10 aðgerðir Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 9. október 2020 13:02 Hvað þarf eiginlega að gera til að koma Íslandi aftur á fætur? Næstu jól stefnir í að allt 25-30.000 manns verði atvinnulaus en það eru fleiri störf en eru samanlagt á Akureyri, Reykjanesbæ, öllum Austfjörðum og Vestfjörðum. Atvinnuleysi er því okkar helsta áskorun og því höfum við í Samfylkingunni lagt til 32 alvöru aðgerðir. Förum yfir 10 atriði: 1. Aðgerðir Samfylkingarinnar munu búa til þrisvar sinnum fleiri störf en þau sem tillögur ríkisstjórnar gera ráð fyrir. 2. Við viljum fjölga störfum, BÆÐI hjá einkageiranum OG hjá hinu opinbera. Sem dæmi vantar 400 hjúkrunarfræðinga, mörg hundruð sjúkraliða, 200 lögreglumenn, fjöldann allan af skólafólki, sálfræðingum, félagsráðgjöfum í skóla og heilsugæslu. Þá er barnaverndarkerfið og félagslega þjónustan undirmönnuð og svona mætti lengi telja. Mikið af þessu fólki höfum við nú þegar menntað. Fjármálaráðherra sagði hins vegar að fjölgun opinberra starfa væri „versta hugmynd“ sem hann hefði heyrt. Iðnaðarmaðurinn, búðareigandinn og litlu þjónustufyrirtækin 3. Við viljum að tryggingargjald verði fellt niður í a.m.k. eitt ár fyrir einyrkja og lítil fyrirtæki þannig að öll fyrirtæki fái 2 milljón kr. afslátt af tryggingagjaldi. Þetta er atvinnuskapandi skattalækkun í stað sértækrar skattalækkunar ríkisstjórnarinnar sem setur núna í forgang að lækka fjármagnstekjuskatt til hinna allra ríkustu en einungis 1% af ríkustu Íslendingunum aflar um 50% allra fjármagnstekna í landinu. Samfylkingin vill í staðinn huga að litlum fyrirtækjunum, iðnaðarmanninum, búðareigandanum og litlu þjónustufyrirtækjum. 4. Við munum styrkja fyrirtæki sem ráða fólk af atvinnuleysisskrá í stað þessa að niðurgreiða uppsagnir eins og ríkisstjórnin gerir. Það er fáheyrt aðgerð að nota almannafé til að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki enda gerir engin ríkisstjórn það í nágrannalöndunum. Getur þú lifað á 240 þús kr? 5. Við viljum draga úr vinnuletjandi skerðingum gagnvart barnafólki og öryrkjum. 6. Við munum hækka atvinnuleysisbætur og hækka grunnbætur til aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ákveðið að þessir þrír hópar eiga að lifa á um 240 þúsund kr. á mánuði. Enginn ráðherranna segist geta lifað af slíkri upphæð. 7. Við viljum styrkja sveitarfélögin sem sjá um nærþjónustuna, byggja nýjan geðspítala og fjárfesta almennilega um allt land. Fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár nemur einungis 1% af landsframleiðslu og auðvitað dugar það ekki til að mæta dýpstu kreppu í 100 ár. Græn atvinnubylting 8. Við viljum innleiða græna atvinnustefnu með metnaðarfyllri loftslagsaðgerðum, stofna grænan fjárfestingarsjóð og stórefla grænmetisframleiðslu og skógrækt. 9. Við viljum hækka endurgreiðsluhlutfall vegna kvikmyndagerðar, fjölga listamannalaunum og styrkja sérstaklega sviðslistafólk. 10. Við viljum stórefla nýsköpun, hátækniiðnaðinn og efla fjarheilbrigðisþjónustu. Viðbót ríkisstjórnarinnar í nýsköpun næsta árs er einungis 0,3% af landsframleiðslu, sem er nánast ekki neitt til að tala um. Ábyrga leiðin úr atvinnukreppu Þetta er hluti af tillögum Samfylkingarinnar þar sem kostnaðurinn er um 80 milljarða kr (sem er sama upphæð og brúarlán ríkisstjórnarinnar áttu að kosta en þau misstu algjörlega marks). Hins vegar kostar hvert prósentustig í atvinnuleysi um 6,5 milljarða kr. fyrir utan hinn mannlega harmleik sem því fylgir. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar lækka atvinnuleysi einungis um eitt prósentustig. Við viljum hins vegar fjárfesta með mun myndarlegri hætti í fólki og fyrirtækjum og taka lengri tíma til að borga niður hallann. Stundum þarf að verja pening til að búa til pening. Þær aðstæður eru núna. Þetta er það sem Samfylkingin kallar ábyrga leiðin. Það er óábyrgt að gera of lítið í svona ástandi eins og ríkisstjórnin er að gera. Það er ábyrgt að taka stór græn skref núna, eins og Samfylkingin leggur til. Vinna og velferð þar sem græn uppbygging um allt land er okkar rauði þráður. Þetta er leið úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Ágúst Ólafur Ágústsson Efnahagsmál Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Hvað þarf eiginlega að gera til að koma Íslandi aftur á fætur? Næstu jól stefnir í að allt 25-30.000 manns verði atvinnulaus en það eru fleiri störf en eru samanlagt á Akureyri, Reykjanesbæ, öllum Austfjörðum og Vestfjörðum. Atvinnuleysi er því okkar helsta áskorun og því höfum við í Samfylkingunni lagt til 32 alvöru aðgerðir. Förum yfir 10 atriði: 1. Aðgerðir Samfylkingarinnar munu búa til þrisvar sinnum fleiri störf en þau sem tillögur ríkisstjórnar gera ráð fyrir. 