Gangandi kvenfélagskonur í Grímsnesi í allan dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. október 2020 12:16 Konurnar tólf, ásamt hundi, sem lögðu af stað Sólheimahringinn í morgun klukkan 09:00. Þær reikna með að ljúka 24 kílómetra göngunni um klukkan 17:00 í dag. Kvenfélagskonur í Grímsnesi eru búnir að vera á gangi í alla morgun og ætla að ganga fram eftir degi en um er að ræða áheitagöngu þar sem þær ganga Sólheimahringinn, sem er tuttugu og fjórir kílómetrar. Félagið fagnaði hundrað ára afmæli á síðasta ári. Allt félagsstarf í kvenfélögum landsins liggur meira og minna niðri vegna Covid – 19 en þá þarf að huga út fyrir boxið eins og kvenfélagskonur í Kvenfélagi Grímsneshrepps hafa gert með því að ganga áheitagöngu úti í dag í góða veðrinu þar sem fjarlægðatakmörk verða virt og sóttvarnir hafðar í fyrirrúmi. Laufey Guðmundsdóttir er „Við ætlum að ganga 24 kílómetra, Sólheimahringinn svokallaða. Við byrjuðum í morgun klukkan níu og erum hérna að fikra okkur áfram hringinn. Við ákváðum að gera þetta því að við getum ekki hagað okkar starfsemi eins og vanalega, við gátum t.d. ekki haldið okkar árlegu Grímsævintýri og þar að leiðandi ekki tombólu og við reiknum ekki með að geta haldið jólabingó. Þetta eru okkar aðal fjáröflunarleiðir og við gefum alltaf alla afkomu til góðra málefna,“ segir Laufey. Laufey Guðmundsdóttir, formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, sem er yfir sig stolt af konunum í félaginu, sem taka þátt í göngu dagsins.Einkasafn Það sem safnast í áheitagöngu dagsins rennur til „Sjóðsins góða“, sem er sjóður í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir hver jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum. „Við ætlu ekki bara að gefa það sem kemur inn á reikninginn, heldur ætlum við líka að veita ákveðið mótframlag, allt að fimm hundruð þúsundum frá kvenfélaginu sjálfu, þannig að þetta gæti verið ágætis búbót fyrir þá sem minna mega sín,“ bætir Laufey við. Tólf konur og einn hundur taka þátt í göngunni á öllum aldri. Laufey er stolt af sínu félagi og konum, enda ótrúlega vel gert og flott framtak hjá kvenfélaginu. „Já, það er náttúrlega alltaf gott að geta gefið af sér og það veitir manni hamingju og ef ekki í dag, hvenær eigum við að gera það,“ segir Laufey. Þeir sem vilja leggja málefninu lið og heita á konurnar í Grímsnesi geta lagt fram áheit á reikning félagsins, 0152-26-020958 og kennitalan er; 420389-1329 – skýring „áheit“. Kvenfélag Grímsneshrepps var stofnað 24.apríl 1919. Tilgangur félagsins er að efla samúð og samheldni kvenna í Grímsneshreppi. Vinna að menningar og líknarmálum innan sveitar og utan, eftir því sem þörf krefur og geta leyfir.Kvenfélag Grímsneshrepps Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Kvenfélagskonur í Grímsnesi eru búnir að vera á gangi í alla morgun og ætla að ganga fram eftir degi en um er að ræða áheitagöngu þar sem þær ganga Sólheimahringinn, sem er tuttugu og fjórir kílómetrar. Félagið fagnaði hundrað ára afmæli á síðasta ári. Allt félagsstarf í kvenfélögum landsins liggur meira og minna niðri vegna Covid – 19 en þá þarf að huga út fyrir boxið eins og kvenfélagskonur í Kvenfélagi Grímsneshrepps hafa gert með því að ganga áheitagöngu úti í dag í góða veðrinu þar sem fjarlægðatakmörk verða virt og sóttvarnir hafðar í fyrirrúmi. Laufey Guðmundsdóttir er „Við ætlum að ganga 24 kílómetra, Sólheimahringinn svokallaða. Við byrjuðum í morgun klukkan níu og erum hérna að fikra okkur áfram hringinn. Við ákváðum að gera þetta því að við getum ekki hagað okkar starfsemi eins og vanalega, við gátum t.d. ekki haldið okkar árlegu Grímsævintýri og þar að leiðandi ekki tombólu og við reiknum ekki með að geta haldið jólabingó. Þetta eru okkar aðal fjáröflunarleiðir og við gefum alltaf alla afkomu til góðra málefna,“ segir Laufey. Laufey Guðmundsdóttir, formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, sem er yfir sig stolt af konunum í félaginu, sem taka þátt í göngu dagsins.Einkasafn Það sem safnast í áheitagöngu dagsins rennur til „Sjóðsins góða“, sem er sjóður í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir hver jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum. „Við ætlu ekki bara að gefa það sem kemur inn á reikninginn, heldur ætlum við líka að veita ákveðið mótframlag, allt að fimm hundruð þúsundum frá kvenfélaginu sjálfu, þannig að þetta gæti verið ágætis búbót fyrir þá sem minna mega sín,“ bætir Laufey við. Tólf konur og einn hundur taka þátt í göngunni á öllum aldri. Laufey er stolt af sínu félagi og konum, enda ótrúlega vel gert og flott framtak hjá kvenfélaginu. „Já, það er náttúrlega alltaf gott að geta gefið af sér og það veitir manni hamingju og ef ekki í dag, hvenær eigum við að gera það,“ segir Laufey. Þeir sem vilja leggja málefninu lið og heita á konurnar í Grímsnesi geta lagt fram áheit á reikning félagsins, 0152-26-020958 og kennitalan er; 420389-1329 – skýring „áheit“. Kvenfélag Grímsneshrepps var stofnað 24.apríl 1919. Tilgangur félagsins er að efla samúð og samheldni kvenna í Grímsneshreppi. Vinna að menningar og líknarmálum innan sveitar og utan, eftir því sem þörf krefur og geta leyfir.Kvenfélag Grímsneshrepps
Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira