Metfjöldi nýsmitaðra og látinna í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2020 08:35 Fólk á gangi í Moskvu í síðasta mánuði. EPA/SERGEI ILNITSKY Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst. Í heildina hafa rúmlega 1,3 milljón manna smitast og nærri því 23 þúsund dáið í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum. Í Moskvu fjölgaði smituðum um 4.618 og innlögnum á sjúkrahús um 16,7 prósent. Á mánuði hefur fjöldi nýsmitaðra tvöfaldast í Rússlandi en sérfræðingar þar í landi segja að ástandið sé ekki alvarlegt. Fylgi íbúar sóttvarnarreglum verði tiltölulega auðvelt að ná tökum á faraldrinum. Annars gæti teygst úr honum, samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar. Í annarri frétt fréttaveitunnar segir að á undanförnum fimm mánuðum hafi um 96 þúsund sektir verið veittar fyrir skort á grímum og hönskum í almenningssamgöngum í Moskvu. Lögregluþjónar vakta almenningssamgöngur í borginni og sekta fólk sem fylgir ekki þeim reglum um fimm þúsund rúblur, sem samsvarar um níu þúsund krónum. Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist í uppsveiflu víða um heim. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í gær að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. Til þess þyrfti þó að breyta réttu tólunum og varaði hann við því að hef það yrði ekki gert gæti faraldurinn varið lengi. Sjá einnig: Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum Hann gagnrýndi leiðtoga stórvelda heimsins einnig fyrir skort á forystu undanfarna mánuði og sagði að það hefði gert faraldurinn verri en annars. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst. Í heildina hafa rúmlega 1,3 milljón manna smitast og nærri því 23 þúsund dáið í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum. Í Moskvu fjölgaði smituðum um 4.618 og innlögnum á sjúkrahús um 16,7 prósent. Á mánuði hefur fjöldi nýsmitaðra tvöfaldast í Rússlandi en sérfræðingar þar í landi segja að ástandið sé ekki alvarlegt. Fylgi íbúar sóttvarnarreglum verði tiltölulega auðvelt að ná tökum á faraldrinum. Annars gæti teygst úr honum, samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar. Í annarri frétt fréttaveitunnar segir að á undanförnum fimm mánuðum hafi um 96 þúsund sektir verið veittar fyrir skort á grímum og hönskum í almenningssamgöngum í Moskvu. Lögregluþjónar vakta almenningssamgöngur í borginni og sekta fólk sem fylgir ekki þeim reglum um fimm þúsund rúblur, sem samsvarar um níu þúsund krónum. Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist í uppsveiflu víða um heim. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í gær að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. Til þess þyrfti þó að breyta réttu tólunum og varaði hann við því að hef það yrði ekki gert gæti faraldurinn varið lengi. Sjá einnig: Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum Hann gagnrýndi leiðtoga stórvelda heimsins einnig fyrir skort á forystu undanfarna mánuði og sagði að það hefði gert faraldurinn verri en annars.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira