Boða frelsun höfrunganna og loka minkabúum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. september 2020 15:37 Barbara Pompili, umhverfisráðherra Frakklands, boðaði í dag umfangsmiklar breytingar sem er ætlað að auka velferð villtra dýra. Á innan við fimm árum verður búið að innleiða víðtæktbann sem gerir sædýragörðum óheimilt að halda höfrunga og háhyrninga, minkabú verða ólögleg og þá verður óheimilt að hafa villt dýr með í för fjölleikahópa. Á næstu árum verður óheimilt að hafa birni, ljón, fíla og önnur villt dýr með í ferðalögum fjölleikahópa. Í árafjöld hefur víða um heim tíðkast að hafa villt dýr með í ferðalögum fjölleikahópa þar sem listafólk jafnt sem villt dýr leika ýmsar listir. Þegar í stað verður þremur sædýragörðum, sem starfræktir eru í Frakklandi, bannað að sækjast eftir fleiri höfrungum og háhyrningum auk þess sem þeim verður heldur ekki heimilt að rækta þá. Franska ríkisstjórnin kynnti aðgerðapakka samhliða nýrri stefnu um dýravernd sem miðar að því að auðvelda fólki sem vinnur á stöðum á borð við sædýragarða og fjölleikahús að finna sér annað starf. Heildarupphæð aðgerðapakkans nemur átta milljónum Evra. „Nú er kominn tími til að hefja nýtt tímabil í samskiptum manna og villtra dýra,“ sagði ráðherrann á blaðamannafundi. Velferð dýra væri forgangsmál. Á innan við fimm árum verður búið að banna með öllu minkaeldi en á minkabúum eru dýrin eingöngu ræktuð í þeim tilgangi að koma feldinum á þeim í sölu. Ráðherrann sagði að ástæðan fyrir því að stjórnvöld hygðust innleiða bannið á fimm árum sé sú að bannið myndi hafa mikil áhrif á líf fjölda fólks og því sé rétt að gefa svigrúm til aðlögunar. Frakkland Dýr Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Barbara Pompili, umhverfisráðherra Frakklands, boðaði í dag umfangsmiklar breytingar sem er ætlað að auka velferð villtra dýra. Á innan við fimm árum verður búið að innleiða víðtæktbann sem gerir sædýragörðum óheimilt að halda höfrunga og háhyrninga, minkabú verða ólögleg og þá verður óheimilt að hafa villt dýr með í för fjölleikahópa. Á næstu árum verður óheimilt að hafa birni, ljón, fíla og önnur villt dýr með í ferðalögum fjölleikahópa. Í árafjöld hefur víða um heim tíðkast að hafa villt dýr með í ferðalögum fjölleikahópa þar sem listafólk jafnt sem villt dýr leika ýmsar listir. Þegar í stað verður þremur sædýragörðum, sem starfræktir eru í Frakklandi, bannað að sækjast eftir fleiri höfrungum og háhyrningum auk þess sem þeim verður heldur ekki heimilt að rækta þá. Franska ríkisstjórnin kynnti aðgerðapakka samhliða nýrri stefnu um dýravernd sem miðar að því að auðvelda fólki sem vinnur á stöðum á borð við sædýragarða og fjölleikahús að finna sér annað starf. Heildarupphæð aðgerðapakkans nemur átta milljónum Evra. „Nú er kominn tími til að hefja nýtt tímabil í samskiptum manna og villtra dýra,“ sagði ráðherrann á blaðamannafundi. Velferð dýra væri forgangsmál. Á innan við fimm árum verður búið að banna með öllu minkaeldi en á minkabúum eru dýrin eingöngu ræktuð í þeim tilgangi að koma feldinum á þeim í sölu. Ráðherrann sagði að ástæðan fyrir því að stjórnvöld hygðust innleiða bannið á fimm árum sé sú að bannið myndi hafa mikil áhrif á líf fjölda fólks og því sé rétt að gefa svigrúm til aðlögunar.
Frakkland Dýr Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira