„Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. október 2020 11:32 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um kórónuveirufaraldurinn í dag. Þórólfur kvaðst ætla að skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag um áframhaldandi aðgerðir eftir 19. október. „Ég ætla ekki að fara í smáatriðum í hverjar tillögur mínar eru en get þó sagt að ég tel á þessari stundu ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir þar sem faraldurinn er ekki farinn að minnka. En það sem við reynum að gera núna er að skýra ýmis tilmæli og hafa þau skýrari en þau voru kannski,“ sagði Þórólfur. Venja okkur við að veiran mun vera með okkur næstu mánuði Þá sagði hann að allir þyrftu að vera undir það búnir að það muni taka nokkurn tíma að ráða að niðurlögum þeirrar bylgju sem nú er í gangi. „Og jafnvel þó að okkur takist að sveigja kúrvuna niður þá held ég að við þurfum líka að fara að hugsa um það og venja okkur við að veiran mun sennilega vera með okkur í samfélaginu næstu mánuði eða þar til við fáum gott og öruggt bóluefni. Engu að síður þá vona ég svo sannarlega að okkur takist að uppræta veiruna eins og okkur tókst síðastliðinn vetur en ég tel að vonir til þess séu minni en voru þá,“ sagði Þórólfur. Áfram þyrftum við öll á allri okkar árvekni að halda til að lifa með veirunni auk þess að hafa sem minnst íþyngjandi aðgerðir í gangi á hverjum tíma sem muni duga til þess að halda henni í skefjum. Þá minnti hann einnig á og ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna; að þvo og spritta hendur vel, gæta að fjarlægðarmörkum, passa sig í fjölmenni og nota grímur þar sem það á við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um kórónuveirufaraldurinn í dag. Þórólfur kvaðst ætla að skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag um áframhaldandi aðgerðir eftir 19. október. „Ég ætla ekki að fara í smáatriðum í hverjar tillögur mínar eru en get þó sagt að ég tel á þessari stundu ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir þar sem faraldurinn er ekki farinn að minnka. En það sem við reynum að gera núna er að skýra ýmis tilmæli og hafa þau skýrari en þau voru kannski,“ sagði Þórólfur. Venja okkur við að veiran mun vera með okkur næstu mánuði Þá sagði hann að allir þyrftu að vera undir það búnir að það muni taka nokkurn tíma að ráða að niðurlögum þeirrar bylgju sem nú er í gangi. „Og jafnvel þó að okkur takist að sveigja kúrvuna niður þá held ég að við þurfum líka að fara að hugsa um það og venja okkur við að veiran mun sennilega vera með okkur í samfélaginu næstu mánuði eða þar til við fáum gott og öruggt bóluefni. Engu að síður þá vona ég svo sannarlega að okkur takist að uppræta veiruna eins og okkur tókst síðastliðinn vetur en ég tel að vonir til þess séu minni en voru þá,“ sagði Þórólfur. Áfram þyrftum við öll á allri okkar árvekni að halda til að lifa með veirunni auk þess að hafa sem minnst íþyngjandi aðgerðir í gangi á hverjum tíma sem muni duga til þess að halda henni í skefjum. Þá minnti hann einnig á og ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna; að þvo og spritta hendur vel, gæta að fjarlægðarmörkum, passa sig í fjölmenni og nota grímur þar sem það á við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira