99 greindust með veiruna innanlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2020 09:09 Allar tölur fyrir gærdaginn birtast á Covid.is klukkan 11. Vísir/Vilhelm 99 manns greindust innanlands með kórónuveiruna í gær. Þar af voru 59 í sóttkví. Þá greindist einn með veiruna á landamærunum. Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við Vísi. Ekki hafa fleiri greinst með kórónuveiruna hér á landi í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Mesti fjöldinn hingað til var 75 manns þann 18. september. Þá er þetta mesti fjöldi sem greinst hefur með veiruna á einum degi síðan faraldurinn stóð sem hæst í mars og apríl. Þann 1. apríl greindust líka 99 með veiruna en mesti fjöldi sem greinst hefur á einum degi var þann 24. mars þegar 106 greindust smitaðir. Að sögn Jóhanns er nú mikið álag á smitrakningarteyminu og er verið að fjölga í því. Lögregluembættin hringinn í kringum landið hafa brugðist vel við því að lána mannskap en lögreglumenn geta sinnt smitrakningu frá sinni starfsstöð. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis var í gær og ætti næsti fundur að vera á fimmtudag. Jóhann segir að ekki sé búið að ákveða hvort boðað verði til upplýsingafundar í dag vegna fjölda smitaðra í gær en það sé í skoðun. Fimmtán manns eru nú inniliggjandi á smitsjúkdómadeild Landspítalans og eru fjórir þeirra á gjörgæsludeild að því er haft er eftir Má Kristjánssyni, yfirlækni smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum, á vef RÚV. Í samtali við Vísi staðfestir Már þetta. Þrír þeirra sem eru á gjörgæslu eru í öndunarvél. Hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti í gær. Nú mega ekki fleiri en tuttugu manns koma saman og þá eru líkamsræktarstöðvar, barir, skemmtistaðir og spilasalir lokaðir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
99 manns greindust innanlands með kórónuveiruna í gær. Þar af voru 59 í sóttkví. Þá greindist einn með veiruna á landamærunum. Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við Vísi. Ekki hafa fleiri greinst með kórónuveiruna hér á landi í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Mesti fjöldinn hingað til var 75 manns þann 18. september. Þá er þetta mesti fjöldi sem greinst hefur með veiruna á einum degi síðan faraldurinn stóð sem hæst í mars og apríl. Þann 1. apríl greindust líka 99 með veiruna en mesti fjöldi sem greinst hefur á einum degi var þann 24. mars þegar 106 greindust smitaðir. Að sögn Jóhanns er nú mikið álag á smitrakningarteyminu og er verið að fjölga í því. Lögregluembættin hringinn í kringum landið hafa brugðist vel við því að lána mannskap en lögreglumenn geta sinnt smitrakningu frá sinni starfsstöð. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis var í gær og ætti næsti fundur að vera á fimmtudag. Jóhann segir að ekki sé búið að ákveða hvort boðað verði til upplýsingafundar í dag vegna fjölda smitaðra í gær en það sé í skoðun. Fimmtán manns eru nú inniliggjandi á smitsjúkdómadeild Landspítalans og eru fjórir þeirra á gjörgæsludeild að því er haft er eftir Má Kristjánssyni, yfirlækni smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum, á vef RÚV. Í samtali við Vísi staðfestir Már þetta. Þrír þeirra sem eru á gjörgæslu eru í öndunarvél. Hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti í gær. Nú mega ekki fleiri en tuttugu manns koma saman og þá eru líkamsræktarstöðvar, barir, skemmtistaðir og spilasalir lokaðir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira