Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. október 2020 18:30 Flugsveitin kemur til landsins frá Bretlandi með allt að fjórtán F15 orrustuþotur. Mynd/Landhelgisgæslan Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins sem mun annast loftrýmisgæsluna en gerðar strangari ráðstafanir í tengslum við komu sveitarinnar en gilda um aðra ferðamenn í ljósi kórónuveirufaraldursins. Auk liðsmanna bandaríska flughersins tekur starfsfólk frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi þátt í verkefninu og fulltrúar frá eistneska flughernum. Flugsveitin kemur til landsins frá Bretlandi með allt að fjórtán F15 orrustuþotur að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllunum á Akureyri og á Egilsstöðum dagana 9. til 16. október ef veður leyfir. Fyrstu liðsmenn sveitarinnar sem taka þátt í loftrýmisgæslunni eru þegar komnir til landsins.mynd/Landhelgisgæslan „Framkvæmd verkefnisins verður með sama hætti og áður auk þess sem hún verður í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland,“ segir í tilkynningunni en fyrstu liðsmenn sveitarinnar komu til landsins í síðustu viku. „Strangari ráðstafanir eru gerðar vegna komu sveitarinnar en almenn gildir um ferðamenn sem koma til landsins því auk landamæraskimana fara allir í tveggja vikna vinnusóttkví (B-sóttkví) að lokinni fyrstu skimun,“ segir í tilkynningunni. Flugsveitin mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrir lok þessa mánaðar. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia. Varnarmál Utanríkismál NATO Bandaríkin Landhelgisgæslan Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins sem mun annast loftrýmisgæsluna en gerðar strangari ráðstafanir í tengslum við komu sveitarinnar en gilda um aðra ferðamenn í ljósi kórónuveirufaraldursins. Auk liðsmanna bandaríska flughersins tekur starfsfólk frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi þátt í verkefninu og fulltrúar frá eistneska flughernum. Flugsveitin kemur til landsins frá Bretlandi með allt að fjórtán F15 orrustuþotur að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllunum á Akureyri og á Egilsstöðum dagana 9. til 16. október ef veður leyfir. Fyrstu liðsmenn sveitarinnar sem taka þátt í loftrýmisgæslunni eru þegar komnir til landsins.mynd/Landhelgisgæslan „Framkvæmd verkefnisins verður með sama hætti og áður auk þess sem hún verður í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland,“ segir í tilkynningunni en fyrstu liðsmenn sveitarinnar komu til landsins í síðustu viku. „Strangari ráðstafanir eru gerðar vegna komu sveitarinnar en almenn gildir um ferðamenn sem koma til landsins því auk landamæraskimana fara allir í tveggja vikna vinnusóttkví (B-sóttkví) að lokinni fyrstu skimun,“ segir í tilkynningunni. Flugsveitin mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrir lok þessa mánaðar. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia.
Varnarmál Utanríkismál NATO Bandaríkin Landhelgisgæslan Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira