Fólk glímir enn við fjölþætt einkenni mánuðum eftir veikindin Atli Ísleifsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. október 2020 12:00 Sigríður Zöega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands,kynnti fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar fundi í gær. Þótt einkennum fækki og dragi úr styrkleika þá er fólk, sem smitaðist af kórónuveirunni, engu að síður að glíma við fjölþætt einkenni mánuði eftir veikindin. Hafi þetta áhrif á daglegt líf, sem lýsi sér einkum í þreytu, mæði og verkjum. Þetta eru meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar rannsóknarhóps Landspítala, en Sigríður Zöega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands, birti í gær á Vísindum að hausti fyrstu niðurstöður úr könnun um einkenni og líðan sjúklinga í kjölfar Covid-19. Meirihluti þátttakenda metur heilsu sína verri nú en fyrir Covid-19. Einkennum fækkar blessunarlega Sigríður segir í samtali við fréttastofu að helstu niðurstöður séu þær að blessunarlega þá fækki einkennum og þau minnka með tímanum. Það séu góðu fréttirnar. „Engu að síður er ákveðinn hópur sem situr uppi með mikil og erfið einkenni. Af þeim ríflega níu hundruð sem svöruðu spurningalistanum þá eru 68 prósent sem greindu frá því að þeir fyndu ennþá fyrir slappleika og ríflega helmingur fyrir mæði. Óþægindi og verkir hjá helmingi þátttakenda sem það finnur ennþá fyrir í dag.“ Um níu prósent finnur fyrir breytingu á lyktarskyni Aðspurð um lykt- og bragðskyn segir Sigríður að það hafi verið algengt að Covid-sjúklingar hafi fundið fyrir að hafa misst það í veikindunum. „Það kemur aftur, já, en það eru um níu prósent sem segjast fyrir mikla breytingu á lyktarskyni.“ Hún segir að það sem þetta segi okkur, til allrar hamingju, sé að fækki einkennum og þau minnki með tímanum. „En það er hópur sem er enn með töluverð einkenni og við þurfum að huga betur að endurhæfingu og þjónustu við þennan hóp.“ Sigríður segir að meðaltal einkenna á meðan á veikindunum stóð var 12,6 en ríflega þremur mánuðum eftir veikindin var meðaltalið 6,6. Er það ekki svolítið hátt? „Við erum náttúrulega ekki með samanburð, en þetta segir okkur, jú að fólk er enn að finna fyrir mörgum einkennum, það er þeir sem svöruðu þessum spurningalista.“ Hægt er að fylgjast með fyrirlestri Sigríðar í spilaranum að neðan. Fyrirlestur hennar hefast þegar um klukkustund og fimmtán mínútur eru liðnar. Á vef Landspítala segir að tilgangur rannsóknarinnar hafi verið að kanna einkenni og líðan einstaklinga sem fengu Covid-19 og nutu þjónustu Covid-19 göngudeildar Landspítala. Spurningalisti hafi verið sendur út í júlí og svarhlutfall verið um 60 prósent. „Þátttakendur mátu líðan sína og einkenni bæði á meðan þeir voru í einangrun og undanfarnar 1-2 vikur þegar spurningalista var svarað. Auk Sigríðar eru í rannsóknarhópnum Brynja Ingadóttir, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og lektor við Háskóla Íslands, Katrín Blöndal, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og aðjúnkt við Háskóla Íslands, Elín J.G. Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á Landspítala, Hans Haraldsson, verkefnastjóri við Háskóla Íslands og Helga Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar langveikra á Landspítala.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Þótt einkennum fækki og dragi úr styrkleika þá er fólk, sem smitaðist af kórónuveirunni, engu að síður að glíma við fjölþætt einkenni mánuði eftir veikindin. Hafi þetta áhrif á daglegt líf, sem lýsi sér einkum í þreytu, mæði og verkjum. Þetta eru meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar rannsóknarhóps Landspítala, en Sigríður Zöega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands, birti í gær á Vísindum að hausti fyrstu niðurstöður úr könnun um einkenni og líðan sjúklinga í kjölfar Covid-19. Meirihluti þátttakenda metur heilsu sína verri nú en fyrir Covid-19. Einkennum fækkar blessunarlega Sigríður segir í samtali við fréttastofu að helstu niðurstöður séu þær að blessunarlega þá fækki einkennum og þau minnka með tímanum. Það séu góðu fréttirnar. „Engu að síður er ákveðinn hópur sem situr uppi með mikil og erfið einkenni. Af þeim ríflega níu hundruð sem svöruðu spurningalistanum þá eru 68 prósent sem greindu frá því að þeir fyndu ennþá fyrir slappleika og ríflega helmingur fyrir mæði. Óþægindi og verkir hjá helmingi þátttakenda sem það finnur ennþá fyrir í dag.“ Um níu prósent finnur fyrir breytingu á lyktarskyni Aðspurð um lykt- og bragðskyn segir Sigríður að það hafi verið algengt að Covid-sjúklingar hafi fundið fyrir að hafa misst það í veikindunum. „Það kemur aftur, já, en það eru um níu prósent sem segjast fyrir mikla breytingu á lyktarskyni.“ Hún segir að það sem þetta segi okkur, til allrar hamingju, sé að fækki einkennum og þau minnki með tímanum. „En það er hópur sem er enn með töluverð einkenni og við þurfum að huga betur að endurhæfingu og þjónustu við þennan hóp.“ Sigríður segir að meðaltal einkenna á meðan á veikindunum stóð var 12,6 en ríflega þremur mánuðum eftir veikindin var meðaltalið 6,6. Er það ekki svolítið hátt? „Við erum náttúrulega ekki með samanburð, en þetta segir okkur, jú að fólk er enn að finna fyrir mörgum einkennum, það er þeir sem svöruðu þessum spurningalista.“ Hægt er að fylgjast með fyrirlestri Sigríðar í spilaranum að neðan. Fyrirlestur hennar hefast þegar um klukkustund og fimmtán mínútur eru liðnar. Á vef Landspítala segir að tilgangur rannsóknarinnar hafi verið að kanna einkenni og líðan einstaklinga sem fengu Covid-19 og nutu þjónustu Covid-19 göngudeildar Landspítala. Spurningalisti hafi verið sendur út í júlí og svarhlutfall verið um 60 prósent. „Þátttakendur mátu líðan sína og einkenni bæði á meðan þeir voru í einangrun og undanfarnar 1-2 vikur þegar spurningalista var svarað. Auk Sigríðar eru í rannsóknarhópnum Brynja Ingadóttir, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og lektor við Háskóla Íslands, Katrín Blöndal, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og aðjúnkt við Háskóla Íslands, Elín J.G. Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á Landspítala, Hans Haraldsson, verkefnastjóri við Háskóla Íslands og Helga Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar langveikra á Landspítala.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira