Telur að mótefnapartí gæti endað illa Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2020 12:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst skilja hugmyndir um „mótefnapartí“, samkvæmi fyrir þá sem hafa fengið kórónuveiruna og myndað mótefni fyrir henni. Slíkt væri þó erfitt í framkvæmd og gæti hvatt fólk til að reyna gagngert að smitast af veirunni. Það gæti endað illa, að mati Þórólfs. Árni Steinn Viggósson, fjármálaverkfræðingur og veitingastaðareigandi, viðraði hugmynd að mótefnasamkvæminu í samtali við Mbl í gær. Árni, sem sjálfur veiktist af veirunni og er nú í einangrun, sagði téð partí ofarlega á óskalistanum að afplánun einangruninnar lokinni. Samkvæmið yrði „fjölmennt en um leið fullkomlega öruggt“. „Já, það er komið að því. Þá er bara öllum boðið sem eru komnir með mótefni. Það þarf bara hátt hlutfall að mæta, þar sem þetta eru bara 3.500 manns. 5% af þeim væru bara 175 manns og við þyrftum mun betri mætingu en það. Ég held að það væri feit stemning fyrir þessu og ég efast ekki um að b5 tæki viðskiptunum fagnandi,“ sagði Árni við Mbl. Hefði skilið hugmyndina sem unglingur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort slíkt samkvæmi gengi upp með tilliti til sóttvarnalegra sjónarmiða. Þórólfur sagði að ef veiran ein væri höfð til hliðsjónar myndi það ganga upp. „En ég held að það myndi skapa ákveðið fordæmi sem ég er ekki endilega viss um að allir myndu virða, það er að segja hvort þeir væru með mótefni eða ekki mótefni. Og ég held að þetta myndi kannski gefa tilefni til þess að fólk reyndi að fá þessa veiru svo það gæti farið í partí. Og það gæti endað mjög illa,“ sagði Þórólfur. „En sem unglingur myndi ég alveg skilja þessa hugmynd vel,“ bætti sóttvarnalæknir við. Alma Möller landlæknir vísaði jafnframt í umræðu tengda þessu á upplýsingafundi í síðustu viku. „Við ræddum tvennt. Það er, að þeir sem hafa fengið Covid, þó þeir séu komnir með mótefni, geta verið veikir í lungun. Og það er hægt að fá aðrar veirur og bakteríur í lungun. Og þá getur fólk auðvitað verið með veiruna á höndunum og borið hana á milli, þótt það sé sjálft ónæmt. Þannig að við hvetjum einnig þá sem eru búnir að fá Covid að fara varlega hvað varðar sóttvarnir,“ sagði Alma. Þá benti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á að hugmyndin um mótefnapartí vekti upp áhugaverða siðferðislega spurningu, um hvort leyfa ætti sumum eitthvað en öðrum ekki í baráttunni við veiruna. Sömu reglur um samkomubann gangi þó yfir alla, hvort sem þeir séu með mótefni fyrir veirunni eða ekki. Umræðu Þórólfs, Víðis og Ölmu um mótefnapartí má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst skilja hugmyndir um „mótefnapartí“, samkvæmi fyrir þá sem hafa fengið kórónuveiruna og myndað mótefni fyrir henni. Slíkt væri þó erfitt í framkvæmd og gæti hvatt fólk til að reyna gagngert að smitast af veirunni. Það gæti endað illa, að mati Þórólfs. Árni Steinn Viggósson, fjármálaverkfræðingur og veitingastaðareigandi, viðraði hugmynd að mótefnasamkvæminu í samtali við Mbl í gær. Árni, sem sjálfur veiktist af veirunni og er nú í einangrun, sagði téð partí ofarlega á óskalistanum að afplánun einangruninnar lokinni. Samkvæmið yrði „fjölmennt en um leið fullkomlega öruggt“. „Já, það er komið að því. Þá er bara öllum boðið sem eru komnir með mótefni. Það þarf bara hátt hlutfall að mæta, þar sem þetta eru bara 3.500 manns. 5% af þeim væru bara 175 manns og við þyrftum mun betri mætingu en það. Ég held að það væri feit stemning fyrir þessu og ég efast ekki um að b5 tæki viðskiptunum fagnandi,“ sagði Árni við Mbl. Hefði skilið hugmyndina sem unglingur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort slíkt samkvæmi gengi upp með tilliti til sóttvarnalegra sjónarmiða. Þórólfur sagði að ef veiran ein væri höfð til hliðsjónar myndi það ganga upp. „En ég held að það myndi skapa ákveðið fordæmi sem ég er ekki endilega viss um að allir myndu virða, það er að segja hvort þeir væru með mótefni eða ekki mótefni. Og ég held að þetta myndi kannski gefa tilefni til þess að fólk reyndi að fá þessa veiru svo það gæti farið í partí. Og það gæti endað mjög illa,“ sagði Þórólfur. „En sem unglingur myndi ég alveg skilja þessa hugmynd vel,“ bætti sóttvarnalæknir við. Alma Möller landlæknir vísaði jafnframt í umræðu tengda þessu á upplýsingafundi í síðustu viku. „Við ræddum tvennt. Það er, að þeir sem hafa fengið Covid, þó þeir séu komnir með mótefni, geta verið veikir í lungun. Og það er hægt að fá aðrar veirur og bakteríur í lungun. Og þá getur fólk auðvitað verið með veiruna á höndunum og borið hana á milli, þótt það sé sjálft ónæmt. Þannig að við hvetjum einnig þá sem eru búnir að fá Covid að fara varlega hvað varðar sóttvarnir,“ sagði Alma. Þá benti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á að hugmyndin um mótefnapartí vekti upp áhugaverða siðferðislega spurningu, um hvort leyfa ætti sumum eitthvað en öðrum ekki í baráttunni við veiruna. Sömu reglur um samkomubann gangi þó yfir alla, hvort sem þeir séu með mótefni fyrir veirunni eða ekki. Umræðu Þórólfs, Víðis og Ölmu um mótefnapartí má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira