Alþingi verður undanskilið fjöldatakmörkunum Sylvía Hall skrifar 4. október 2020 18:57 Fjöldatakmarkanir um 20 manns gilda ekki við störf þingsins. Þó skal nota grímu ef ekki verður hægt að tryggja eins metra fjarlægð. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi þar sem finna má undanþágur frá 20 manna samkomutakmarki. Dómstólar og störf Alþingis eru á meðal þeirra sem fá undanþágu. Í framhalds- og háskólum verður miðað við 30 manns en ekki 25 líkt og kynnt var í gær. Viðbragðsaðilar; lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk er undanþegið fjöldatakmörkunum við störf sín sem og dómstólar. Fjöldatakmarkanir við útfarir miðast við 50 manns og heimilað verður að halda 100 manna viðburði í tengslum við sviðslistir. Gestir skulu koma saman í afmörkuðu hólfi, sæti skulu vera númeruð, nafn gesta í hverju sæti skráð og öllum áhorfendum ber að nota andlitsgrímu. Engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 og síðar. Hjá þeim sem eldri eru gildir 30 manna hámarksregla í hverju rými, eins metra fjarlægðarmörk og grímuskylda sé ekki hægt að virða fjarlægðarmörk. Hér má sjá undanþágurnar: Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum Dómstólar þegar þeir fara með dómsvald sitt. Viðbragðsaðilar, s.s. lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk er undanþegið fjöldatakmörkunum við störf sín. Fjöldatakmörk við útfarir verða 50 manns. Verslunum undir 1.000 m2 að stærð verður heimilt að hleypa 100 einstaklingum inn í sama rými á hverjum tíma og einum viðskiptavini til viðbótar fyrir hverja 10 m2 umfram 1.000 m2 en þó aldrei fleiri en 200 viðskiptavinum í allt. Sviðslistir: Heimilt verður að halda viðburði þar sem 100 manns koma saman í afmörkuðu hólfi. Sæti skulu vera númeruð, nafn gesta í hverju sæti skráð og öllum áhorfendum ber að nota andlitsgrímu. Í framhalds- og háskólum verður miðað við 30 manns. Keppnisíþróttir með snertingu verða leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Áhorfendur á íþróttaleikjum: Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Leik- og grunnskólar: Engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 og síðar en hjá þeim sem eldri eru gildir 30 manna hámarksregla í hverju rými, 1 metra fjarlægðarmörk og grímuskylda sé ekki hægt að virða fjarlægðarmörk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir Segir ómögulegt að undanskilja ákveðna landshluta Ómögulegt er að undanskilja ákveðna landshluta undan hertum sóttvarnaraðgerðum sem taka gildi á miðnætti að mati Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. 4. október 2020 13:22 Minnisblað Þórólfs: Allt að sex gætu látist miðað við fyrri reynslu Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. 3. október 2020 22:00 Bareigendur margir afar gramir og sumir bugaðir Jón Bjarni Steinsson vert á Dillon auglýsir eftir vitrænum aðgerðum. 3. október 2020 18:17 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi þar sem finna má undanþágur frá 20 manna samkomutakmarki. Dómstólar og störf Alþingis eru á meðal þeirra sem fá undanþágu. Í framhalds- og háskólum verður miðað við 30 manns en ekki 25 líkt og kynnt var í gær. Viðbragðsaðilar; lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk er undanþegið fjöldatakmörkunum við störf sín sem og dómstólar. Fjöldatakmarkanir við útfarir miðast við 50 manns og heimilað verður að halda 100 manna viðburði í tengslum við sviðslistir. Gestir skulu koma saman í afmörkuðu hólfi, sæti skulu vera númeruð, nafn gesta í hverju sæti skráð og öllum áhorfendum ber að nota andlitsgrímu. Engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 og síðar. Hjá þeim sem eldri eru gildir 30 manna hámarksregla í hverju rými, eins metra fjarlægðarmörk og grímuskylda sé ekki hægt að virða fjarlægðarmörk. Hér má sjá undanþágurnar: Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum Dómstólar þegar þeir fara með dómsvald sitt. Viðbragðsaðilar, s.s. lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk er undanþegið fjöldatakmörkunum við störf sín. Fjöldatakmörk við útfarir verða 50 manns. Verslunum undir 1.000 m2 að stærð verður heimilt að hleypa 100 einstaklingum inn í sama rými á hverjum tíma og einum viðskiptavini til viðbótar fyrir hverja 10 m2 umfram 1.000 m2 en þó aldrei fleiri en 200 viðskiptavinum í allt. Sviðslistir: Heimilt verður að halda viðburði þar sem 100 manns koma saman í afmörkuðu hólfi. Sæti skulu vera númeruð, nafn gesta í hverju sæti skráð og öllum áhorfendum ber að nota andlitsgrímu. Í framhalds- og háskólum verður miðað við 30 manns. Keppnisíþróttir með snertingu verða leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Áhorfendur á íþróttaleikjum: Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Leik- og grunnskólar: Engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 og síðar en hjá þeim sem eldri eru gildir 30 manna hámarksregla í hverju rými, 1 metra fjarlægðarmörk og grímuskylda sé ekki hægt að virða fjarlægðarmörk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir Segir ómögulegt að undanskilja ákveðna landshluta Ómögulegt er að undanskilja ákveðna landshluta undan hertum sóttvarnaraðgerðum sem taka gildi á miðnætti að mati Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. 4. október 2020 13:22 Minnisblað Þórólfs: Allt að sex gætu látist miðað við fyrri reynslu Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. 3. október 2020 22:00 Bareigendur margir afar gramir og sumir bugaðir Jón Bjarni Steinsson vert á Dillon auglýsir eftir vitrænum aðgerðum. 3. október 2020 18:17 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira
Segir ómögulegt að undanskilja ákveðna landshluta Ómögulegt er að undanskilja ákveðna landshluta undan hertum sóttvarnaraðgerðum sem taka gildi á miðnætti að mati Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. 4. október 2020 13:22
Minnisblað Þórólfs: Allt að sex gætu látist miðað við fyrri reynslu Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. 3. október 2020 22:00
Bareigendur margir afar gramir og sumir bugaðir Jón Bjarni Steinsson vert á Dillon auglýsir eftir vitrænum aðgerðum. 3. október 2020 18:17