Þurfa að koma með eigin penna til að kjósa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2020 23:30 Kjósendur í Litháen þurfa að mæta með penna til þessa að geta gert þetta á morgun. Getty Litháar ganga til þingkosninga á morgun í kosningum sem litið er á sem mælikvarða á það hvort íbúar landsins séu ánægðir með aðgerðir ríkisstjórnar Saulius Skvernelis forsætisráðherra gegn kórónuveirufaraldrinum eða ekki. Kjósendur þurfa að mæta með sína eigin penna á kjörstaði til þess að merkja atkvæðaseðlana. Um er að ræða sóttvarnarráðstöfun auk þess sem að boðið hefur verið upp á sambærilegar ráðstafanir og gerðar voru hér á landi í tengslum við forsetakosningarnar í sumar, til þess að tryggja að þeir sem eru sýktir eða í sóttkví geti kosið. Þá hafa kjörstjórnarfulltrúar klæddir sóttvarnargöllum heimsótt suma af þá 32 þúsund íbúum landsins sem eru í sjálfskipaðri sóttkví til þess að sækja kjörseðla heim til þeirra. Flokkur Skvernelis, Bandalag bænda og græningja, leiðir skoðanakannanir ásamt Föðurlandsbandalaginu. Báðir flokkar mælast með fimmtán prósent fylgi en Föðurlandsbandalagið er í stjórnarandstöðu. Efnahagur Litháens hefur gengið betur en flestra ríkja Evrópusambandsins að undanförnu þrátt fyrir faraldurinn og er það talið geta ýtt flokki Skvernelis yfir endalínuna. Skvernelis er forsætisráðherra.Vísir/EPA Seðlabanki Litháens telur það skýrast af því að samkomutakmarkanir voru tiltölulega skammlífar, ríkið hafi veitt landsmönnum töluverðan stuðning og að helstu viðskiptalönd hafi einnig komið ágætlega út úr faraldrinum. Í frétt Euronews um kosningarnar segir að stuðning við flokk Skvernelis megi rekja til þess að töluverður hluti af tveggja milljarða evra björgunarpakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins hafi endað á einn eða annan hátt í vasa kjósenda. Þar segir einnig að áður en faraldurinn skall á hafi flokkur Skvernelis verið í vandræðum, en viðbrögð ríkisstjórnarinnar við faraldrinum hafi snúið kjósendum á sveif með Bandalagi bænda og græningja. Litháen Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Litháar ganga til þingkosninga á morgun í kosningum sem litið er á sem mælikvarða á það hvort íbúar landsins séu ánægðir með aðgerðir ríkisstjórnar Saulius Skvernelis forsætisráðherra gegn kórónuveirufaraldrinum eða ekki. Kjósendur þurfa að mæta með sína eigin penna á kjörstaði til þess að merkja atkvæðaseðlana. Um er að ræða sóttvarnarráðstöfun auk þess sem að boðið hefur verið upp á sambærilegar ráðstafanir og gerðar voru hér á landi í tengslum við forsetakosningarnar í sumar, til þess að tryggja að þeir sem eru sýktir eða í sóttkví geti kosið. Þá hafa kjörstjórnarfulltrúar klæddir sóttvarnargöllum heimsótt suma af þá 32 þúsund íbúum landsins sem eru í sjálfskipaðri sóttkví til þess að sækja kjörseðla heim til þeirra. Flokkur Skvernelis, Bandalag bænda og græningja, leiðir skoðanakannanir ásamt Föðurlandsbandalaginu. Báðir flokkar mælast með fimmtán prósent fylgi en Föðurlandsbandalagið er í stjórnarandstöðu. Efnahagur Litháens hefur gengið betur en flestra ríkja Evrópusambandsins að undanförnu þrátt fyrir faraldurinn og er það talið geta ýtt flokki Skvernelis yfir endalínuna. Skvernelis er forsætisráðherra.Vísir/EPA Seðlabanki Litháens telur það skýrast af því að samkomutakmarkanir voru tiltölulega skammlífar, ríkið hafi veitt landsmönnum töluverðan stuðning og að helstu viðskiptalönd hafi einnig komið ágætlega út úr faraldrinum. Í frétt Euronews um kosningarnar segir að stuðning við flokk Skvernelis megi rekja til þess að töluverður hluti af tveggja milljarða evra björgunarpakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins hafi endað á einn eða annan hátt í vasa kjósenda. Þar segir einnig að áður en faraldurinn skall á hafi flokkur Skvernelis verið í vandræðum, en viðbrögð ríkisstjórnarinnar við faraldrinum hafi snúið kjósendum á sveif með Bandalagi bænda og græningja.
Litháen Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira