Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2020 05:58 Forsetahjónin sjást hér á sviðinu eftir fyrstu kappræðurnar vegna komandi kosninga en kappræðurnar fóru fram á þriðjudag. Getty/Scott Olson Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og eru nú komin í einangrun. Trump greindi sjálfur frá þessu á Twitter í nótt. Forsetinn er orðinn 74 ára gamall og er þar af leiðandi í áhættuhópi vegna Covid-19 eins og annað eldra fólk. Hann sagði í tístinu sínu að þau Melania væru nú þegar komin í einangrun og að bataferlið væri hafið. „Við munum komast í gegnum þetta saman!“ skrifaði Trump. Tonight, @FLOTUS and I tested positive for COVID-19. We will begin our quarantine and recovery process immediately. We will get through this TOGETHER!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2020 Auk hjónanna hefur Hope Hicks, 31 árs gamall ráðgjafi Trump, greinst jákvæð fyrir veirunni en enginn annar úr starfsliði forsetans hefur greinst smitaður, enn sem komið er. Hún ferðaðist með honum í Air Force One-flugvél forsetans á leið í fyrstu kappræðurnar vegna komandi forsetakosninga sem fram fóru í Ohio á þriðjudag. Þar mætti Trump mótframbjóðanda sínum, Demókratanum Joe Biden. Óljóst er hvaða áhrif það hefur á næstu kappræður, sem áætlaðar eru 15. október næstkomandi, að Trump og Melania hafi greinst með kórónuveiruna. Þó er strax ljóst að forsetinn mun þurfa að hætta við og/eða fresta fjölda framboðsfunda sem hann ætlaði að halda á næstu dögum og vikum. As too many Americans have done this year, @potus & I are quarantining at home after testing positive for COVID-19. We are feeling good & I have postponed all upcoming engagements. Please be sure you are staying safe & we will all get through this together.— Melania Trump (@FLOTUS) October 2, 2020 Sean Conley, læknir forsetans, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að bæði forsetinn og forsetafrúin séu við góða heilsu eins og er. Þau muni dvelja heima hjá sér í Hvíta húsinu á meðan þau ná bata. „Ég get fullvissað ykkur um að forsetinn mun áfram sinna sínum skyldum á meðan hann nær bata og ég mun halda ykkur upplýstum um þróun mála,“ segir í yfirlýsingunni. Rúmur mánuður er í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þær fara fram þann 3. nóvember. Hvergi hafa fleiri smitast af kórónuveirunni í heiminum en í Bandaríkjunum, eða alls um 7,3 milljónir manna. Þá hafa hvergi fleiri látið lífið vegna Covid-19 en í Bandaríkjunum, eða tæplega 208 þúsund manns. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og eru nú komin í einangrun. Trump greindi sjálfur frá þessu á Twitter í nótt. Forsetinn er orðinn 74 ára gamall og er þar af leiðandi í áhættuhópi vegna Covid-19 eins og annað eldra fólk. Hann sagði í tístinu sínu að þau Melania væru nú þegar komin í einangrun og að bataferlið væri hafið. „Við munum komast í gegnum þetta saman!“ skrifaði Trump. Tonight, @FLOTUS and I tested positive for COVID-19. We will begin our quarantine and recovery process immediately. We will get through this TOGETHER!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2020 Auk hjónanna hefur Hope Hicks, 31 árs gamall ráðgjafi Trump, greinst jákvæð fyrir veirunni en enginn annar úr starfsliði forsetans hefur greinst smitaður, enn sem komið er. Hún ferðaðist með honum í Air Force One-flugvél forsetans á leið í fyrstu kappræðurnar vegna komandi forsetakosninga sem fram fóru í Ohio á þriðjudag. Þar mætti Trump mótframbjóðanda sínum, Demókratanum Joe Biden. Óljóst er hvaða áhrif það hefur á næstu kappræður, sem áætlaðar eru 15. október næstkomandi, að Trump og Melania hafi greinst með kórónuveiruna. Þó er strax ljóst að forsetinn mun þurfa að hætta við og/eða fresta fjölda framboðsfunda sem hann ætlaði að halda á næstu dögum og vikum. As too many Americans have done this year, @potus & I are quarantining at home after testing positive for COVID-19. We are feeling good & I have postponed all upcoming engagements. Please be sure you are staying safe & we will all get through this together.— Melania Trump (@FLOTUS) October 2, 2020 Sean Conley, læknir forsetans, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að bæði forsetinn og forsetafrúin séu við góða heilsu eins og er. Þau muni dvelja heima hjá sér í Hvíta húsinu á meðan þau ná bata. „Ég get fullvissað ykkur um að forsetinn mun áfram sinna sínum skyldum á meðan hann nær bata og ég mun halda ykkur upplýstum um þróun mála,“ segir í yfirlýsingunni. Rúmur mánuður er í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þær fara fram þann 3. nóvember. Hvergi hafa fleiri smitast af kórónuveirunni í heiminum en í Bandaríkjunum, eða alls um 7,3 milljónir manna. Þá hafa hvergi fleiri látið lífið vegna Covid-19 en í Bandaríkjunum, eða tæplega 208 þúsund manns. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent