12,5 milljónir króna til forsetans vegna forsetaritaraskipta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2020 11:07 Guðni Th. Jóhannesson er forseti Íslands. Fjárframlög til embættisins lækka á milli ára. Vísir/Vilhelm Fjárheimild til embættis forseta Íslands er aukin tímabundið í eitt ár um 12,5 milljónir þar sem skipta á um forsetaritara. Þetta kemur fram í greinargerð með fjárlagafrumvarpi ársins 2021 sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, mun því láta af störfum á næsta ári en hann hefur starfað hjá embættinu síðan árið 2000 og verið forsetaritari frá árinu 2005. Heildarfjárheimild til forsetans verður 345 milljónir króna og lækkar frá gildandi fjárlögum um 25,9 milljónir króna, að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema 7,7 milljónum króna. Helstu breytingarnar sem gerðar er á fjárheimildum embættisins eru, að frátöldum kostnaði vegna þess að skipta á um forsetaritara, snúa að fjárframlögum vegna tímabundinna fjárfestingar- og viðhaldsáfanga sem er að mestu lokið. Sú upphæð, alls 32 milljónir króna er færð undir forsætisráðuneytið en þar segir: „Fjárheimild málaflokksins er aukin um 32 m.kr. til brýnna fjárfestingarverkefna og endurbóta á fasteignum í umsjá forsætisráðuneytis. Um er að ræða tilfærslu af málaflokki 3.1 Embætti forseta Íslands vegna tímabundinna viðhaldsverkefna hjá embættinu.“ Þá nemur hlutdeild embættis forseta Íslands í veltutengdri aðhaldskröfu hjá æðstu stjórnsýslu 6,4 milljónir króna eða 2%. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Forseti Íslands Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem er ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Sjá meira
Fjárheimild til embættis forseta Íslands er aukin tímabundið í eitt ár um 12,5 milljónir þar sem skipta á um forsetaritara. Þetta kemur fram í greinargerð með fjárlagafrumvarpi ársins 2021 sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, mun því láta af störfum á næsta ári en hann hefur starfað hjá embættinu síðan árið 2000 og verið forsetaritari frá árinu 2005. Heildarfjárheimild til forsetans verður 345 milljónir króna og lækkar frá gildandi fjárlögum um 25,9 milljónir króna, að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema 7,7 milljónum króna. Helstu breytingarnar sem gerðar er á fjárheimildum embættisins eru, að frátöldum kostnaði vegna þess að skipta á um forsetaritara, snúa að fjárframlögum vegna tímabundinna fjárfestingar- og viðhaldsáfanga sem er að mestu lokið. Sú upphæð, alls 32 milljónir króna er færð undir forsætisráðuneytið en þar segir: „Fjárheimild málaflokksins er aukin um 32 m.kr. til brýnna fjárfestingarverkefna og endurbóta á fasteignum í umsjá forsætisráðuneytis. Um er að ræða tilfærslu af málaflokki 3.1 Embætti forseta Íslands vegna tímabundinna viðhaldsverkefna hjá embættinu.“ Þá nemur hlutdeild embættis forseta Íslands í veltutengdri aðhaldskröfu hjá æðstu stjórnsýslu 6,4 milljónir króna eða 2%. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Forseti Íslands Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem er ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Sjá meira