2. Við viljum fjölga störfum, BÆÐI hjá einkageiranum OG hjá hinu opinbera. Sem dæmi vantar 400 hjúkrunarfræðinga, mörg hundruð sjúkraliða, 200 lögreglumenn, fjöldann allan af skólafólki, sálfræðingum, félagsráðgjöfum í skóla og heilsugæslu. Þá er barnaverndarkerfið og félagslega þjónustan undirmönnuð og svona mætti lengi telja. Mikið af þessu fólki höfum við nú þegar menntað. Fjármálaráðherra sagði hins vegar að fjölgun opinberra starfa væri „versta hugmynd“ sem hann hefði heyrt. Iðnaðarmaðurinn, búðareigandinn og litlu þjónustufyrirtækin 3. Við viljum að tryggingargjald verði fellt niður í a.m.k. eitt ár fyrir einyrkja og lítil fyrirtæki þannig að öll fyrirtæki fái 2 milljón kr. afslátt af tryggingagjaldi. Þetta er atvinnuskapandi skattalækkun í stað sértækrar skattalækkunar ríkisstjórnarinnar sem setur núna í forgang að lækka fjármagnstekjuskatt til hinna allra ríkustu en einungis 1% af ríkustu Íslendingunum aflar um 50% allra fjármagnstekna í landinu. Samfylkingin vill í staðinn huga að litlum fyrirtækjunum, iðnaðarmanninum, búðareigandanum og litlu þjónustufyrirtækjum. 4. Við munum styrkja fyrirtæki sem ráða fólk af atvinnuleysisskrá í stað þessa að niðurgreiða uppsagnir eins og ríkisstjórnin gerir. Það er fáheyrt aðgerð að nota almannafé til að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki enda gerir engin ríkisstjórn það í nágrannalöndunum. Getur þú lifað á 240 þús kr? 5. Við viljum draga úr vinnuletjandi skerðingum gagnvart barnafólki og öryrkjum. 6. Við munum hækka atvinnuleysisbætur og hækka grunnbætur til aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ákveðið að þessir þrír hópar eiga að lifa á um 240 þúsund kr. á mánuði. Enginn ráðherranna segist geta lifað af slíkri upphæð. 7. Við viljum styrkja sveitarfélögin sem sjá um nærþjónustuna, byggja nýjan geðspítala og fjárfesta almennilega um allt land. Fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár nemur einungis 1% af landsframleiðslu og auðvitað dugar það ekki til að mæta dýpstu kreppu í 100 ár. Græn atvinnubylting 8. Við viljum innleiða græna atvinnustefnu með metnaðarfyllri loftslagsaðgerðum, stofna grænan fjárfestingarsjóð og stórefla grænmetisframleiðslu og skógrækt. 9. Við viljum hækka endurgreiðsluhlutfall vegna kvikmyndagerðar, fjölga listamannalaunum og styrkja sérstaklega sviðslistafólk. 10. Við viljum stórefla nýsköpun, hátækniiðnaðinn og efla fjarheilbrigðisþjónustu. Viðbót ríkisstjórnarinnar í nýsköpun næsta árs er einungis 0,3% af landsframleiðslu, sem er nánast ekki neitt til að tala um. Ábyrga leiðin úr atvinnukreppu Þetta er hluti af tillögum Samfylkingarinnar þar sem kostnaðurinn er um 80 milljarða kr (sem er sama upphæð og brúarlán ríkisstjórnarinnar áttu að kosta en þau misstu algjörlega marks). Hins vegar kostar hvert prósentustig í atvinnuleysi um 6,5 milljarða kr. fyrir utan hinn mannlega harmleik sem því fylgir. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar lækka atvinnuleysi einungis um eitt prósentustig. Við viljum hins vegar fjárfesta með mun myndarlegri hætti í fólki og fyrirtækjum og taka lengri tíma til að borga niður hallann. Stundum þarf að verja pening til að búa til pening. Þær aðstæður eru núna. Þetta er það sem Samfylkingin kallar ábyrga leiðin. Það er óábyrgt að gera of lítið í svona ástandi eins og ríkisstjórnin er að gera. Það er ábyrgt að taka stór græn skref núna, eins og Samfylkingin leggur til. Vinna og velferð þar sem græn uppbygging um allt land er okkar rauði þráður. Þetta er leið úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun