Óttast að Evrópuþjóðir séu ekki búnar undir þriðju bylgju faraldursins Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. október 2020 10:58 Víðast hvar í Evrópu herða menn nú á aðgerðum til að tækla þriðju bylgju faraldursins. Mike Kemp/Getty Images Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. Varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, Margaritis Shcinas, segir að faraldurinn sé nú að nálgast það sem var í marsmánuði og að ríkin séu ekki nægilega vel undirbúin til að mæta því. Hann biðlar því til Evrópuríkjanna að þau taki upp sameiginlega áætlun til að bregðast við faraldrinum til að koma í veg fyrir ástandið sem myndaðist á fyrstu mánuðum ársins þegar veiran fór að herja á Evrópubúa. Hundrað þúsund smit í Evrópu á degi hverjum Nú fjölgar smituðum í Evrópu um hundrað þúsund á hverjum degi sem er til að mynda mun meira en í Bandaríkjunum, þar sem nýgreind smit eru um fimmtíu þúsund daglega. Bretar tilkynntu í morgun hertar aðgerðir í höfuðborginni London frá og með miðnætti á morgun sem þýðir að fólki verður bannað að hitta aðra en fjölskyldumeðlimi sína innandyra og það hvatt til að forðast almenningssamgöngur. Skólar og tilbeiðsluhús verða þó áfram opin og sömu sögu er að segja af fyrirtækjum. Í Frakklandi verður komið á útgöngubanni í fjórar vikur í níu stórum borgum landsins. Það þýðir að íbúar Parísar, Marseille, Lyon, Toulouse, Lille og fleiri borga mega ekki fara út fyrir hússins dyr frá klukkan níu að kvöldi og fram til klukkan sex að morgni. Met falla í Tékklandi og víðar Einna verst er ástandið í Tékklandi og í gær greindust rúmlega 9500 Tékkar með veiruna, sem er nýtt met. Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Þýskalandi í gær voru 6.638 og hafa þau aldrei verið fleiri, en fyrra met var sett þann 28. mars síðastliðinn. Í heildina hafa nú rúmlega 350 þúsund Þjóðverjar smitast af veirunni. Ef miðað er við önnur Evrópuríki hafa Þjóðverjar komist frekar vel frá faraldrinum hingað til miðað við fólksfjölda en svo virðist sem að nú sé ástandið að versna, líkt og víðast hvar annarsstaðar í álfunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. Varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, Margaritis Shcinas, segir að faraldurinn sé nú að nálgast það sem var í marsmánuði og að ríkin séu ekki nægilega vel undirbúin til að mæta því. Hann biðlar því til Evrópuríkjanna að þau taki upp sameiginlega áætlun til að bregðast við faraldrinum til að koma í veg fyrir ástandið sem myndaðist á fyrstu mánuðum ársins þegar veiran fór að herja á Evrópubúa. Hundrað þúsund smit í Evrópu á degi hverjum Nú fjölgar smituðum í Evrópu um hundrað þúsund á hverjum degi sem er til að mynda mun meira en í Bandaríkjunum, þar sem nýgreind smit eru um fimmtíu þúsund daglega. Bretar tilkynntu í morgun hertar aðgerðir í höfuðborginni London frá og með miðnætti á morgun sem þýðir að fólki verður bannað að hitta aðra en fjölskyldumeðlimi sína innandyra og það hvatt til að forðast almenningssamgöngur. Skólar og tilbeiðsluhús verða þó áfram opin og sömu sögu er að segja af fyrirtækjum. Í Frakklandi verður komið á útgöngubanni í fjórar vikur í níu stórum borgum landsins. Það þýðir að íbúar Parísar, Marseille, Lyon, Toulouse, Lille og fleiri borga mega ekki fara út fyrir hússins dyr frá klukkan níu að kvöldi og fram til klukkan sex að morgni. Met falla í Tékklandi og víðar Einna verst er ástandið í Tékklandi og í gær greindust rúmlega 9500 Tékkar með veiruna, sem er nýtt met. Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Þýskalandi í gær voru 6.638 og hafa þau aldrei verið fleiri, en fyrra met var sett þann 28. mars síðastliðinn. Í heildina hafa nú rúmlega 350 þúsund Þjóðverjar smitast af veirunni. Ef miðað er við önnur Evrópuríki hafa Þjóðverjar komist frekar vel frá faraldrinum hingað til miðað við fólksfjölda en svo virðist sem að nú sé ástandið að versna, líkt og víðast hvar annarsstaðar í álfunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira