Verslun víða blómleg í draugalegum miðbæ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. október 2020 18:31 Samkvæmt könnun Rannsóknarseturs verslunarinnar voru 57 laus rými í miðbænum í júní og 43 á sama tíma fyrir ári. Samkvæmt upplýsingum frá Kringlunni og Smáralind eru afar fá laus rými þar og verslun hefur gengið vel síðustu mánuði. Kaupmenn í miðbænum segja skýringuna á þessum mun vera að margar ferðamannaverslanir hafi lokað. Guðrún Jóhannesdóttir einn af eigendum Kokku segir söluna hafa aukist mikið síðustu mánuði.Vísir/Egill „Þær verslanir sem hafa átt erfitt uppdráttar eru lundabúðirnar og það má kannski alveg leiða að því líkum að það hafi verið orðin ofmetun á þeim markaði áður en kófið hófst,“ segir Guðrún Jóhannesdóttir enn af eigendum Kokku á Laugavegi. Kaupmenn finna breytingar á kauphegðun fólks. „Kúnninn er búinn að stúdera okkur á netinu til að athuga hvað skal kaupa, og kemur því inn í ákveðnum erindagjörðum og fer svo beint út,“ segir Karl Jóhann Jóhannsson einn af eigendum Aurum í Bankastræti. Guðrún eigandi Kokku er á sama máli. Hún segir að sala bæði í verslun og á vefnum hafi aukist mikið. Karl Jóhann Jóhannsson einn af eigendum Aurum segir netsöluna hafa aukist mikið.Vísir „Það hefur orðið tuga prósenta aukning á sölu í versluninni okkar það sem af er ári. Þá var sexföldun í mars á netsölu og tíföldun í apríl. Við höfum selt meira á netinu nú en allt árið í fyrra og söluhæstu mánuðirnir eru eftir,“ segir Guðrún. „Það hefur orðið samdráttur í búðinni en salan á vefnum hefur margfaldast,“ segir Karl Jóhann í Aurum. Rammagerðin hefur verið afar vinsæl meðal ferðamanna og hefur verslunarfólk þar fundið vel fyrir samdrætti. „Við erum ekki einu sinni að skoða þær tölur lengur út af ástandinu. Við erum bara einblína á hvernig við getum siglt í gegnum þetta tímabil og hvað er hægt að gera til að halda starfseminni gangandi,“ segir Fjalar Ólafsson innkaupastjóri Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg. Fjalar Ólafsson innkaupastjóri Rammagerðarinnar segir áherslu lagða á að sigla gegnum kófið.Vísir/Egill En hvað skyldi seljast best? „Við erum öll heima og höfum það kósý og þá viljum við eiga ullarteppi og þau hafa selst vel,“ segir Fjalar í Rammagerðinni. Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur í giftingahringjum og greinilegt að fólk er ekki að láta ástandið stoppa sig, segir Jóhann í Aurum. . Hér hefur verið ótrúlegur vöxtur í öllu sem tengist súrdeigsbakstri,“ segir Guðrún í Kokku. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Samkvæmt könnun Rannsóknarseturs verslunarinnar voru 57 laus rými í miðbænum í júní og 43 á sama tíma fyrir ári. Samkvæmt upplýsingum frá Kringlunni og Smáralind eru afar fá laus rými þar og verslun hefur gengið vel síðustu mánuði. Kaupmenn í miðbænum segja skýringuna á þessum mun vera að margar ferðamannaverslanir hafi lokað. Guðrún Jóhannesdóttir einn af eigendum Kokku segir söluna hafa aukist mikið síðustu mánuði.Vísir/Egill „Þær verslanir sem hafa átt erfitt uppdráttar eru lundabúðirnar og það má kannski alveg leiða að því líkum að það hafi verið orðin ofmetun á þeim markaði áður en kófið hófst,“ segir Guðrún Jóhannesdóttir enn af eigendum Kokku á Laugavegi. Kaupmenn finna breytingar á kauphegðun fólks. „Kúnninn er búinn að stúdera okkur á netinu til að athuga hvað skal kaupa, og kemur því inn í ákveðnum erindagjörðum og fer svo beint út,“ segir Karl Jóhann Jóhannsson einn af eigendum Aurum í Bankastræti. Guðrún eigandi Kokku er á sama máli. Hún segir að sala bæði í verslun og á vefnum hafi aukist mikið. Karl Jóhann Jóhannsson einn af eigendum Aurum segir netsöluna hafa aukist mikið.Vísir „Það hefur orðið tuga prósenta aukning á sölu í versluninni okkar það sem af er ári. Þá var sexföldun í mars á netsölu og tíföldun í apríl. Við höfum selt meira á netinu nú en allt árið í fyrra og söluhæstu mánuðirnir eru eftir,“ segir Guðrún. „Það hefur orðið samdráttur í búðinni en salan á vefnum hefur margfaldast,“ segir Karl Jóhann í Aurum. Rammagerðin hefur verið afar vinsæl meðal ferðamanna og hefur verslunarfólk þar fundið vel fyrir samdrætti. „Við erum ekki einu sinni að skoða þær tölur lengur út af ástandinu. Við erum bara einblína á hvernig við getum siglt í gegnum þetta tímabil og hvað er hægt að gera til að halda starfseminni gangandi,“ segir Fjalar Ólafsson innkaupastjóri Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg. Fjalar Ólafsson innkaupastjóri Rammagerðarinnar segir áherslu lagða á að sigla gegnum kófið.Vísir/Egill En hvað skyldi seljast best? „Við erum öll heima og höfum það kósý og þá viljum við eiga ullarteppi og þau hafa selst vel,“ segir Fjalar í Rammagerðinni. Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur í giftingahringjum og greinilegt að fólk er ekki að láta ástandið stoppa sig, segir Jóhann í Aurum. . Hér hefur verið ótrúlegur vöxtur í öllu sem tengist súrdeigsbakstri,“ segir Guðrún í Kokku.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira