Krossleggur putta meðan fimm Gullverjar bíða niðurstöðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2020 13:17 Gullver í höfn á Seyðisfirði. Síldarvinnslan/Ómar Bogason Fimm skipverjar á Gullveri, skipi Síldarvinnslunnar, bíða niðurstöðu úr Covid-19 skimun sem þeir fóru í snemma í morgun. Hinir tíu eru í sjálfskipuðu sóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir. Framleiðslustjóri Síldarvinnslunnar segir málið tekið alvarlega en vonast að um haustpest sé að ræða. Skipinu var siglt til hafnar á Seyðisfirði í gærkvöldi eftir að fimm skipverjar voru með einkenni sem gætu bent til Covid-smits af sem kórónuveiran veldur. Starfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Austurlands hitti skipverjana í morgunsárið og tók af þeim sýni. Ómar Bogason, framleiðslustjóri bolfisks hjá Síldarvinnslunni, segir skipverjana bíða niðurstöðu á hóteli í bænum. Hinir tíu séu í leiguhúsnæði sem alla jafna er nýtt af ferðamönnum sem lítið er af hér á landi þessa dagana. „Mér fannst það mjög vel gert hjá þeim. Þeir hefðu getað farið heim á herbergi,“ segir Ómar. Allir vilji fara varlega og skipverjarnir því frestað að hitta konu og börn svo alls öryggis væri gætt. „Maður vonar að þetta sé bara haustpest. Okkur ber að fara varlega. Ég er mjög ánægður með skipstjórann. Hann tók á þessu af mikilli festu.“ Verið er að landa úr skipinu sem stendur en aðeins þrír fara um borð í skipið, í hlífðarbúnaði. Skipið er lokað að því undanskildu lestinni og löndunarkrana um borð í skipinu. Ómar segir að frekari ákvarðanir verði teknar þegar niðurstaða liggi fyrir, vonandi seinna í dag. Mögulegu smiti sé tekið af mikilli alvöru. „Ef af yrði er þetta gríðarlega stórt mál á svona litlum stað eins og Seyðisfirði. Þá þyrftu margir að fara í einangrun. Maður krossar putta og vonar að þetta sé bara flensa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Sjávarútvegur Heilbrigðisstofnun Austurlands Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Fimm skipverjar á Gullveri, skipi Síldarvinnslunnar, bíða niðurstöðu úr Covid-19 skimun sem þeir fóru í snemma í morgun. Hinir tíu eru í sjálfskipuðu sóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir. Framleiðslustjóri Síldarvinnslunnar segir málið tekið alvarlega en vonast að um haustpest sé að ræða. Skipinu var siglt til hafnar á Seyðisfirði í gærkvöldi eftir að fimm skipverjar voru með einkenni sem gætu bent til Covid-smits af sem kórónuveiran veldur. Starfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Austurlands hitti skipverjana í morgunsárið og tók af þeim sýni. Ómar Bogason, framleiðslustjóri bolfisks hjá Síldarvinnslunni, segir skipverjana bíða niðurstöðu á hóteli í bænum. Hinir tíu séu í leiguhúsnæði sem alla jafna er nýtt af ferðamönnum sem lítið er af hér á landi þessa dagana. „Mér fannst það mjög vel gert hjá þeim. Þeir hefðu getað farið heim á herbergi,“ segir Ómar. Allir vilji fara varlega og skipverjarnir því frestað að hitta konu og börn svo alls öryggis væri gætt. „Maður vonar að þetta sé bara haustpest. Okkur ber að fara varlega. Ég er mjög ánægður með skipstjórann. Hann tók á þessu af mikilli festu.“ Verið er að landa úr skipinu sem stendur en aðeins þrír fara um borð í skipið, í hlífðarbúnaði. Skipið er lokað að því undanskildu lestinni og löndunarkrana um borð í skipinu. Ómar segir að frekari ákvarðanir verði teknar þegar niðurstaða liggi fyrir, vonandi seinna í dag. Mögulegu smiti sé tekið af mikilli alvöru. „Ef af yrði er þetta gríðarlega stórt mál á svona litlum stað eins og Seyðisfirði. Þá þyrftu margir að fara í einangrun. Maður krossar putta og vonar að þetta sé bara flensa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Sjávarútvegur Heilbrigðisstofnun Austurlands Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira