Uggandi yfir orðræðu verkalýðsforystunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 08:51 Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Gylfi Arnbjörnsson fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands hefur áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði. Það sé áhyggjuefni að svo virðist sem hvorki sé traust né talsamband milli atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar. Þá hugnast honum ekki orðræða verkalýðsforystunnar. Þetta segir Gylfi í samtali við Morgunblaðið í morgun. Alvarleg staða er komin upp á vinnumarkaði en verkalýðshreyfinguna og Samtök atvinnulífsins greinir á um hvort forsendu lífskjarasamningins séu brostnar. Atkvæðagreiðslu SA um uppsögn samningsins, sem átti að hefjast í gær, var frestað til hádegis í dag. Fundað var stíft um stöðu mála í gær og þykir líklegt að aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við stöðunni verði kynntar í dag. Gylfi Arnbjörnsson segir í Morgunblaðinu í dag að orðræðan úr herbúðum verkalýðshreyfingarinnar og samskipti hennar séu „beinskeyttari“ en áður. Þetta komi honum ekki á óvart. Hann hafi ekki gefið kost á sér til endurkjörs á sínum tíma þar sem hann hafi ekki talið sig geta „staðið fyrir svona stefnu og framgöngu“. Þá segir Gylfi að það valdi sér áhyggjum að svo virðist sem atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin ræðist ekki við. „Í þau 30 ár sem ég starfaði var í forgangi að finna leiðir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna. Það á að yfirskyggja allt annað. Þetta reynir mjög á traust í samskiptum aðila og stjórnvalda. Það virðist ekki vera þannig núna,“ segir Gylfi í Morgunblaðinu. Þá segir hann, inntur eftir hugsanlegum útspilum ríkisstjórnarinnar, að heppilegt gæti verið að lækka tryggingagjald til að koma til móts við atvinnurekendur. Verði af atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja SA í dag munu niðurstöður liggja fyrir á hádegi á morgun, miðvikudag. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA hefur ekki viljað gefa upp hvað gæti falist í aðgerðum stjórnvalda. Drífa Snædal forseti ASÍ sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að frestun á launahækkunum komi ekki til greina. Ekki sé eðlilegt að kjarasamningur launafólks séu notaðir í vegferð atvinnurekenda gagnvart stjórnvöldum. Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telur að línurnar skýrist í dag eða á morgun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að línurnar skýrist varðandi aðgerðapakka til að koma til móts við þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði í dag eða á morgun. 28. september 2020 11:43 Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18 Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands hefur áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði. Það sé áhyggjuefni að svo virðist sem hvorki sé traust né talsamband milli atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar. Þá hugnast honum ekki orðræða verkalýðsforystunnar. Þetta segir Gylfi í samtali við Morgunblaðið í morgun. Alvarleg staða er komin upp á vinnumarkaði en verkalýðshreyfinguna og Samtök atvinnulífsins greinir á um hvort forsendu lífskjarasamningins séu brostnar. Atkvæðagreiðslu SA um uppsögn samningsins, sem átti að hefjast í gær, var frestað til hádegis í dag. Fundað var stíft um stöðu mála í gær og þykir líklegt að aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við stöðunni verði kynntar í dag. Gylfi Arnbjörnsson segir í Morgunblaðinu í dag að orðræðan úr herbúðum verkalýðshreyfingarinnar og samskipti hennar séu „beinskeyttari“ en áður. Þetta komi honum ekki á óvart. Hann hafi ekki gefið kost á sér til endurkjörs á sínum tíma þar sem hann hafi ekki talið sig geta „staðið fyrir svona stefnu og framgöngu“. Þá segir Gylfi að það valdi sér áhyggjum að svo virðist sem atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin ræðist ekki við. „Í þau 30 ár sem ég starfaði var í forgangi að finna leiðir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna. Það á að yfirskyggja allt annað. Þetta reynir mjög á traust í samskiptum aðila og stjórnvalda. Það virðist ekki vera þannig núna,“ segir Gylfi í Morgunblaðinu. Þá segir hann, inntur eftir hugsanlegum útspilum ríkisstjórnarinnar, að heppilegt gæti verið að lækka tryggingagjald til að koma til móts við atvinnurekendur. Verði af atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja SA í dag munu niðurstöður liggja fyrir á hádegi á morgun, miðvikudag. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA hefur ekki viljað gefa upp hvað gæti falist í aðgerðum stjórnvalda. Drífa Snædal forseti ASÍ sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að frestun á launahækkunum komi ekki til greina. Ekki sé eðlilegt að kjarasamningur launafólks séu notaðir í vegferð atvinnurekenda gagnvart stjórnvöldum.
Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telur að línurnar skýrist í dag eða á morgun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að línurnar skýrist varðandi aðgerðapakka til að koma til móts við þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði í dag eða á morgun. 28. september 2020 11:43 Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18 Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Telur að línurnar skýrist í dag eða á morgun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að línurnar skýrist varðandi aðgerðapakka til að koma til móts við þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði í dag eða á morgun. 28. september 2020 11:43
Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18
Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14