Svipaður fjöldi flaug með Icelandair milli landa og með Air Iceland Connect innanlands Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2020 19:20 Icelandair flýgur aðeins eina til þrjár flugferðir á dag og drógst farþegafjöldi félagsins saman um 97 prósent í september miðað við sama mánuði í fyrra. Vísir/Vilhelm Farþegum með Icelandair fækkaði um 97 prósent í síðasta mánuði frá sama mánuði í fyrra eða tæplega þúsund færri og flugu innanlands með Air Iceland Connect. Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að samræma sóttvarnareglur á flugvöllum í Evrópu. Undanfarna daga hefur þetta verið myndin sem blasir við þið þegar komur og brottfarir eru skoðaðar á vef Keflavíkurflugvallar. Níu af tíu flugferðum Icelandair aflýst og aðeins flogið til Kaupmannahafnar og að auki fór Easyjet eina ferð til Lundúna. Forstjóri Icelandair segir að það myndi hjálpa mikið ef samræmdar reglur giltu á flugvöllum í Evrópu eins og Evrópusambandið hefur lagt til.Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið halda uppi einu flugi á dag til Kaupmannahafnar, tveimur í viku til Lundúna og Amsterdam og einni ferð á viku til Boston. „Það er vegna þess að ferðatakmarkanir til og frá landinu eru mjög harðar og eftirspurn þar af leiðandi mjög lítil. Það er eiginlega búið að loka á komur ferðamanna til landsins og þess vegna verðum við því miður að bregðast við með þessum hætti,“ segir Bogi. Í leiðarkerfi Icelandair eins og það var þegar allt lék í lyndi mátti sjá fjölda flugferða til norður Ameríku, Kanada og Bandaríkjanna og síðan fjöldi ferða frá Íslandi til borga í Evrópu. En nú er staðan önnur. Félagið flýgur aðeins eina til þrjár flugferðir á dag. Wizz Air, EasyJet, SAS og British Airways flúga samanlagt eina til tvær ferðir á dag ásamt einstaka ferðum annarra flugfélaga. Í september flugu 12 þúsund farþegar með Icelandair sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Grafík/HÞ Síðustu tvær vikurnar voru samtals 145 komur og brottfarir á Keflavíkurflugvelli þar sem Icelandair átti þrátt fyrir allt flestar flugferðirnar, eða 45. En þar á eftir koma EasyJet með 32 og Wizz Air með 24. Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að það lifi af þetta ástand af fram á næsta vor. „En auðvitað væri betra að þetta færi að fara í gang fyrr en síðar. Og landamæri hér myndu opna í takti við það sem við sjáum í öðrum löndum,“ segir Bogi. Honum lítist vel á hugmyndir Evrópusambandsins um samræmdar reglur með litakóða. „Það myndi klárlega hjálpa. Samræmdar reglur til dæmis innan evrópulandanna myndu hjálpa og eins og ég nefndi áðan, fyrirsjáanleiki. Það er mjög erfitt að selja landið sem ferðamannaland ef enginn veit hvernig þetta kemur til með að þróast og ef við ætlum að gera hlutina með allt öðrum hætti en löndin í kringum okkur,“ segir Bogi Nils Bogason. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Farþegum með Icelandair fækkaði um 97 prósent í síðasta mánuði frá sama mánuði í fyrra eða tæplega þúsund færri og flugu innanlands með Air Iceland Connect. Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að samræma sóttvarnareglur á flugvöllum í Evrópu. Undanfarna daga hefur þetta verið myndin sem blasir við þið þegar komur og brottfarir eru skoðaðar á vef Keflavíkurflugvallar. Níu af tíu flugferðum Icelandair aflýst og aðeins flogið til Kaupmannahafnar og að auki fór Easyjet eina ferð til Lundúna. Forstjóri Icelandair segir að það myndi hjálpa mikið ef samræmdar reglur giltu á flugvöllum í Evrópu eins og Evrópusambandið hefur lagt til.Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið halda uppi einu flugi á dag til Kaupmannahafnar, tveimur í viku til Lundúna og Amsterdam og einni ferð á viku til Boston. „Það er vegna þess að ferðatakmarkanir til og frá landinu eru mjög harðar og eftirspurn þar af leiðandi mjög lítil. Það er eiginlega búið að loka á komur ferðamanna til landsins og þess vegna verðum við því miður að bregðast við með þessum hætti,“ segir Bogi. Í leiðarkerfi Icelandair eins og það var þegar allt lék í lyndi mátti sjá fjölda flugferða til norður Ameríku, Kanada og Bandaríkjanna og síðan fjöldi ferða frá Íslandi til borga í Evrópu. En nú er staðan önnur. Félagið flýgur aðeins eina til þrjár flugferðir á dag. Wizz Air, EasyJet, SAS og British Airways flúga samanlagt eina til tvær ferðir á dag ásamt einstaka ferðum annarra flugfélaga. Í september flugu 12 þúsund farþegar með Icelandair sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Grafík/HÞ Síðustu tvær vikurnar voru samtals 145 komur og brottfarir á Keflavíkurflugvelli þar sem Icelandair átti þrátt fyrir allt flestar flugferðirnar, eða 45. En þar á eftir koma EasyJet með 32 og Wizz Air með 24. Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að það lifi af þetta ástand af fram á næsta vor. „En auðvitað væri betra að þetta færi að fara í gang fyrr en síðar. Og landamæri hér myndu opna í takti við það sem við sjáum í öðrum löndum,“ segir Bogi. Honum lítist vel á hugmyndir Evrópusambandsins um samræmdar reglur með litakóða. „Það myndi klárlega hjálpa. Samræmdar reglur til dæmis innan evrópulandanna myndu hjálpa og eins og ég nefndi áðan, fyrirsjáanleiki. Það er mjög erfitt að selja landið sem ferðamannaland ef enginn veit hvernig þetta kemur til með að þróast og ef við ætlum að gera hlutina með allt öðrum hætti en löndin í kringum okkur,“ segir Bogi Nils Bogason.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira