Skólastjóri segir sóttvarnaráðstafanir verða að taka mið af aðstæðum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2020 18:31 Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, bendir á að allir beri ábyrgð í því ástandi sem nú ríki. Vísir/Sigurjón „Við þurfum að horfa til þess að skipulag í öllum skólum landsins getur ekki verið einsleitt. Það er í takti við þær aðstæður sem eru á hverjum stað og þær eru mjög mismunandi,“ segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Grunnskólakennarar lýstu því yfir í dag að þeir upplifðu óöryggi í starfi vegna kórónuveirufaraldursins og að frjálsræði í sóttvörnum vinni gegn markmiði um að halda skólum opnum. Alls eru 1664 börn í sóttkví, eða helmingur þeirra sem eru í sóttkví. Þeir sögðu ábyrgðina á herðum stjórnenda og kalla eftir auknum sóttvarnarráðstöfunum og hólfaskiptingu. „Skólar og skólastjórar eru að reyna að hólfa niður skólana eins og hægt er og minnka samgang hinna fullorðnu, það er alveg ljóst. Ég trúi því og tel að skólastjórar hafi verið að reyna að gera það í samvinnu við sína kennara á sem víðustum grunni,” útskýrir Þorsteinn. Þá sé allt gert til þess að halda skólum opnum og skólastarfi gangandi. „Það hlýtur að vera bara núna að í hverri og einni skólastofnun að þá setjist menn niður og velti fyrir sér hvað þeir geta gert betur, ekki bara skólastjórarnir, heldur samfélagið innan skólanna í sameiningu.” Ábyrgðin sé ekki aðeins á herðum stjórnenda. „Við megum ekki gleyma því að við berum öll gríðarlega ábyrgð í dag í þessu samfélagi á hvernig við sjálf sóttverjum okkur og þá sem eru í kringum okkur,” bætir hann við. Sem fyrr segir eru samtals 1664 börn í sóttkví í dag. Þar af eru 1067 á höfuðborgarsvæðinu og 544 á Suðurlandi. Þá eru sautján börn í sóttkví á Suðurnesjum, níu á Vesturlandi, fjögur á Vestfjörðum, fjögur á Norðurlandi og eitt barn á Austurlandi. Átján börn eru óskráð, til dæmis erlendir ferðamenn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
„Við þurfum að horfa til þess að skipulag í öllum skólum landsins getur ekki verið einsleitt. Það er í takti við þær aðstæður sem eru á hverjum stað og þær eru mjög mismunandi,“ segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Grunnskólakennarar lýstu því yfir í dag að þeir upplifðu óöryggi í starfi vegna kórónuveirufaraldursins og að frjálsræði í sóttvörnum vinni gegn markmiði um að halda skólum opnum. Alls eru 1664 börn í sóttkví, eða helmingur þeirra sem eru í sóttkví. Þeir sögðu ábyrgðina á herðum stjórnenda og kalla eftir auknum sóttvarnarráðstöfunum og hólfaskiptingu. „Skólar og skólastjórar eru að reyna að hólfa niður skólana eins og hægt er og minnka samgang hinna fullorðnu, það er alveg ljóst. Ég trúi því og tel að skólastjórar hafi verið að reyna að gera það í samvinnu við sína kennara á sem víðustum grunni,” útskýrir Þorsteinn. Þá sé allt gert til þess að halda skólum opnum og skólastarfi gangandi. „Það hlýtur að vera bara núna að í hverri og einni skólastofnun að þá setjist menn niður og velti fyrir sér hvað þeir geta gert betur, ekki bara skólastjórarnir, heldur samfélagið innan skólanna í sameiningu.” Ábyrgðin sé ekki aðeins á herðum stjórnenda. „Við megum ekki gleyma því að við berum öll gríðarlega ábyrgð í dag í þessu samfélagi á hvernig við sjálf sóttverjum okkur og þá sem eru í kringum okkur,” bætir hann við. Sem fyrr segir eru samtals 1664 börn í sóttkví í dag. Þar af eru 1067 á höfuðborgarsvæðinu og 544 á Suðurlandi. Þá eru sautján börn í sóttkví á Suðurnesjum, níu á Vesturlandi, fjögur á Vestfjörðum, fjögur á Norðurlandi og eitt barn á Austurlandi. Átján börn eru óskráð, til dæmis erlendir ferðamenn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira