Trump sneri aftur eftir Covid-19 og hélt fjölmennan kosningafund í Flórída Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2020 07:18 Donald Trump á kosningafundinum í gær. Eins og sést á myndinni voru ekki margir stuðningsmanna hans með grímur. Getty/Joe Raedle Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti á kosningafund í Flórída í gær, tæpum tveimur vikum eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Ellefu dagar eru síðan forsetinn greindist með veiruna. Hann var lagður inn á spítala daginn eftir þar sem hann dvaldi í þrjár nætur. Síðastliðinn sunnudag sagði Sean Conley, læknir Trumps, hann ekki vera smitandi og í gær tilkynnti hann að forsetinn hefði greinst neikvæður fyrir veirunni nokkra daga í röð. Hann nefndi þó engar tilteknar dagsetningar í því samhengi. Þúsundir komu saman á kosningafundi Trumps í gær sem haldinn var utandyra í borginni Sanford. Margir þeirra voru ekki með grímur. „Ég labba inn og kyssi alla“ Á meðal þess sem Trump státaði sig af í ræðu sinni á fundinum var vöxtur hlutabréfamarkaðarins og að hafa komið tveimur dómurum í Hæstarétt Bandaríkjanna, auk þess sem þriðji dómarinn væri á leiðinni, Amy Coney Barrett. Þá setti forsetinn spurningamerki við skarpskyggni Joe Biden, frambjóðanda Demókrata. watch on YouTube Þá ræddi Trump einnig Covid-19 og bata sinn. „Þeir segja að ég sé ónæmur. Mér líður eins og ég sé svo kraftmikill. Ég labba inn og kyssi alla. Ég kyssi strákana og fallegu konurnar, ég smelli á þig stórum, feitum kossi,“ sagði forsetinn meðal annars. Fundurinn var sá fyrsti af fjórum sem forsetinn hyggst halda á næstu fjórum dögum í ríkjum þar sem baráttan um forsetaembættið er hvað hörðust á milli hans og Biden. Engin tilviljun að koma til baka í Flórída Aðeins þrjár vikur eru nú til kjördags. Samkvæmt könnunum er Biden með tíu prósentustiga forskot á landsvísu en munurinn er minni í nokkrum lykilríkjum, til dæmis Flórída, þar sem Biden leiðir með 3,7 prósentustigum samkvæmt meðaltali sem Real Clear Politics hafa reiknað út. Að því er segir í frétt BBC um málið er það engin tilviljun að Trump velji Flórída til þess að koma aftur í kosningabaráttuna eftir kórónuveirusmitið. Hann vill og þarf að vinna Flórída í kosningunum en hann vann nauman sigur þar árið 2016. Ríkið er eitt af hinum svokölluðu „sveifluríkjum“ (e. swing states), það er ríkjum sem Demókratar og Repúblikanar hafa skipst á að vinna í gegnum tíðina. Ríkið er sögulega talið mjög mikilvægt enda hefur það aðeins gerst ellefu sinnum í 42 forsetakosningum í sögu Bandaríkjanna sá sem sigrar kjörið í Flórída nær ekki kjöri sem Bandaríkjaforseti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti á kosningafund í Flórída í gær, tæpum tveimur vikum eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Ellefu dagar eru síðan forsetinn greindist með veiruna. Hann var lagður inn á spítala daginn eftir þar sem hann dvaldi í þrjár nætur. Síðastliðinn sunnudag sagði Sean Conley, læknir Trumps, hann ekki vera smitandi og í gær tilkynnti hann að forsetinn hefði greinst neikvæður fyrir veirunni nokkra daga í röð. Hann nefndi þó engar tilteknar dagsetningar í því samhengi. Þúsundir komu saman á kosningafundi Trumps í gær sem haldinn var utandyra í borginni Sanford. Margir þeirra voru ekki með grímur. „Ég labba inn og kyssi alla“ Á meðal þess sem Trump státaði sig af í ræðu sinni á fundinum var vöxtur hlutabréfamarkaðarins og að hafa komið tveimur dómurum í Hæstarétt Bandaríkjanna, auk þess sem þriðji dómarinn væri á leiðinni, Amy Coney Barrett. Þá setti forsetinn spurningamerki við skarpskyggni Joe Biden, frambjóðanda Demókrata. watch on YouTube Þá ræddi Trump einnig Covid-19 og bata sinn. „Þeir segja að ég sé ónæmur. Mér líður eins og ég sé svo kraftmikill. Ég labba inn og kyssi alla. Ég kyssi strákana og fallegu konurnar, ég smelli á þig stórum, feitum kossi,“ sagði forsetinn meðal annars. Fundurinn var sá fyrsti af fjórum sem forsetinn hyggst halda á næstu fjórum dögum í ríkjum þar sem baráttan um forsetaembættið er hvað hörðust á milli hans og Biden. Engin tilviljun að koma til baka í Flórída Aðeins þrjár vikur eru nú til kjördags. Samkvæmt könnunum er Biden með tíu prósentustiga forskot á landsvísu en munurinn er minni í nokkrum lykilríkjum, til dæmis Flórída, þar sem Biden leiðir með 3,7 prósentustigum samkvæmt meðaltali sem Real Clear Politics hafa reiknað út. Að því er segir í frétt BBC um málið er það engin tilviljun að Trump velji Flórída til þess að koma aftur í kosningabaráttuna eftir kórónuveirusmitið. Hann vill og þarf að vinna Flórída í kosningunum en hann vann nauman sigur þar árið 2016. Ríkið er eitt af hinum svokölluðu „sveifluríkjum“ (e. swing states), það er ríkjum sem Demókratar og Repúblikanar hafa skipst á að vinna í gegnum tíðina. Ríkið er sögulega talið mjög mikilvægt enda hefur það aðeins gerst ellefu sinnum í 42 forsetakosningum í sögu Bandaríkjanna sá sem sigrar kjörið í Flórída nær ekki kjöri sem Bandaríkjaforseti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Sjá meira