Hætta við atkvæðagreiðslu og standa við lífskjarasamninginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 14:50 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna SA um uppsögn kjarasamninga fer því ekki fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA sem send var út nú á þriðja tímanum. Framkvæmdastjórn SA hefur fundað stíft síðan ríkisstjórnin kynnti aðgerðapakka sinn, sem koma á til móts við atvinnulífið og stilla til friðar á vinnumarkaði, í morgun. Boðað hafði verið til atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja SA um uppsögn á lífskjarasamningnum, sem til stóð að hæfist um miðjan dag í dag og lyki á morgun. Í tilkynningu frá SA nú á þriðja tímanum segir að framkvæmdastjórnin hafi á fundum sínum í dag tekið afstöðu til tveggja kosta. Annars vegar að halda atkvæðagreiðslunni til streitu og hins vegar áframhald lífskjarasamningsins að teknu tilliti til aðgerða stjórnvalda, einkum lækkun tryggingagjalds, skattalegra ívilnana og beinna styrkja til fyrirtækja. Það hafi að endingu verið samhljóma ákvörðun framkvæmdastjórnar SA að lífskjarasamningurinn gildi áfram. Atkvæðagreiðslan um uppsögn kjarasamninga mun því ekki fara fram. Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna SA taka sérstaklega fram í tilkynningu sinni að aðgerðir stjórnvalda nú komi til með að milda áhrif launahækkana sem taka gildi um áramótin. Heildarkostnaður vegna þeirra verði 40-45 milljarðar króna á ársgrundvelli. Eftir sem áður muni launahækkanir veikja stöðu atvinnulífsins. Þá telji SA sættir á vinnumarkaði mikilvægar og vilji stuðla að þeim. Þær verði þó ekki „keyptar á hvaða verði sem er.“ Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna um aðgerðir til að bregðast við forsendubresti sem SA telur hafa orðið í atvinnulífinu vegna faraldurs kórónuveiru. Verkalýðshreyfingin hafi hafnað hugmyndum SA til að milda höggið og sú staða hafi þvingað SA til að leita samstarfs við stjórnvöld um mótun viðbragða við stöðunni. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur tekið heldur fálega í aðgerðir stjórnvalda það sem af er degi. Efling lýsti yfir vonbrigðum með aðgerðapakkann og sagði hann aðeins styðja atvinnurekendur og efnafólk. Þá sagði Drífa Snædal forseti ASÍ að í pakkanum mætti finna ýmislegt gott, til að mynda framlengingu á verkefninu Allir vinna, en margt mætti útfæra betur. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38 Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna SA um uppsögn kjarasamninga fer því ekki fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA sem send var út nú á þriðja tímanum. Framkvæmdastjórn SA hefur fundað stíft síðan ríkisstjórnin kynnti aðgerðapakka sinn, sem koma á til móts við atvinnulífið og stilla til friðar á vinnumarkaði, í morgun. Boðað hafði verið til atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja SA um uppsögn á lífskjarasamningnum, sem til stóð að hæfist um miðjan dag í dag og lyki á morgun. Í tilkynningu frá SA nú á þriðja tímanum segir að framkvæmdastjórnin hafi á fundum sínum í dag tekið afstöðu til tveggja kosta. Annars vegar að halda atkvæðagreiðslunni til streitu og hins vegar áframhald lífskjarasamningsins að teknu tilliti til aðgerða stjórnvalda, einkum lækkun tryggingagjalds, skattalegra ívilnana og beinna styrkja til fyrirtækja. Það hafi að endingu verið samhljóma ákvörðun framkvæmdastjórnar SA að lífskjarasamningurinn gildi áfram. Atkvæðagreiðslan um uppsögn kjarasamninga mun því ekki fara fram. Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna SA taka sérstaklega fram í tilkynningu sinni að aðgerðir stjórnvalda nú komi til með að milda áhrif launahækkana sem taka gildi um áramótin. Heildarkostnaður vegna þeirra verði 40-45 milljarðar króna á ársgrundvelli. Eftir sem áður muni launahækkanir veikja stöðu atvinnulífsins. Þá telji SA sættir á vinnumarkaði mikilvægar og vilji stuðla að þeim. Þær verði þó ekki „keyptar á hvaða verði sem er.“ Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna um aðgerðir til að bregðast við forsendubresti sem SA telur hafa orðið í atvinnulífinu vegna faraldurs kórónuveiru. Verkalýðshreyfingin hafi hafnað hugmyndum SA til að milda höggið og sú staða hafi þvingað SA til að leita samstarfs við stjórnvöld um mótun viðbragða við stöðunni. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur tekið heldur fálega í aðgerðir stjórnvalda það sem af er degi. Efling lýsti yfir vonbrigðum með aðgerðapakkann og sagði hann aðeins styðja atvinnurekendur og efnafólk. Þá sagði Drífa Snædal forseti ASÍ að í pakkanum mætti finna ýmislegt gott, til að mynda framlengingu á verkefninu Allir vinna, en margt mætti útfæra betur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38 Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38
Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20
Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49