Kári hefði viljað taka landsbyggðina með Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2020 12:17 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég held að það sé lífsnauðsynlegt að fara í hertar aðgerðir og vildi að okkur hefði borið gæfa til að fara í hertar aðgerðir fyrir tveimur vikum síðan,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, spurður álits vegna frétta af tillögum sóttvarnalæknis um harðari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem hann hyggst senda ráðherra í dag. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15 í dag. Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins fundaði í morgun vegna ástandsins. Er íbúar höfuðborgarsvæðisins hvattir til að halda sig eins mikið heima og þeir geta og öllum ráðlagt frá ferðum til og frá höfuðborgarsvæðisins nema brýna nauðsyn beri til. Hægt er að lesa nánar um tilmælin hér. Staðan á Landspítalanum er orðin mjög slæm og sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, að sterklega komi til álita að grípa til enn harðari aðgerða en tóku gildi í gær. Kári segist sáttur við að tökin séu hert á höfuðborgarsvæðinu en telur ákveðna áhættu fólgna í því að undanskilja landsbyggðina. „Þó svo að það hafi verið minna um smit utan höfuðborgarinnar held ég að við séum á það ógnvekjandi stað að kannski sé skynsamlegra að láta þetta gilda um land allt,“ segir Kári. Hann segir tillögurnar skynsamlegar en ekki hafnar yfir gagnrýni. Aðgerðirnar hefðu að hans mati átt að gilda um allt land. Veiran sé búin að dreifa sér víða um höfuðborgarsvæðið. Miðað við hversu mikil umferðin er á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé ekki ólíklegt að smituðum fari fjölgandi úti á landi. „Ég hefði tekið landsbyggðina með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast veldisvöxt útbreiðslunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir verulegt áhyggjuefni hvað kórónuveiran hafi náð að dreifa sér víða í samfélaginu. Nauðsynlegt sé að grípa strax til hertari sóttvarnaaðgerða. 6. október 2020 12:06 Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
„Ég held að það sé lífsnauðsynlegt að fara í hertar aðgerðir og vildi að okkur hefði borið gæfa til að fara í hertar aðgerðir fyrir tveimur vikum síðan,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, spurður álits vegna frétta af tillögum sóttvarnalæknis um harðari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem hann hyggst senda ráðherra í dag. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15 í dag. Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins fundaði í morgun vegna ástandsins. Er íbúar höfuðborgarsvæðisins hvattir til að halda sig eins mikið heima og þeir geta og öllum ráðlagt frá ferðum til og frá höfuðborgarsvæðisins nema brýna nauðsyn beri til. Hægt er að lesa nánar um tilmælin hér. Staðan á Landspítalanum er orðin mjög slæm og sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, að sterklega komi til álita að grípa til enn harðari aðgerða en tóku gildi í gær. Kári segist sáttur við að tökin séu hert á höfuðborgarsvæðinu en telur ákveðna áhættu fólgna í því að undanskilja landsbyggðina. „Þó svo að það hafi verið minna um smit utan höfuðborgarinnar held ég að við séum á það ógnvekjandi stað að kannski sé skynsamlegra að láta þetta gilda um land allt,“ segir Kári. Hann segir tillögurnar skynsamlegar en ekki hafnar yfir gagnrýni. Aðgerðirnar hefðu að hans mati átt að gilda um allt land. Veiran sé búin að dreifa sér víða um höfuðborgarsvæðið. Miðað við hversu mikil umferðin er á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé ekki ólíklegt að smituðum fari fjölgandi úti á landi. „Ég hefði tekið landsbyggðina með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast veldisvöxt útbreiðslunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir verulegt áhyggjuefni hvað kórónuveiran hafi náð að dreifa sér víða í samfélaginu. Nauðsynlegt sé að grípa strax til hertari sóttvarnaaðgerða. 6. október 2020 12:06 Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast veldisvöxt útbreiðslunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir verulegt áhyggjuefni hvað kórónuveiran hafi náð að dreifa sér víða í samfélaginu. Nauðsynlegt sé að grípa strax til hertari sóttvarnaaðgerða. 6. október 2020 12:06
Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19