Telur meiri áhættu af áhorfendum kappleikja en leiksýninga Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2020 20:31 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur meiri áhættu fólgna í því að leyfa áhorfendur á kappleikjum heldur en í leikhúsum. Í tillögum sóttvarnalæknis um samkomutakmarkanir tilgreinir hann að keppnisíþróttir séu leyfðar með snertingu. Hámarksfjöldi þeirra sem tekur þátt er 50 einstaklingar. Í tillögum sóttvarnalæknis eru áhorfendur ekki leyfðir. Í reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir verður óheimilt að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra verður þó heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Í tillögum Þórólfs varðandi sviðslistir er snerting milli leikenda og flytjenda leyfðar. Við viðburði þar sem allir sitja verði gerð krafa um númeruð sæti og nafn gesta verði skráð. Heimilt verði að hafa 100 manns í hólfi og áhorfendur noti grímur. En hvernig rökstyður Þórólfur að leyfa áhorfendur í leikhúsum en ekki á kappleikjum? „Ég rökstyð það þannig að í leikhúsum er ákveðinn hópur fólks. Þetta eru eldri einstaklingar. Áhorfendur verða með grímur og sitja á ákveðnum stöðum. Við gerum kröfu um að fólk sé í númeruðum sætum og við höfum ekki verið að sjá nein smit í tengslum við þessa atburði,“ svarar Þórólfur. Annað mál sé með íþróttirnar. „Við höfum verið að sjá smit tengjast þeim á marga vegu. Ég held að það sé meiri áhætta í því fólgin og á því byggja mínar tillögur,“ segir Þórólfur. Hann segir áhorfendur á kappleikjum séu meira á hreyfingu og láta frekar í sér heyra heldur en þeir sem horfa á leiksýningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áhorfendur leyfðir utandyra: Þurfa að vera með grímu Samkvæmt uppfærðu minnisblaði Heilbrigðisráðuneytis verða áhorfendur nú leyfðir á íþróttaviðburðum utandyra. 4. október 2020 19:15 Alþingi verður undanskilið fjöldatakmörkunum Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi þar sem finna má undanþágur frá 20 manna samkomutakmarki. 4. október 2020 18:57 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur meiri áhættu fólgna í því að leyfa áhorfendur á kappleikjum heldur en í leikhúsum. Í tillögum sóttvarnalæknis um samkomutakmarkanir tilgreinir hann að keppnisíþróttir séu leyfðar með snertingu. Hámarksfjöldi þeirra sem tekur þátt er 50 einstaklingar. Í tillögum sóttvarnalæknis eru áhorfendur ekki leyfðir. Í reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir verður óheimilt að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra verður þó heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Í tillögum Þórólfs varðandi sviðslistir er snerting milli leikenda og flytjenda leyfðar. Við viðburði þar sem allir sitja verði gerð krafa um númeruð sæti og nafn gesta verði skráð. Heimilt verði að hafa 100 manns í hólfi og áhorfendur noti grímur. En hvernig rökstyður Þórólfur að leyfa áhorfendur í leikhúsum en ekki á kappleikjum? „Ég rökstyð það þannig að í leikhúsum er ákveðinn hópur fólks. Þetta eru eldri einstaklingar. Áhorfendur verða með grímur og sitja á ákveðnum stöðum. Við gerum kröfu um að fólk sé í númeruðum sætum og við höfum ekki verið að sjá nein smit í tengslum við þessa atburði,“ svarar Þórólfur. Annað mál sé með íþróttirnar. „Við höfum verið að sjá smit tengjast þeim á marga vegu. Ég held að það sé meiri áhætta í því fólgin og á því byggja mínar tillögur,“ segir Þórólfur. Hann segir áhorfendur á kappleikjum séu meira á hreyfingu og láta frekar í sér heyra heldur en þeir sem horfa á leiksýningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áhorfendur leyfðir utandyra: Þurfa að vera með grímu Samkvæmt uppfærðu minnisblaði Heilbrigðisráðuneytis verða áhorfendur nú leyfðir á íþróttaviðburðum utandyra. 4. október 2020 19:15 Alþingi verður undanskilið fjöldatakmörkunum Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi þar sem finna má undanþágur frá 20 manna samkomutakmarki. 4. október 2020 18:57 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Sjá meira
Áhorfendur leyfðir utandyra: Þurfa að vera með grímu Samkvæmt uppfærðu minnisblaði Heilbrigðisráðuneytis verða áhorfendur nú leyfðir á íþróttaviðburðum utandyra. 4. október 2020 19:15
Alþingi verður undanskilið fjöldatakmörkunum Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi þar sem finna má undanþágur frá 20 manna samkomutakmarki. 4. október 2020 18:57