrræðum. Unnið er að því að þýða síðuna á ensku og pólsku. Haft er eftir Þórhalli Ólafssyni framkvæmdarstjóra Neyðarlínunnar í tilkynningu að einnig verði þróað áfram döff-smáforrit 112, þannig að 112 verði sem aðgengilegust öllum. Sigríður Björk sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað um 15% og tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgað um 14%, samanborið við meðaltal ársins 2019. Hún sagði að það gætu verið þung skref að leita sér hjálpar vegna heimilisofbeldis. Margir veigri sér við að hringja í 112 nema vegna mikils líkamslegs skaða, sem þó væri bara ein birting ofbeldisins. „Sumir þora ekki að leita sér aðstoðar vegna sinna aðstæðna og enn aðrir telja það kannski of seint að komast út úr aðstæðum sem þeir hafa verið í í mörg ár. Og í þessu sambandi má rifja upp þessi alvarlegu mál sem komu upp á fyrri hluta þessa árs,“ sagði Sigríður Björk, og vísaði þar til tveggja mála þar sem konum var ráðinn bani á heimili sínu, annarri í Sandgerði og hinni í Hafnarfirði. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Sameiginleg rafræn gátt fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur ofbeldis var formlega tekin í notkun í dag. Vef 112 hefur þar með verið breytt í allsherjar upplýsingatorg um allt sem viðkemur ofbeldi. Ríkislögreglustjóri sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Þá verður einnig opnað á beint samtal við neyðarverði í netspjalli 112. Með þessu er leitast við að einfalda ferli við að leita sér aðstoðar og bjóða upp á úrræði til lausnar. Rafræna gáttin er ein af megintillögunum sem aðgerðateymi gegn ofbeldi, skipað af félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra, setti fram. Teymið var skipað til að stýra og samræma aðgerðir gegn ofbeldi á tímum efnahagsþrenginga og áfalla. Teyminu er stýrt af Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Eygló Harðardóttur. Jafnframt hefur Neyðarlínunni verið falið að skipuleggja vitundarvakningu um ofbeldi í samfélaginu þar sem fólk er hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar hjá 112. Verkefninu var hrundið af stað fyrir tíu vikum og mun þróun gáttarinnar halda áfram. Bætt verður við greiningartóli sem hjálpar fólki að átta sig á hvort um ofbeldi sé að ræða og það leitt beint að viðeigandi úrræðum. Unnið er að því að þýða síðuna á ensku og pólsku. Haft er eftir Þórhalli Ólafssyni framkvæmdarstjóra Neyðarlínunnar í tilkynningu að einnig verði þróað áfram döff-smáforrit 112, þannig að 112 verði sem aðgengilegust öllum. Sigríður Björk sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað um 15% og tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgað um 14%, samanborið við meðaltal ársins 2019. Hún sagði að það gætu verið þung skref að leita sér hjálpar vegna heimilisofbeldis. Margir veigri sér við að hringja í 112 nema vegna mikils líkamslegs skaða, sem þó væri bara ein birting ofbeldisins. „Sumir þora ekki að leita sér aðstoðar vegna sinna aðstæðna og enn aðrir telja það kannski of seint að komast út úr aðstæðum sem þeir hafa verið í í mörg ár. Og í þessu sambandi má rifja upp þessi alvarlegu mál sem komu upp á fyrri hluta þessa árs,“ sagði Sigríður Björk, og vísaði þar til tveggja mála þar sem konum var ráðinn bani á heimili sínu, annarri í Sandgerði og hinni í Hafnarfirði.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði